Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 5
 FIMMTUDAGUR 3 0. OKTÓBER 1997 - S FRÉTTIR „Veikara kynið“ miklu veikara Konur eru mikill meirihluti öryrkja i öllum aldurshópum frá 35 ára og upp úr. End- urhæfingarstöövarnar njóta því meiri kvenhylli en búast mætti við að óathuguöu máli. Sjötta hver miöaldra kona er öryrki. Stór memhluti öryrkja eru konur svo „veik- ara kyniö“ er liklega einnig miklu veikara í ])eim skilningi. Næstum 2.300 konur á aldrin- um 55-67 ára eru örorkulífeyris- og örorkustyrkþegar. Þetta þýðir að meira en 6. hluti allra kvenna á þessum aldri eru öryrkjar. Af körlum á sama aldri er 10. hver öryrki, samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Frá 35 ára aldri eru konurnar í stórum meiri- hluta meðal öryrkja, í öllum ald- urshópum. Og aðeins í 16-24 ára hópnum (bílslysaaldrinum) eru karlmennirnir nokkuð fleiri. Af um 174 þúsund íslending- um á aldrinum 16-67 ára eru 8.700 öryrkjar: Rösklega 5.100 konur og 3.500 karlar. Hlutfall- ið er 6 af hverjum 100 konum á þessum aldri borið saman \ið 4 af hverjum 100 körlum. Þriðjungur kvennanna eru ör- yrkjar af völdum vöðva- og beinasjúkdóma, sem er lang al- gengasta ástæða örorku þeirra. Hjá körlunum er hlutfallið helm- ingi lægra, 6. hvert tilfelli, eða álíka og hjartasjúkdómarnir. Geðsjúkdómar eru langalgeng- asta ástæða örorkunnar hjá körlunum, eða hjá þriðjungi þeirra, en hins vegar fjórðu hverri konu, þótt tilfellin séu samt álfka mörg. Aðrar ástæður eru mun sjald- gæfari. Athygli vekur að æxli og lungnasjúkdómar hafa örkumlað tvöfalt fleiri konur en karla og svipað má segja um húðsjúk- dóma og meltingarsjúkdóma. Tilfelli örorku vegna áverka og eitrunar eru aftur á móti álíka mörg hjá báðum kynjum, rösk- lega 500 samtals. - HEI Frá aögerö á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Borgarráö lýsir áhyggjum yfir aö 400 milljónir vanti á að sjúkrahúsiö geti veitt óbreytta þjónustu á næsta ári. Nýbúið að fá aukafj árveitingu Stjóm Sjukrahúss Reykjavíkiir segir spítalann vanta iim 470 milljónir í al- mennan rekstur. Heilhrigðisráðherra hendir á að sjúkrahús- in í Reykjavík hafi fengið 500 miUjóna króna aukafjárveit- ingu í haust. „Það er rúmur mánuður síðan sjúkrahúsin í Reykjavík fengu 500 milljóna króna aukafjárveit- ingu til að bæta reksturinn. I því samkomulagi, milli heilbrigð- isráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóra, var gert ráð fyrir ýmsum skipulagsbreytingum, sem enn hafa ekki komið til framkvæmda," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Dag. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur varað alvarlega við afleið- ingum þess ef tillögur um fjár- veitingar til sjúkrahúsanna í Reykjavík í fjárlagafrumvarpi næsta árs, verða að veruleika. I bókun stjórnarinnar segir m.a. „Niðurskurðurinn á rekstrafé er svo gífurlegur að starfsemi þess- ara sérhæfðu sjúkrahúsa er stefnt í voða.“ Bent er á að miðað við fjár- lagatillögur Sjúkrahúss Reykja- víkur frá í vor vanti um 470 milljónir til almenns reksturs og að fjárvöntunin sé 414 milljónir króna ef viðhalda eigi núverandi rekstrarumfangi. Borgarráð hefur einnig lýst áhyggjum sínum vegna þess að 400 milljónir króna vanti til þess að sjúkrahúsið geti veitt óbreytta þjónustu á næsta ári. