Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 4
4- FIMMTUDAGVR 30.OKTÓBER 1997 ro^ir FRÉTTIR L. j Ungir framarar ánægðir Á aðaTrundi Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík var þeim ár- angri fagnað, sem áunnist hefur hjá Reykjavíkurlistanum í málefnum borgarinnar á síðustu þremur árum. Er hvatt til áframhaldandi sam- starfs þeirra sem að Reykjavíkurlistanum standa en áréttað „að jafn- ræðis sé gætt á milli þessara ólíku hreyfinga og að sjónarmiðum sem flestra verði gaumur gefinn við ákvarðanatöku innan Reykjavíkurlist- ans.“ Sérstaklega er hvatt til þess að frumkvæði, áræðni og hug- myndaríki ungs fólks verði virkjað fyrir komandi átök, þannig skipi ungt fólk þriðjung sæta á framboðslistanum og þess gætt að ungt fólk verði skipað í allar nefndir og ráð borgarinnar. Þorlákur Traustason var endurkjörinn formaður FUF í Reykjavík. Þrotabú rnkkar forstjóraim Lúðvík Th. Halldórsson, fyrrum eígandi Bónus-ís (Veigar hf.), hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi fyrir- tækisins rúmar 2,6 milljónir króna. Skiptastjóri þrotabús Veiga hf. höfðaði mál gegn Lúðvík til inn- heimtu á þessari upphæð, sem Lúðvík er talinn hafa stofnað til eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota. Bar Lúðvík því við að annar maður, sem annaðist um Qármál fyrirtækisins, hefði ráðstafað fjármununum, en dómarinn taldi ábyrgðina liggja hjá Lúðvíki. Veigar hf. rak ísbúðina Bónus-ís við Ármúla en var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í október 1995, eftir að reksturinn hafði verið seldur. — FÞG Vigtarmenn Orðsending til allra vigtarmanna sem eru með réttindi frá því í maí 1993 eða eldri. Ákvæði í lögum nr. 100/1992 kveða á um að Iög- gilding vigtarmanns gildi í allt að 5 ár. Nú er sá tími að renna á enda og taka því allir vigtarmenn með löggildingu 5 ár og eldri að missa réttindi sín ef ekki verður að gert. Til að endurnýja Iöggildingu sína þurfa vigtarmenn að koma á dagsnámskeið. Hér á eftir er skrá um fyrirhugaða námskeiðsstaði og eru þeir allir með sama fyrirveranum: A „Lágmarksþátttaka er 10 manns“ B Þátttakendur þurfa að skrá sig með viku fyrirvara C Námskeiðinu lýkur með prófi D Námskeiðsgjald er kr. 10.000,- Fáist næg þátttaka verða námskeiðin á eftirfarandi stöðum: 1. Patreksfirði, 5. nóv. 1997, haldið f Félagsheimilinu 2. lsafirði, 7. nóv. 1997, haldið í Stjómsýsluhúsi 3. Sauðárkróki, 10. nóv. 1997, haldið í Strönd, húsi Verkalýðsfélagins Fram 4. Þórshöfn, 12. nóv. 1997, haldið í Félagsheimilinu Þórsveri 5. Reyðarfirði, 14. nóv. 1997, haldið í Félagsheimilinu Félagslundi 6. Hornafirði, 17. nóv. 1997, haldið í S.V.F.Í. húsinu, Álaugareyjarvegi 7. Vestmannaeyjum, 19. nóv. 1997, haldið í Týsheimili 8. Keflavík, 21. nóv. 1997, haldið í Flughótelinu 9. Ólafsvík, 2. des. 1997, haldið í Félagsheimilinu Klifi 10. Akureyri, 4. des. 1997, haldið í Galtalæk, húsi Flugbjörgunarsveitar 11. Egilsstaðir, 5. des. 1997, haldið í S.V.F.Í. húsi, Bláskógum 3 12. Reykjavík, 9. des. 1997, haldið í Dugguvogi 2, húsnæði Ökuskóla íslands. