Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 10
10- FIMMTUDAGUR 30.0KTÚBER 1997 FRÉTTIR Vilja olíuhremsistöd Rússnesk sendinefnd kom nýlega til Austur- lands og kannaði að- stæður og staðarval í fylgd orku- og stór- iðjunefndar SSA með tilliti til hugsanlegrar olíuhreinsistöðvar á Reyðarfirði. Talsmenn rússnesku sendinefnd- arinnar settu fólksfæð á Aust- fjörðum ekki fyrir sig, töldu það ekki stórt vandamál að taka með sér starfsfólk til landsins ef af framkvæmdum yrði. Reyðaríjörð- ur er því mjög í sviðsljósinu þessa dagana, því talsmenn Norsk- Hydro hafa sett í gang vinnuferli vegna hugsanlegs álvers í Reyðar- firði og má búast við skýrslu frá þeim í byrjun næsta árs. Einnig hafa fulltrúar kísilmálmverk- smiðju komið til Reyðaríjarðar, en helst er horft til þess byggðar- lags, ekki síst vegna miðlægrar legu byggðarlagsins á Austur- landi, sem auka mundi möguleik- ana á að manna þessi fyrirtæki. Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði og formaður orku- og stóriðjunefndar Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), segir að Rússunum hafi verið sýnd þau svæði sem mark- aðssett hafi verið fyrir stóriðju, V VI !MMUIVIALA STOFIMUN Forstöðumenn Svæðisvinnumiðlana Vinnumálastofnun óskar eftir aö ráða forstöðumenn svæðisvinnumiðlana sem verða formlega opnaðar l.janúar 1998 á eftirtöldum stöðum: v Akranesi, Isafirði, Blönduósi, Egilsstöðum og Selfossi. Hlutverk forstöðumanna verður að annast daglega stjórn á skrifstof- um svæðisvinnumiðlunar í samræmi við lög nr. 13/1997 um vinnu- markaðsaðgerðir. Forstöðumanni til aðstoðar starfar sérstakt svæðis- ráð skipað fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, sveitarfélögum og framhaldsskólakerfinu í umdæminu. Nauðsynlegt er að forstöðumaður hafi víðtæka þekkingu á vinnu- markaðnum og menntakerfinu, hafið góða hæfni til mannlegra sam- skipta ásamt góðum stjórnunar- og skipulagshæfileikum. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið háskólaprófi eða öðru sambæri- legu námi og/eða hafi víðtæka reynslu af þátttöku á vinnumarkaðnum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist Vinnumálastofnun, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, fyrir 7. nóvember 1997. Nánari upplýsingar um störf þessi veitir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar í síma 511 2500. þó fyrst og fremst iðnaðarlóðirnar þrjár á Reyðarfirði. Rússarnir létu í það skína að þessi skoð- un væri gerð af full- um heilindum. „Þeir vilja réisa stöð sem mundi af- kasta einni milljón tonna á ári og hrá- olían yrði flutt frá Arkangelsk. Afurð- irnar yrðu síðan markaðssettar í Bandaríkjunum. Bein störf við þessa stöð yrðu á bilinu 200 til 300 talsins, orku- þörfin 3 til 5 megawött og land- þörf um 50 hektarar,11 sagði Þor- valdur Jóhannsson. „Eg get ekki fullyrt hvort svona fyrirtæki gæti starfað á Reyðar- firði jafnframt álveri en það hafa margir fjárfestar sýnt Austurlandi verulegan áhuga. Talsmenn Norsk-Hydro hafa nýlega verið hér vegna 250 þúsund tonna ál- vers með stækkunarmöguleika upp í 500 þúsund tonn með 3.000 gigawattstunda orkuþörf. Það hafa einnig verið hér aðilar vegna slípiefnaverksmiðju, bæði kanadískir og norskir. Orkuþörf slíkrar verksmiðju er um 10 megawött og við hana mundu starfa frá 50 til 100 manns. En ekkert af þessu er enn fast í hendi. Það hefur komið öllum þess- um aðilum á óvart hversu Ijórð- ungurinn er öflugur í atvinnu- legu tilliti. T.d. er Síldarvinnslan á Neskaupstað með 350 manns í vinnu og Hraðfrystistöð Eski- fjarðar með allt að 300 manns í vinnu.