Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 9

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 - 9 \ iga málssókn igaöldina - en notkun kostar nú margfalt meira eftir að Póstur og sími breytti gjaldskrá, með verulegum hækkunum. '■ árangurslaust að ná tali af honum í gær. Samflokksmaður hans, Halldór Blöndal, segist vera að gera landsbyggðinni greiða. týrir ítarlega frá hér í miðopnu. - mynd: brink petta hefur áður komið fram mjög sterklega fram hjá Jóhannesi Gunnarssyni. Hér er ekki um að ræða að greiðslubyrði verði al- mennt þyngd á heimilunum. Breytingin léttir auðvitað á sum- um og þyngir öðrum en ef Jó- hannes Gunnarsson lítur á heim- ilin í heild sinni, er ekld um þyng- ingar að ræða.“ Breytt viðhorf I ljósi þessara orða ráðherrans er vert að rifja upp svar hans við fyr- irspurn á Alþingi um hvort Póstur og sími hefði einhver áform uppi um að taka upp eina gjaldskrá fyr- ir landið. Þá sagði samgönguráð- herra m.a. varðandi hugsanlega breytingu á einni gjaldskrá fyrir öll símtöl: „Jafnframt liggur það ljóst fyrir að þunginn af gjald- heimtunni mun færast til í ein- hverjum mæli. Hann mun áreið- anlega færast frá atvinnurekstrin- um yfir á einstaklingana, á heim- ilin. Það mun verða kostnaðartil- færsla frá fyrirtækjum á heimilin ef landið verður gert að einu gjaldsvæði. Ég hygg að allir séu sammála um það sem hafa sett sig inn í þessi mál.“ Brosleg rök Á hinn bóginn gefur Halldór Blöndal lítið fyrir þau rök Jóhann- esar að það sé villandi varðandi heildardæmi Pósts og síma nú að erlendi taxtinn sé tekinn með. „Þetta er broslegt. Ef Jóhannes veit eitthvað um símann þá veit hann að þróunin er hvarvetna sú í heiminum að símtöl eru að lækka. Ef það ætti að vera miklu dýrara að hringja héðan til Eng- lands en öfugt þá myndu menn ekkert hringja héðan til Englands. Við myndum missa viðskipti. Ég held einnig að Jóhannes ætti að velta því fyrir sér að íjölmargir foreldrar eiga námsmenn erlendis og eiga að geta haft samband við þá á viðunandi kjörum.“ Intemetshækkunin léttvæg Samgönguráðherra segir varðandi óánægju Internetsnotenda að hann hafi beitt sér fyrir því að lækka kostnað Internetsþjónustu til annarra landa. „Nú kostar það sama að nota Internetið hvar sem er á landinu en það var gagnrýnt af ýmsum þeim sem ráku Inter- netsþjónustu og sáu ekki fram í tímann. Mér er sagt að meðal- notkun á Internetinu sé hálftími. Ef viðkomandi notar sér þá þjón- ustu á kvöldin eða um helgar kostar það aðeins rúmar 30 kr. eftir breytinguna. Mér finnst það satt að segja ekki gefa tilefni til mikils hugaræsings." l'iimur vísar áfram Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali \dð blaðið í gær að hann hefði enn engar forsendur til að tjá sig um þessa deilu. „Ég treysti mér ekki til að meta málið á þessu stigi en þegar ákveðnar forsendur liggja fyrir mun þetta erindi Neytenda- samtakanna verða sent til Sam- keppnisstofnunar. Ég vil að öðru leyti ekki leggja mat á rökræður um viðskiptaleyndarmál eða ekki á þessu stigi," sagði Finnur. Torgo f'sjjziom 32 mb EDO vinnslu- minni 2 mbATI 3d Skjákort 15“ Skjár 3.2 GB Harður diskur 20 x Geisladrif 16 bita hljóðkort og 2 hátalarar 33,6Voice modem Windows ‘95 uppsett Windows ‘95 lyklaborð, mús og motta BC ICVAL Hafnarstræti - Akureyri - sími 461 5050

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.