Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR ÍS.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Sálgæsla eftir sj álfsvig brot úr ritgerðinnl. Fyrirfjórum árum fyr- irfór sonur hennar sér tæplega 18 áragam- all. Sorgarvinna móð- urinnarkemurútá bók fyrirjólin, ritgerð- in Sáluhjálp eftir sjálfsvíg sem hún skrifaði íguðfræði- deild ogfékk 10 fyrir. Guðrún Eggertsdóttir missti son sinn Eggert Frey 11. apríl árið 1993 og fjórum árum síðar eða 10. apríl 1997 skilaði Guðrún lokaritgerð sinni í guðfræðideild Háskóla Islands. Hún ákvað fljótt á námsferlinum að fjalla um sjálfsvíg og beina athyglinni að því hvernig mætti hjálpa að- standendum þeirra sem taka Iíf sitt. Strax um haustið 1993 ákveð- ur Guðrún að fara í guðfræði- nám. „Eg heyrði viðtal við Pétur Pétursson um að djáknanámið væri að byrja og ég heyrði það á þann hátt að ég er alveg viss um að mér var ætlað að heyra þetta. Lokaritgerðin er mín sorgar- vinna, ég var búin að viða að mér efni áður og tók mér góðan tíma í að lesa það fyrir sjálfan mig áður en ég fór að vinna úr heimildum." Þú lítur til trúarinnur í ritgerð- inni, varstu trúuð úður en sonur þinnfyrirfór sér? „Já, ég var það en ástundaði trúna ekki mikið. Gerði það að vísu sem barn og unglingur en á fullorðinsárum var ég ekki kirkjurækin. - En um leið og þetta gerðist fann ég styrkinn í trúnni.“ Guðrún Eggertsdóttir sendir frá sér bók fyrir jólin sem getur hjáipað aðstandendum þeirra sem fremja sjálfsv/g. Sonur hennar Eggert Freyr fyrirfór sér fyrir fjórum árum. myndir: þök. Fullvissan uni endurfundi Getur ritgerðin hjúlpað þeim sem alls ekki trúa? „Já, ég hugsa það vegna þess að það eru svo margar tilfinn- ingar sem ég fjalla um sem tengjast ekki því hvort þú trúir eða ekki. - En með trúnni fær maður fullvissuna um að hinum látna líður vel, er í faðmi guðs, og eins vissuna um að maður komi til með að hitta hann aftur. Þeir sem ekki hafa slíka trú þurfa oft að berjast við hugsan- irnar um að hinn látni sé ein- hversstaðar svífandi á milli þessa heims og annars, líði illa og sé Ieitandi. Og eins þegar fólk trúir ekki á endurfundi er tómið mikið, því þá er hinn látni dáinn, horfinn og það er ekkert meir.“ Lítið sem ekkert hefur verið skrifað á íslensku um líðan að- standenda þeirra einstaklinga sem ákveða að taka líf sitt. Al- gengt er að mikil einangrun fylgi slíkum atburði og oftar en ekki eru sektarkennd, reiði og skömm það sem situr eftir. „Það eru mjög margir sem ekki hafa fengið neina aðstoð, það er bara þetta í kringum und- irbúning jarðarfararinnar en síð- an ekki meir. Þörfin á umfjöllun um aðstandendur eftir sjálfsvíg er því mikil. Sjálfsvíg hefur átt sér stað en hvað gerist svo? Nauðsyulegt að þekkja (ilfiniiingarnar Eg var heppin, fékk mikinn stuðning, bæði hjá prestinum mínum, Ijölskyldu og vinum. Eg Sonur hennar fyrirfór sér „Sjálfsvíg er ofbeldi gagnvart gerandanum sjálfum og gagnvart eftir- lifendum, en það er yfir- leitt ekki framkvæmt með ofbeldi í hitga. Fólk sem fyrirfer sér gerir það vegna þess að því líður illa og sér enga aðra leið frá sársaukanum og erf- iðleikunum. Yfirleitt er ástæðan ekki sú að það langi til að særa aðra.“ »Sjálfsvíg hafa jj’lgt mannkyninu alltfrá ivpp- haft. Þau finnast í öllum gerðum samfélaga... Sums staðar þóttu þau sjálfsögð og jafnvel skylda við vissar aðstæður, en annars staðar brot gegn Guði og mönnum, dauðasynd. Gamalmenni meðal eskimóa létu sig t.d. verða úti til að létta á ættflokkum á harðinda- tímum og ekkjur hindúa urðu að deyja með eigin- manni stnum." „Sorg er sársauki, sárs- auki vegna missis. Hún snertir flesta strengi til- finninga okkar, og birtist í ýmsum myndum: sökn- uður, harmttr, einsemd, örvilnan, grátur, reiði, depurð.“ Nauðsynlegt er fyrir alla að gefa sér tírna til að syrgja, viðurkenna sorgina og þær tilfinn- ingar sem hún vekur." „Við sjálfsvígið ...er eins og heimurinn hrynji. Að- standendur eru undrandi á þvi að allt heldur þó áfram. Sólin kemur upp og sest. Fólkfer til ogfrá vinnu. Hvers vegna t ósköpunum heldur ver- öldin áfram að ganga? Það er eins og viðkom- andisé allt í einu t heimi sem er svolttið til hliðar við, en þó innan þess heims sem allir aðrir búa í. Oft vilja aðstandendur losna úr þessum heimi..." „Áfall og afneitun fylgjast að og eru eðlileg viðbrögð. Afneitun er vörn sem gerir það að verkum að viðkomandi getur haldið áfram og tekist á við hluti sem gera þarf. Smátt og smátt er stðan hægt að takast á við tilfinning- amar og missinn eftir því sem doðinn sem áfallinu jj'lgir minnkar... Afneitunin er vöm sem gerir fólki kleift að við- urkenna sorgina..."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.