Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGVR 30. OKTÓBER 1997 - 7 Thyptr. ÞJÓÐMÁL Samfylldng hræðir sjálfstæðismenn KRISTINN H. GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR AlÞÝÐUBANDALAGSINS, OG SIQHVATUR BJORGVINSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSIMS, SKRIFA LJndanfarið hafa verið mjög á döfinni hugmyndir um samfylk- ingu á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Samfylking er sam- heiti yfir samstillingu kraftanna. IVleð samfylkingu aetla menn að beina kröftum sínum að sameig- inlegu markmiði í stað þess að beina þeim að hvor öðrum. Náist það fram er fyrirsjáanlegt að grundvallarbreyting verður í stjórnmálunum. Þegar er farið að koma í ljós að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru orðnir óró- legir og í Degi síðastliðinn laug- ardag er viðtal við Davíð Odds- son, formann Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra. Þar grípur hann til stóryrða og dæm- ir til útlegðar sameiginlegan lista A flokkanna, en það er ein út- gáfa af samfylkingarhugmynd- unum og sú sem margir aðhyll- ast. Útlegðardómur Þessi útlegðardómur formanns Sjálfstæðisflokksins sem gildir til eilífðar eru óvenjulega hörð við- brögð og ekki dæmi um sam- bærileg í marga áratugi. Sjálf- ■ Greinarhöfundar gera ýmsar athugasemdir viá ummæli Davíðs Oddssonar í viðtali við Dag um síðustu helgi. stæðisflokkurinn hafnar fyrir- fram öllu samstarfi við A flokk- ana ef þeir kjósa að starfa sam- an. Auk þess tekur Davið Odds- son að sér að gefa út sömu yfir- lýsingu fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum forystu- manna Framsóknarflokksins, skyldu þeir láta sér vel líka að formaður Sjálfstæðisflokksins hafni fyrir þeirra hönd samstarfi við A flokkana? En skilaboðin frá Davíð Odds- syni til Framsóknarflokksins eru skýr. Orðrétt eru ummælin þessi: „Eg hef enga trú á því að slíkur listi yrði talinn hæfur kost- ur í stjórnarsamstarfi, hvorld hjá Sjálfstæðisflokki eða Framsókn- arflokki. Eg held að hann muni dæma sig í eilífa útlegð og harma það svo sem ekki.“ Öllugasta stjórnmálaaflid Hvers vegna þessi hörðu við- brögð? Astæðan er einföld. Sam- fylking A flokkanna og fleiri hef- ur alla möguleika á að verða öfl- ugasta stjórnmálaaflið á íslandi og þar með yrði Sjálfstæðis- flokknum skákað til hliðar sem ráðandi flokki. Um það snýst málið, þess vegna er Davíð Oddsson skelfingu lostinn og leggur til atlögu nú þar sem framundan eru viðræður flokk- anna um mögulegan málefna- grundvöll fyrir samstarfi þeirra. Takist að skapa traustan grund- völl fyrir samstarfinu hefur verið stigið stórt skref frá ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins í íslensku samfélagi. Gróska, samtök jafnaðar- manna og félagshyggjufólks, hef- ur á undanförnum mánuðum unnið að sameiginlegum mál- efnagrundvelli og mun kynna af- raksturinn á næstu dögum. Það verður fróðlegt að heyra hverjar tillögur þeirra verða. Laugar- daginn 1. nóvember kl. 12.00 verður fundur þeirra á Isafirði og hvetjum við Vestfirðinga til þess að mæta þar og kynna sér hugmyndir Gróskumanna. Miinar foreldra um huudrað milljóiiir? HEÚGI GRIMSSON , Fræðslufulltrú1 s iÚÉ k. # Krabbameinsfélags Reykjavíkur, SKRIFAR Hvernig þætti nemendum og foreldrum að bæta árlega fjórum nýjum margmiðlunartölvum við tölvukost hvers grunnskóla á landinu? Þannig gætu fjölskyld- ur lagt sitt af mörkum til þess að bæta framtíðarhag ungu kyn- slóðarinnar. Engu þarf að fórna til að koma þessu í framkvæmd. Nemendur í 8.