Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 30.0KTÓBER 1997 - 13 ÍÞRÚTTIR Hermaim valiim í lið vLkumiar Það er eldd algengt að íslending- ur eigi sæti í liði vikunnar í ensku úrvalsdeildinni, en slíkt gerðist þó eftir leiki síðustu um- ferðar. Hermann Hreiðarsson var valinn í lið vikunnar hjá enska blaðinu Independent fyrir frammistöðu sína í leik Crystal Palace gegn Sheffield Wednes- day sem fram fór í Sheffield. Hermann er í stöðu hægri bak- varðar í vali blaðsins á liði vik- unnar. Vörnin er skipuð þremur Norðurlandabúum. Daninn Jak- ob Larsen hjá Derby er á vinstri vængnum og Svíinn Klaus Lundekvarm, leikmaður Sout- hampton, er fyrir miðju. Steve Ogrizovic, hjá Coventry er í markinu, en miðvallarleikmenn- irnir eru fimm, Rob Jones hjá Liverpool, Michael Hughes Hermann Hreiðarsson. Wimbledon, Paul Scholes Man. Utd. og Simon Rodger hjá Crys- tal Palace. Steve McManaman Liverpool, er framliggjandi miðjumaður og í fremstu víglínu þeir Andy Cole sem skoraði þrennu fyrir Manchester United og David Hirst sem lyfti Sout- hampton af botninum með tveimur mörkum gegn Totten- ham. Ohætt er að segja að október- mánuður hafi verið einstaklega viðburðaríkur. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark gegn meisturum Manchester United í 0:2 tapi, átti síðan stór- leik gegn Dennis Bergkamp og félögum í Arsenal og kórónaði síðan frammistöðu sína í Sheffi- eld um síðustu helgi, með því að skora fyrsta mark liðs síns í 1:3 útisigri. Newcastle vill fá Zitelli Ekkert smá skemmti- LEGUR STRAUMRAS Furuvöllum 3 • 600 Akureyri Sími 461 2288 • Fax 462 7187 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Skrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28, Reykja- vík, einnig Hjálpartækjamiðstöðin, Smiðju- vegi 28, Kópavogi, verða lokaðar frá kl. 14, föstudaginn 31. október nk. vegna ársfundar stofnunarinnar. Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle er á höttunum eftir David Zitelli, framherja franska liðsins Strasbourg. Zitelli er 29 ára gamall og kannski best þekkt- ur fyrir að skora tvö mörk af þremur mörkum liðs síns í Evr- Brolin frá Leeds Sænski landsliðsmaðurinn Thomas Brolin varð laus allra mála hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Leeds í gær og búist er við því að hann gangi til Iiðs við sænska úrvalsdeildarliðið Hammerby, en tveir Islendingar munu væntanlega leika með sænska félaginu á næstu leiktíð, þeir Pétur Marteinsson og Pétur Björn Jónsson. Brolin náði aldrei að sanna sig hjá enska félaginu og margir stjórnarmanna enska félagsins eru á því að kaupin á Brolin hafi verið slæm mistök. Svíinn hafi var keyptur á síðustu dögum Howard Wilkinson með Leeds- Iiðið, fyrir 4,5 milljónir sterl- ingspunda, fyrir tveimur árum, en leikmaðurinn féll aldrei inn í framtíðaráform George Gra- ham, núverandi framkvæmda- stjóra, auk þess sem erfið meiðsl héldu honum lengi utan vallar. Keimedy á sölu- lista Irski landsliðsmaðurinn hjá Liverpool, Mark Kennedy, sem meðal annars skoraði mark gegn íslandi í undankeppni HM, er nú kominn á sölulista hjá félag- inu. Kennedy var keyptur frá Millwall fyrir tvær milljónir punda fyrir tveimur árum og talið er að Leeds sé reiðubúið til að fjárfesta í honum fyrir þá upphæð. Bæði Leeds og Liverpool hafa sýnt norska varnarmanninum Erik Hoftun áhuga. Hoftun er 24 ára gamall og hefur leikið með meistaraliði Rosenborg. ópuleiknum gegn Liverpool í síð- ustu viku. Newcastle sem átt hefur í vandræðum í vetur vegna meiðsla Alan Shearer og Faustino AspriIIa, hefur enn ekki gert formlegt tilboð í Frakkann, en búist er við því að kaupverð hans verði 2,5 milljón sterl- ingspunda. Crystal Palace og Glasgow-liðið Celtic hafa einnig sýnt því áhuga að fá Zitelli til liðs við sig. Uíl Framsóknarflokkurinn 43. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hótel Reynihlíð við Mývatn dagana I. og 2. nóvember 1997. Dagskrá þingsins er eftirfarandi: Laugardagur l.nóvember. Kl. 13 I. Þingsetning, kosning starfsmanna og starfsnefnda þingsins. 2. Skýrsla stjórnar og reikningar. 3. Mál lögð fyrir þingið. Ávörp þingmanna, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir. 4. Jafnrétti í framsókn, erindi Elsu B. Friðfinnsdóttur lektors við HA um stöðu kvenna í pólitísku starfi. 5. Ávörp gesta. 6. Lífræn ræktun í landbúnaði, feðgarnir séra Pétur Þórarinsson og Þórarinn Pétursson segja frá reynslu sinni. Kl. 20 Kvöldverður og skemmtidagskrá í „Gamla bænum“ í Reykjahlíð, heiðursgestir kvöldsins Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og frú Sigurjóna Sigurðardóttir. Sunnudagur 2. nóvember. Kl. 10 7. Afgreiðsla mála. 8. Kosningar. Hádegisverðarhlé 9. Sveitarstjórnarkosningarnar 1998, erindi Jakobs Björnssonar bæjarstjóra á Akureyri. Kl. 15 Þingslit. Auk kjörinna þingfulltrúa er framsóknarfólki velkomið að fylgjast með þinginu. Stjórn KFNE. RFLTIN ■■■ mÉUMFERÐAR 1ÍRÁÐ Alltaf í U'STRAUMRAS Furuvöllum 3 ■ 600 Akureyri • Sími 461 2288 • Fax 462 7187 Augýsing frá prófnefnd vátryggingamiðlara Prófnefnd vátryggingamiðlara í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands mun standa fyrir námskeiði í vátrygg- ingamiðlun ef næg þátttaka fæst. Er fyrirhugað að námskeiðið hefjist fimmtudaginn 13. nóvember nk. og að því Ijúkí í apríl nk. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17 til kl. 20.30, fjórar kennslustundir í senn, alls 130 kennslustundir. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta og verður prófað úr hverjum hluta fyrir sig að yfirferð lokinni. Fyrir þátttöku í námskeiðinu greiða þátttakendur sem hér segir: Staðfestingargjald, kr. 20.000, við skráningu. Gjald þetta verður endurgreitt verði ekki af námskeiðinu. Kennslugjald, kr. 120.000. Gjald þetta skulu þátttakendur hafa greitt eigi síðar en 7 dögum eftir að kennsla hefst. Prófgjald, kr. 15.000 fyrir hvert próf. Skal greiða prófgjald eigi síðar en viku áður en próf er þreytt. Heimilt er að greiða þátttökugjöld með raðgreiðslum á greiðslu- korti. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið er hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands dagana 27. október til 7. nóvember í síma 525 4923, 525 4924 og 525 4925, tölvupóst- fang endurm@rhi.hi.is. Reykjavík, 23. október 1997, Prófnefnd vátryggingamiðlara.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.