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar gefnar á Löggildingarstofu, sími 568 1122 Uppskipun þorskafla á Tálknafirði. - mynd: gs „TJrskurður dómar- ans er brandari“ Valdimar vildi ekki sætta sig við að kvótinn festist í höndum „sægreifaaðals" og krafðist þess að fá ríflegan kvóta; 500 tonn af þorski, 100 tonn af ýsu, 150 tonn af ufsa, 50 tonn af steinbít, 20 tonn af grálúðu, 20 tonn af skarkola, 50 tonn af rækju, 10 tonn af humri, 1.200 tonn af síld og 5.000 tonn af Ioðnu. „Niðurstaða héraðsdómarans er brandari," segir Valdimar í samtali við Dag. „Það er óþol- andi að ríkisvaldið skuli nota lög- fræðilegt hókus pókus til að komast hjá því að taka á grund- vallarspurningum um mannrétt- indi. Dómarinn fellst á rök ríkis- valdsins um að ég hafi ekki hags- muni af málinu umfram alla aðra og að hagsmunir mínir séu þar af leiðandi ekki lögvarðir. Þetta þýðir um leið að það getur enginn tekið á þessu mannrétt- indamáli. Þetta er hreinlega hlægilegt,“ segir Valdimar. — FÞG Héraðsdómari vísaði frá kröfu Valdimars H. Jóhannessonar iini að fá kvótaskerf úr „sameign þjóðarinn- ar“. Frávísunin kærð tH Hæstaréttar og köUuð brandari. Máli Valdimars H. Jóhannesson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka um þjóðareign, gegn Islenska ríkinu, þar sem Valdimar krafðist þess að fá úthlutuðum kvóta til að geta hafið útgerð, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir helgi. Valdimar hefur ákveðið að kæra frávísunina til Hæstaréttar með kröfu um að málið fái efnislega meðferð. Valdimar hefur ekki stundað útgerð, en vísar til fiskveiði- Valdimar H. Jóhannesson. stjórnunarlaga um að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar og í ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. I vor sótti hann um veiðileyfi til að stunda veiðar í atvinnuskyni, en fékk strax synjun, sem Valdimar taldi ólöglega og því höfðaði hann mál. Vilji til írekan samemingar Samhliða sameming- arkosningum í þrem- ur sveitarfélögum við utanverðan Eyjafjörð, þ.e. Árskógsströnd, Dalvík og Svarfaðar- dal 18. október, var spurt uin æskHega stærð sveitarfélags og frekari sameiningu eyfirskra sveitarfé- laga. 68,6% allra svarenda töldu sam- eininguna vera vissan áfanga til frekari sameiningar við Eyja- fjörð. Þessa niðurstöðu er ekki hægt að túlka öðru vísi en skýr skilaboð kjósenda í áðurnefnd- um sveitarfélögum til annarra íbúa Eyjafjarðar. Engin afger- andi niðurstaða fékkst þegar spurt var um ástæður fyrir því að kjósendur sögðu nei á kjördag. Aðeins 3,7% þeirra sem sögðu nei töldu sameininguna hindra sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. Þátttakendur í at- kvæðagreiðslunni um samein- ingu voru 846 en í skoðanakönn- uninni alls 582, þ.e. 87% á Ár- skógsströnd og í Svarfaðardal en 61 % á Dalvík. I svari við spurningu um það hvort hér væri að verða til æski- lega stórt sveitarfélag sögðu 17,3% þeirra sem greiddu sam- einingu atkvæði já, við spurn- ingu hvort sameining væri áfangi að því að sameina allan Eyjafjörð í eitt sveitarfélag sögðu 30,2% já og í spurningu um hvort samein- ing nú væri liður í að sameina sveitarfélög við utanverðan Eyja- Qörð og að Siglufjörður, Olafs- fjörður og Hrísey bættust í hóp- inn síðar, sögðu 8,9% já. Þeir sem greiddu sameiningu mótatkvæði voru mjög samstiga, því við öllum spurningum sem fyrir þá voru lagðar var fylgi 6,4%. Spurt var hvort þcttbýli og dreifbýli ættu ekki samleið í einu sveitarfélagi, hvort viðkomandi hefði viljað sameina fleiri sveit- arfélög í þessari lotu og hvort sameining nú tefði fyrir eða hindraði sameiningu allra sveit- arfélaga við Eyjafjörð. Svarfdælingar voru sáttastir við að þá stærð sveitarfélags sem samþykkt var, eða 25% sem svör- uðu, 19,4% Dalvíkinga og 5,7% Árskógsstrendinga. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.