-10. bekk grunn- skóla verja þessum tæpu 100.000.000. kr. til kaupa á sígarettum á hverju ári. Þó svo að mikill minnihluti unglinga reyki þá er fíknin dýru verði keypt. í 8. -10. bekk reykja flest- ir daglegir reykingamenn 1/4-1/2 pakka. Samkvæmt uppskriftum og kokkabókum tóbaksframleið- enda er Iagt allt kapp á að dag- skammturinn verði að lágmarki heill pakki hjá hverjum fíkli. Tóbaksauglýsingax í kvik- iiiyiidum Lítill vafi Ieikur á að það er markmið tóbaksframleiðenda í markaðssókn sinni að hvetja óharðnaða unglinga til þess að byrja að reykja. Nú þegar tób- aksauglýsingar eru bannaðar er það hryggilegt að kvikmynda- framleiðendur og leikarar þiggi fúlgur fjár fyrir að gera reykingar aðlaðandi í kvikmyndum. Nýlegt dæmi um þetta er þáttur Juliu Roberts í myndinni My Best Fri- ends Wedding. Þar upphefur hún reykingar á ónefndri sígar- ettutegund og á í andlegum skyndikynnum við saklausan hótelstarfsmann fyrir tilstuðlan tóbaksfíknarinnar. Skilaboðin sem þessi annars huggulega leik- kona sendir æskunni eru óhugguleg. Auglýsingin sem sígarettuframleiðandinn keypti er augljós. Unglingar í brennidcpU Hlutverk tóbaksauglýsinga er samkvæmt áætlun tóbaksfram- leiðenda að gera það aðlaðandi og eftirsóknarvert fyrir ungt fólk að reykja. Aætlunin er í fimm liðum: Búið til aðstæður sem líkjast hversdagslífi unglinga, en tengið þær því að verða fullorðinn, komast til manndóms. Höfðið til þess að sígarettan sé ein af fáum Ieiðum sem nota megi til að sýna fram á að maður sé kominn í fullorðinna manna tölu. Sýnið sígarettuna sem hluta þeirra lífsnautna sem eru ólög- Iegar eða bannaðar en unglingar geta þó veitt sér. Reynið eftir bestu getu að tengja sígrettur áfengi, kynlífi og öðrum sambærilegum hlutum. Ekki nefna heilsu eða atriði tengd góðri heilsu. Eins er áberandi í tóbaksaug- Iýsingum að umhverfið er ekki reykmettað, fólkið er ungt, glæsilegt og glaðvært. Tób- aksneysla er mjög oft tengd úti- veru og útivist í auglýsingum tóbaksframleiðenda. íþróltir og tóbak Tóbaksframleiðendur ná ekki einungis til æskunnar í gegnum óbeinar auglýsingar í kvikmynd- um. Tóbaksframleiðendur styrkja íþróttaviðburði víða um heim. Það er niðurlægjandi fyrir íþróttahreyfinguna hvernig tób- ak er til dæmis tengt aksturs- íþróttum. Hér heggur sá er hlífa skyldi. Sniðgöngiun fíknicfnasala Við þurfum að snúa bökum sam- an gegn „löglegum“ fíkniefna- framleiðendum, fíkniefnainn- flytjendum og fíkniefnasölum. Þá fjármuni sem óharðnaðir ungiingar verja til kaupa á tóbaki er hægt að nýta á uppbygglegan og skynsamlegan hátt. Eg hvet því foreldra og forráðamenn til að leyfa ekki reykingar unglinga og sniðganga þær fjölmörgu verslanir og söluturna sem selja börnum undir 18 ára aldri tóbak. Veitum börnum okkar frelsi til framtíðar og tökum þátt í að skapa reyklausa kynslóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.