“ Þorvaldur segir að stuðnings sé þörf til að halda austfirskum byggðum í byggð, íbúaljöldinn þurfi að aukast og auka þurfi flóruna í atvinnulegu tilliti svo ekki snúist nær allt atvinnulífið um útgerð og fiskvinnslu. I fram- tíðinni taki fiskvinnslan ekki við fleirum sem komi á vinnumark- aðinn, þeim muni frekar fækka vegna þess að vinnslan sé að tæknivæðast svo ört. Stóriðja gæti átt sér stað jafnhliða aukn- ingu á ferðamannaiðnaðinum. GG Krafan er að geta lifað af botumini Eftir að tenging ör- orkuböta við launa- þróuuiua í landinu var rofiu heíiir kjara- bilið breikkað. „Það sem segja má að þessi ráð- stefna hafi leitt í ljós er að það er ekki hægt að lifa af kjörum ör- yrkja. Og það sem verra er, kjör- in hafa versnað og bilið á milli kjara öryrkja og annarra í þjóðfé- laginu er alltaf að breikka. Arið 1995 voru tengslin milli launa- þróunar í landinu og örorkulíf- eyris rofin. Því hafa öryrkjar set- ið eftir og krafa okkar er að aftur verði tengt þarna í milli þannig að örorkubætur hækki um leið og laun í landinu. Að vísu hækk- aði Davíð Oddsson bæturnar um 2,5% þegar mest gekk á í landinu vegna hinna miklu launahækk- ana bankastjóranna. Mér skilst að þessi hækkun örorkubótanna hafi átt að slá á gagnrýnina í þjóðfélaginu," sagði Ólöf Rík- barðsdóttir, fyrrverandi formað- ur Öryrkjabandalagsins, en hún var umsjónarmaður ráðstefnu um kjör öryrkja, sem haldin var fyrir skömmu. Hún sagðist vona að tillaga frá stjórnarandstöðunni sem komin er fram á Alþingi verði til þess að tengingin verði tekin upp aftur. Strax um áramótin 1995/1996 vísaði Öryrkjabandalagið þessu tengslarofi til umboðsmanns Al- þingis. Hann ályktaði svo að heilbrigðisráðuneytinu bæri að setja tenginguna aftur á en því hefur ekki verið ansað nema með loðnum svörum. „Önnur aðal krafa oklíar er sú að tekjuskerðingu verði hætt ef öryrki getur unnið eitthvað smá- vegis. Nú er það svo að ef fólk hefur minnstu aukatekjur þá er tekjutryggingin skert. Bætur ör- yrkja, sem ekkert getur unnið, eru um 55 þúsund krónur á mánuði. I undantekningartilfell- um getur upphæðin farið nærri 60 þúsund krónum á mánuði. Ef viðkomandi er giftur og makinn vinnur úti skerðir það líka tekju- trygginguna. Krafa okkar er að sjálfsögðu að örorkubæturnar verði 70 þúsund krónur á mán- uði eins og lágmarkslaun í land- inu,“ segir Ólöf. Hún segir að þeir sem eru svo fatlaðir að þeir verði að vera á Sjálfsbjargar-heimilum fái 12.519 krónur á mánuði í vasa- peninga þegar búið er að greiða fyrir fæði og húsnæði og lækna- þjónustu á heimilinu. Þessar 12.519 krónur verða að duga til alls annars í lífinu, svo sem ef fólk reykir, langar að gefa gjafir eða kaupa sér föt. „Auðvitað dugar þetta ekki einu sinni íyrir fötum. Þá þarf fólk að leita til félagsmálastofn- unar eftir aðstoð til fatakaupa. Kostnaðurinn við þau fatakaup skerti síðan 12 þúsund krónurn- ar næstu mánaðarmót á eftir. Við fengum Ieiðréttingu á þessu al- veg nýlega eftir nokkurra ára baráttu," sagði Ólöf Ríkharðs- dóttir. -S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.