Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 11
FIMMTVOAGVR 30.0KTÓBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Verdbréfasalar í Hong Kong bíða meö öndina í hálsinum. Stiómast af hj ar öhvötinni Miklar liræringar hafa verid á flestirm helstu verdhréfamörk- uðiiin heimsins und- anfama daga. Samkvæmt kenningum hagfræð- innar eiga hlutabréfamarkaðir að virka samkvæmt Iögmálum rök- vísinnar og fjárfestar eru taldir stunda útreikninga sína af fyllstu nákvæmni til þess að þeir geti uppskorið sem mestan hagnað. Raunveruleikinn er hins vegar sá, eins og komið hefur svo áþreifanlega í ljós á allra síðustu dögum, að tillfinningar og hug- lægir þættir hvers konar hafa mikil áhrif á „eftirspurnina" sem er annar helmingurinn í jöfn- unni góðu um „framboð og eftir- spurn". Hrun Dow Jones verðbréfa- vísitölunnar um 554 stig á mánudag og ris hennar um 337 stig strax daginn eftir „er öfga- kennt dæmi um þá staðreynd að ákvarðanatakan í Wall Street byggist á tilfinningalegum en ekki skynsamlegum rökum,“ seg- ir Maurice Elvekrog, sem er bæði sálfræðingur og Qármála- sérfræðingur í Bandaríkjunum. Hann \áll rekja æðið sem gekk yfir kauphallirnar í New York og víðar að verulegu Ieyti til „hóp- eðlis" eða „hjarðmennsku", eink- um þeirra sem hafa umsjón með verðbréfasjóðum, en þeir brugð- ust nánast allir sem einn við erf- iðleikum á verðbréfamörkuðum í Asíu með því að selja í stórum stíl, og keyptu síðan leifarnar daginn eftir á lækkuðu verði. „Sjálfsagt má segja að verðbréfa- salarnir hugsi upp á eigin spýtur og stundi sjálfstæða útreikn- inga,“ sagði hann. „En þeir búa flestir við sama veruleikann og hafa miklar áhyggjur af ársfjórð- ungsútkomum. Þeir vilja ekki sitja eftir í súpunni." James Gottfurcht, sálfræðing- ur í Los Angeles sem starfar sem ráðgjafi hjá Mastercard, segir verðbréfasala stjórnast af sams konar „eðlishvötum" og oft búa að baki kaupæði hvers konar sem grípur fólk. „Sú tilfinning að það sé einhvers konar öryggi í því að fylgja fjöldanum býr í eðli okkar," segir hann. „Jafnvel þótt þú hugsir rökrétt og fáir góða fjárfestingarráðgjöf, þá eru allar líkur til þess að þú látir hópeðlið stjórna þér.“ Einn sálfræðingurinn enn, Ed- ward Charlesworth í Houston, telur ennfremur að alþjóðavæð- ing fjármálamarkaða geti gert fjárfesta enn óöruggari um sinn hag þannig að þeir hneigist frek- ar til að taka óskynsamlegar ákvarðanir vegna þess að allt er orðið mun flóknara en áður, eft- ir að tengsl við erlend hagkerfi og erlenda gjaldmiðla urðu meiri. -Los Angeles Times Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, 641 Húsavík Sími 464 1300 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Útgarði 1, Húsavík, þriðjudaginn 4. nóvember 1997 kl. 10 á eftirfarandi eignum: Aðalbraut 24a, Raufarhöfn, vöru- skemma, þingl. eig. Jón Eiður Jónsson, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands Höfuðstöðvar. Aðalbraut 32, Raufarhöfn, þingl. eig. Örn Trausti Hjaltason, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík. Ásgata 17, Raufarhöfn, þingl. eig. Valdimar Árnason og Ægir Þormar Pálsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, Byggingarsjóður ríkisins húsbrd. Húsnæðiss. og Tryggingamiðstöðin hf. Brúnagerði 1, Húsavík (neðri hæð), þingl. eig. Meindýravarnir íslands ehf, gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Garðarsbraut 13, Húsavík, (efri hæð og ris), þingl. eig. Svavar Kristmundsson, gerðarbeiðendur Samskip hf., Sýslumaðurinn á Húsavík, Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag íslands hf. Garðarsbraut 62-64, Húsavík 9,62% þingl. eig. Bakaríið-Kringlan efh, gerðarbeiðandi Húsavíkur- kaupstaður. Garðarsbraut 67, Húsavík 0302, þingl. eig. Sigríður Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingasjóður rík- isins húsbrd. Húsnæðiss. Grundargarður 7, Húsavík, íb. 103, þingl. eig. Anton Sigmarsson, gerð- arbeiðandi Olíuverslun íslands hf. Hesthús, Staðarfelli, Ljósavatnshr. talin eign gerðarþ., þingl. eig. Bald- vin Björnsson, gerðarbeiðandi ís- landsbanki hf. höfuðst. 500. Smiðjuteigur 7b, Reykjahverfi, þingl. eig. Stöplar hf, gerðarbeið- andi íslandsbanki hf. höfuðst. 500. Stórhóll 77, Húsavfk, þingl. eig. Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir og Sigurður Helgi lllugason, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Sýslumaðurinn á Húsavík, 29. október 1997. Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr. Stálboltar 8.8 og ryðfríir STRAUMRÁS Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími 461 2288 • Fax 462 7187 Bein lína til Kína Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Jiang Zemin samþykktu á einka- fundi sínum í fyrrinótt að sett verði upp beint símasamband milli höfuðborganna Washington og Beijing, þannig að þeir geti ræðst við hvenær sem þurfa þykir. Svipað fyrirkomulag er á milli Washington og Moskvu, þar sem Jeltsín Rússlandsforseti er í beinu símasambandi við Clinton. Þeir Clinton og Jiang áttu síðan opinberan fund í gærkvöld, og var reiknað með að að þeim fundi loknum yrði tilkynnt um samkomulag um bann við dreifíngu gjöreyðingarvopna milli ríkj- anna. Mandela heiðrar Gadhafi Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, lagði leið sína til Lfbfu í gær í annað sinn á tæpri viku. Tilefnið að þessu sinni var að veita Moamm- ar Gadhafi, forseta Líbíu, æðsta heiðursmerki sem Suður-Afríka veit- ir útlendingum. Vangaveltur kviknuðu um hvort Mandela væri að reyna að miðla málum milli Gadhafis og Vesturlanda, þannig að unnt verði að aflétta refsiaðgerðum á Líbíu. I ræðu sinni ráðlagði Mandela Gadhafi, án þess þó að segja það berum orðum, að framselja tvo Líb- íumenn sem eftirlýstir eru vegna Lockerbiemálsins í Bretlandi, en Gadhafi sagði það aldrei koma til greina. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.11.97 -01.05.98 kr. 77.428,40 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. október 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.