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir segir að það þoli ekki bið að tekin verði pólit- ísk ákvörðun um að koma fjár- málum sjúkrahússins í lag. Hún bendir á að meira að segja gjör- gæsludeild spítalans haldi hvorki vatni né vindi. Ingbjörg Pálmadóttir segir að í fjárlagfrumvarpinu séu áætlaðar 60 milljónir króna til viðhalds á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Það er alveg rétt að margar eignir, bæði borgarsjóðs og ríkis- sjóðs, þyrftu að fá fé til umtals- verðs viðhalds. En ég vil minna á að eitt af því sem nú er unnið að er að bæta skurðstofuna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og gjör- gæsluna líka. Það er meiningin að byrja á að stækka skurðstof- una en taka síðan gjörgæsluna í gegn. Þetta eru næstu verkefnin á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. I fyrra var byrjað að leggja fram visst fjármagn til þessara fram- kvæmda," segir heilbrigðisráð- herra. -S.DÓR Síðuskóli veldur áhyggium foreldra Foreldraráð Síðuskóla á Akureyri telur ao mjög farsælt starf skólans undanfarin ár sé nú í verulegri hættu. Kennaraskortur og þrengsli í skólanum eru meiri en við verður unað að mati foreldraráðs. Sem dæmi um ástandið er nefnt að um 30% kennslukrafta skólans eru leiðbeinendur, rúmlega fimmtungur kennara hefur sagt starfi sínu lausu, fjöldi nemenda í mörgum bekkjardeildum er of mikill og sér- hæft starfsfólk allt of fátt. Foreldraráðið gerir þá kröfu til bæjaryfir- valda á Akureyri fyrir hönd íbúa hverfisins að brugðist verði við þess- ari stöðu og veitt verði nauðsynlegu viðbótarfjármagni til úrbóta nú þegar. Aðalfundur Foreldrafélags Síðuskóla verður haldinn í kvöld í skólanum og má þar búast við fjörlegum umræðum um áðurnefnd málefni. — GG Suimlensku lömbin rýrust Sláturtíð hefur gengið vel og er búist við að framleiðslan verði um 8000 tonn. Af því fara 13% af dilkakjötsframleiðslu á erlend- an markað. Skýrslur liggja enn ekld fyrir um fallþunga en eftir því sem næst verður kom- ist mun hann svipaður á Norðurlandí og verið hefur, ívið yfir meðallagi á Vestfjörð- um en lakari á Suðurlandi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvernig horfir fyrir austan. Ef síðasta ár er skoðað var meðalþungi allra dilka 14,96 kíló. Þá voru framleidd 8.133 tonn. Meðalþyngd er ætíð töluvert minni sunnanlands, eða undir 14 kílóum, en fer í 15-16 kíló annars staðar. Nú eru um 400.000 ær á landinu en þær voru milli 800.000 og 900.000 fyrir nokkrum árum. Guðmundur Gíslason hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins telur ekld ólíklegt að fjárfjöldinn sé nú nálægt kjörstærð. „Hugsanlega er framleiðslugetan í hámarki. Arðscmi kindarinnar hefur aukist, þar sem beitin er betri í dag en var. Það eykur meðalþungann," segir Guðmundur. — BÞ Lömbin á Suöurlandi eru ekki jafn væn að hausti og t.d. á Eyjafjarðarsvæðinu. Hvort bragðgæðin eru minni skal hins vegar ósagt látið. „Ég var íljótur að segja já“ Össur Skarp- héðinsson hefur verið ráðinn rit- stjóri DV við hlið Jónasar Kristjánssonar. Össur hyggst ekki láta af þingmennsku. „Þetta hafði ekki mjög Iangan aðdraganda," segir Ossur um ráðn- inguna. „Eg var fljótur að segja já.“ Ossur segir þetta frábært tækifæri fyrir mann sem hefur unnið við ritstjórn blaða í þeim mæli sem hann hefur gert. Hann hyggst ekki Iáta af þingmennsku og seg- ist vinnuþjarkur og hafa mikla starfsorku. Össur hefur sinnt ýmsum störfum með þing- mennskunni frá því að hann lét af ráðherraembætti. Hann segir þessi störf fara ágætlega saman þar sem það sé hluti af starfi rit- stjóra að greina þjóðfélagsum- ræðuna. Er DV að verða pólitískt blað? „Nei, DV er frjálst og óháð blað sem heldur uppi óvægnu aðhaldi í þjóðfélaginu þar sem þess ger- ist þörf,“ segir Össur og bætir við að þetta þýði ekki að pólitísk slagsíða verði á blaðinu. Hann segir blaðið vera í sókn og ráðn- ingu sína þátt í því að fá nýtt blóð inn á blaðið. Össur segir að nýjum mönnum fylgi einhverjar breytingar, en þær muni koma í ljós hægt og bítandi. Nú hefur Jónas Kristjánsson veist að þér í leiðara blaðsins þegar þú varst ráðherra, ertu Iangrækinn? „Jónas Kristjánsson er önnur af tveimur goðsögnum sem enn starfa í blaðaheiminum og sérhver stjórnmálamaður sem vill ná máli lendir einhvern tím- ann undir svipu hans. Eg hef fengið að kenna á henni og orð- ið betri maður fyrir vikið". — HH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.