Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGUR 30.OKTÓBER 1997 ÍPRÓTTIR FylM forðað frá gj aldþroti Knattspymudeild FylMs er eitt þeirra íþróttafélaga sem berjast í bökkum. Skuldir félagsins voru hátt í 30 milljónir fyrir ári og farið hafði verið fram á að félagið yrði lýst gjaldþrota. Forráðamenu félags- ius hafa nú snúið hjól- inu við. „Það er rétt. Það var lögð fram gjaldþrotabeiðni á hendur félag- inu og það var gert árangurslaust Iögtak. Menn voru að reyna að semja og það tókst um miðjan dag í fyrradag," sagði Kolbeinn Finnson, formaður knattspyrnu- deildar Fylkis. Kolbeinn sagði að þetta væri sex ára gamalt búningamál sem mcnn væru að ýfa upp núna og að hann skildi ekki tilganginn með þeim fréttaflutningi sem af því var. „Það var búið að semja um þessa skuld en það var alveg sama hvernig við reyndum, það náðist aldrei í fréttamann Stöðv- ar 2 og hann ansaði okkur ekki og sagðist fara með fréttina þó búið væri að semja.“ Félagið keypti á sínum tíma Henson búninga, út á víxil, sem ekki hafði verið greiddur. „Við höf- um ekki átt í neinum útistöðum við Halldór Einarsson út af þessu máli. Þessi víxill hafnaði í hönd- unum á lögfræðingi sem sótti málið á hendur félaginu. Ég veit ekkert hver átti þessa kröfu en um hana hafði verið samið og því er það dálítið högg fyrir okkur að fá frétt eins og þá sem flutt var á Stöð 2.“ „Við höfum unnið hörðum höndum að því að koma böndum á skuldasöfnun félagsins og ég held að það hafi gengið mjög vel. Skuldirnar voru 26 milljónir fyrir ári en okkur hefur tekist að minnka þær niður í um 12 millj- ónir nú og við teljum það mikinn árangur. Við erum nú í skilum með nær öll okkar mál. Það er aðeins eitt mál sem við erum enn að semja um og það er á við- kvæmu stigi núna,“ sagði Kol- beinn ennfremur. Ein af sparnaðarráðstöfunum Fylkis var sú að liðið keypti enga Ieikmenn fyrir síðustu leiktíð. Félagið missti hinsvegar níu leik- menn til annarra Iiða og þeir sem komu í staðinn fengu engar greiðslur, nema „bónusa" fyrir unna leiki, eins og aðrir leik- menn liðsins. í Árbænum vinna menn að því að koma fjárhag fé- lagsins í gott lag sem er alger for- senda þess að árangurinn á vell- inum batni. Fylkir var lengi vel í fallsæti í fyrstu deildinni framan af leiktíðinni en er á leið náði þjálfari þeirra, Atli Eðvaldsson, að stilla strengi liðsins og vinna það út úr vandanum. Nýi þjálfar- inn; Olafur Þórðarson, tekur því við blómlegra búi en forveri hans, bæði fjárhagslega og fót- boltalega. - GÞÖ Nýr Kani til Njarðvíkur Njarðvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann í stað Dalon Bynum, sem þeir ráku á dögunum. Sá heitir Petey Sessom og kemur til landsins á föstudaginn. Hann lék með Old Dominum háskólanum, þar sem David Grissom lék á sínum tíma. Sessom er sagður mjög góður leikmaður, skotbakvörður og framherji, sem skorar mikið af stigum auk þess sem hann hirðir Ijölda frákasta f hverjum leik. í sumar lék hann í liði með Sherrick Simpson, leikmanni Hauka, og samkvæmt heimild- um Dags er Sessom sagður öfl- ugri leikmaður en Simpson. Hann ætti því að nýtast Njarð- víkingum vel í baráttunni í vetur. - GÞÖ Júgóslavar nær öruggir Júgóslavar eru komnir með ann- an fótinn í lokakeppni HM í knattspyrnu eftir yfirburðasigur á Ungverjum í fyrri leik liðanna um sæti í keppninni. Lokatölur urðu 7:1 en leikið var í Ungverjalandi og búast má við því að síðari leik- urinn á heimavelli Júgóslava verði formsatriði. Branko Brnovic, Miroslav Djukic og Dej- an Savicevic komu gestunum í 3:0 eftir tíu mínútna leik og Pre- drag Mijatovic gerði síðan þrennu áður en Savo Milosevic gerði sjöunda mark gestanna eftir aðeins 63 mínútna leik. Bela Illes skoraði eina mark Ung- verja, tveimur mínútum fyrir leikslok. Italir náðu öðru stiginu gegn Rússum, þegar liðin áttust við í Moskvu. Christian Vieri skoraði mark ítala eftir fallegt einstakl- ingsframtak á 49. mfnútu en Sergei Yuran jafnaði tveimur mínútum síðar. Vallaraðstæður voru mjög erfiðar og það snjóaði stanslaust á meðan á leiknum stóð. Króatar unnu öruggan sigur á Ukraínu á heimavelli sínum. Slaven Bilic, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Ev- erton, skoraði fýrra markið á 11. mínútu eftir sendingu Robert Prosinecki og Goran Vlaovic gerði það síðara í byrjun síðari hálfleiksins. Króatar höfðu nokkra yfirburði í Ieiknum. Belgar standa vel að vígi í viðureigninni gegn írum. Jafnt varð í fyrri leik liðanna í Dublin, 1:1. Denis Irwin náði forystunni fyrir íra á 7. mínútu en Luc Nilis jafnaði metin eftir hálftíma leik. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Ásgarði, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 31. október kl. 13.30. Páll Vigfússon, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Gísli Vigfússon, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Helgi Vigfússon, Unnur Jónsdóttir, Elísabet Vigfúsdóttir, Leifur Jósefsson, Hjálmar Vigfússon, Hildur Kristjánsdóttir, Sigurður Vigfússon, Dögg Hindriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Slæmur lokakafli gerði útslagið gegn Litháen Draumar íslensku landsliðsmanuanua um sæti í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári, biðu mikla hnekki á lokamínút- um leiksins gegn Lit- háen í Kaunas í gær- dag. Heimamenn skor- uðu fimm mörk í röð og ljóst er að barátta íslands fyrir sæti í lokakeppni Evrópu- mótsins er rétt að byrja. Leikurinn var í járnum mest all- an tímann. Island leiddi oftast í fyrri hálfleik og náði um tíma fjögurra marka forskoti, 8:4, en var marki yfir, 14:15, í Ieikhléi. Heimamenn höfðu oftar undir- tökin í síðari hálfleiknum og náðu tvívegis þriggja marka for- skoti, en íslenska liðið náði þó forystunni í Ieiknum, 27:28, þeg- ar fimm mínútur voru til loka. Það reyndist svanasöngur ís- lenska liðsins, því lokakaflinn varð hálfgerð martröð. Litháar skoruðu fimm mörk í röð og inn- sígluðu sinn fyrsta sigur í riðlin- um. Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 8 Bjarki Sigurðsson 8 Björgvin Björgvinsson 5 Julian Róbert Duranona 2 Dagur Sigurðarson 1 Róbert Sighvatsson 1 Staðan er nú þessi í riðlin- um: Júgóslavía 2 1 1 0 54:48 3 ísland 3 1 1 1 85:86 3 Litháen 3 1 1 1 80:83 3 Sviss 2 0 1 2 54:56 1 Leikur Sviss og Júgóslavíu fer fram í kvöld og fjórða umferðin í riðlinum, leikir íslands við Lit- háen og Júgóslavíu við Sviss, fer fram um næstu helgi. Riðla- keppninni Iýkur síðan með viður- eignum Litháen við Sviss og ís- lands og Júgóslavíu um sætin tvö sem gefa rétt til að leika í loka- keppni EM á Ítalíu á næsta ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.