Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 11
 LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 - 27 Halla Bána Gestsdóttin umsjón Með þetta í huga kemur upp í kollinn smá saga sem íslenskur fararstjóri sagði mér eitt sinn. Hann hafði verið með hóp er- lendra ferðamanna á ferð um Is- land og hafði hópurinn horðað á mörgum veitingastöðum víðsveg- ar um landið og nær undantekn- ingarlaust fengið súpu á undan aðalrétti. Þegar leið á ferðina kom að máli við fararstjórann eldri maður og sagðist vera að velta öllum þessum súpum fyrir sér. Honum þættu þær nefnilega ansi keimlíkar og þótti líklegast að stór tankbíll keyrði um landið og seldi tilbúna súpu á veitinga- staði. Ekki legg ég dóm á mat- reiðslusiði landans af þessari sögu en ég neita því ekki að gaman væri að koma á meiri fjölbreytni í súpugerð á íslandi. Eg ætla að leggja mitt til mál- anna þar og gefa hér uppskriftir af matarmiklum súpum frá ýms- um löndum, sem á margan hátt má bera saman við ekta íslenska kjötsúpu. Dönsk grænkáls- súpa 800 g söltuð svínasíða 1 gulrót 2 sellerístilkar 1 1 vatn _________50 g bygg_________ 350 g grænkál 'A blaðlaukur 150 g soðnir kartöfluteningar Svínasíðan er soðin í vatninu í u.þ.b. 30 mín. (munið að fleyta sorann ofan af soðinu) og þá er byggið, gulræturnar og selleríið sett út í vatnið. Grænkálið er forsoðið ásamt blaðlauknum í nokkrar mínútur. Það er nauð- synlegt að skola, þerra og saxa grænmetið vel, en ekki og smátt. Þegar síðan er orðin meir er hún teldn upp úr soðinu og skorin í teninga, sett aftur út í ásamt grænkálinu, blaðlauknum og soðnu kartöfluteningunum og allt soðið í 2-3 mín. og smakkað til með pipar. Súpan er borin fram strax og gott er að borða með henni ljóst rúgbrauð. Rússnesk kjötsúpa 1 laukur 100 g hvítkál 60 g sellerí rót 1 lárviðarlauf 600 g blandaður flskur (t.d. stórlúða, Iax, hörpuskelfiskur og þorskur) 1 1 fisksoð 'A I hvítvín (þurrt) 1 dl steinselja (söxuð) 5-7 franskbrauðsneiðar (skorpulausar) 200 g rækja í skel 200 g humar í skel 200 g kræklingur í skel Fiskurinn er allur skorinn í hæfilega bita og soðinn í stutta stund, ath. hver tegund fyrir sig og þetta á líka við um skeldýrin sem eru soðin í skelinni. Græn- metið er mýkt í olíunni og hvítvíninu hellt yfir, soðið í stutta stund. Þá er Iárviðarlaufi, hvítlauk og safran blandað sam- an við ásamt fisksoðinu og súp- an látin sjóða í 6-8 mín. við vægan hita. Fiskinum blandað út í ásamt skeldýrunum og súp- an smökkuð til með salti, pipar og steinselju, suðan látin koma aftur upp. Setjið brauðsneið í hverja súpuskál, vel af físki og skeldýrum ofan á og að síðustu skal ausa vel af soði yfír. Þessi súpa er full máltíð sem nauð- synlegt er að gefa sér nægan tíma til að borða. Amerísk hörpu- skelfisksúpa 50 g laukur (saxaður) 150 g tómatkjöt (skorið í teninga) 1 kg hörpuskelfískur 150 g kartöflur (skornar í teninga) 'A dl smjör 'A tsk. ferskt timijan 'A 1 fisksoð 5-6 tvíbökur 4 msk. söxuð steinselja '/ dl vermouth Laukurinn er mýktur í smjörinu, kartöflurnar, tómatkjötið, timij- an , vín og físksoð hellt yfír og allt soðið í u.þ.b. 15 mín., þá er höpuskelin sett út í og soðið áfram í 5-10 mín. Smakkið súp- una .til með salti, pipar, stein- selju og jafnið hana með vel muldum tvíbökum. Þeirri blöndu blandað saman við tómatana, smakkað til með salti og borið fram með sýrðum rjóma. Frönsk fiskisúpa 2 skalottlaukar (smátt saxaðir) A blaðlaukur (saxaður) 1 gulrót (söxuð) 1 maukaður tómatur 50 gr ferskt fennel (saxað) 2 hvítlauksrif (marin) 'A dl olía Amerísk hörpuske/fisksúpa. mynd gs. 2 stilkar sellerí 1 gulrót 'A blaðlaukur (hvíti hlutinn) 1 meðalstór rauðrófa __________(100-150 g)__________ 'A dl olía 2 maukaðir tómatar (úr dós) 1 'A tsk. tómatpasta 2 sneiðar beikon (saxaðar) 1 lárviðarlauf l'A 1 nautakjötssoð (má vera af teningi) 150 g nautagúllas 3 „chipolata" pylsur (feitar pylsur) sýrður ijómi Nautakjötið er soðið í nokkrar mínútur í soðinu og síðan sigtað frá. Þá er grænmetið skorið í strimla og mýkt í olíunni ásamt beikoninu. Soðinu hellt yfír og kjötinu, tómatmaukinu og lár- Frönsk fiskisúpa. viðarlaufinu blandað út í og allt soðið í 15 mín. við vægan hita. Rauðrófan er skorin í teninga og pylsurnar skornar í sneiðar og bætt út í súpuna og soðið í 4-5 mín. Ef notaðar eru niðurlagðar rauðrófur er gott að setja u.þ.b 1/2 dl af rauðrófusafa út í líka. Súpan er smökkuð til með salti og e.t.v. sykri. Sýrði rjóminn er borin fram með. Ensk kartöflusúpa 200 g gulrætur (rifnar) 100 g Iaukur (smátt saxaður) lOOgrófur (rifnar) 200 g kartöflur (skornar í teninga) 200-250 g nautakjötsbiti af skanka (á beini) 1 1 nautakjötsoð salt, pipar HP sósa (original) 40 g smjör Laukurinn er mýktur í smjör- inu, gulrótunum og rófunni bætt saman \dð, þá soðinu og kjötbitanum, soðið vel í 20 mín. eða þar til grænmetið er farið að maukast, þá er kartöflunum bætt út í og súpan soðin í aðrar 20 mín. Smakkið súpuna til með salti og pipar (sumir setja 2-3 maukaða tómata saman við) og berið fram í tarínu með ný- bökuðu brauði og HP sósunni. Hver og einn bragðbætir súpuna fyrir sig með henni. Köld spænsk tómatsúpa 1 kg niðursoðnir tómatar A I tómatsafi 'A dl olífuolía 'A msk saxaður hvítlaukur (pressaður) örlítið cayennepipar örlítið ferskt basil (saxað) 'A dl hvítvín (þurrt) salt 1 agúrka 1 græn paprika 1 laukur 'A 1 sýrður ijómi Tómatarnir eru maukaðir, sigtaðir og hrærðir saman við tómatsafann, olíuna og kryddið. Agúrkan er afhýdd og kjarninn fjarlægður úr henni, hún söxuð ásamt lauknum og paprikunni. Rússnesk kjötsúpa. Gaman væri að sjá meirijjöl- breytni í súpugerð á íslandi og gera smá hlé á uppbök- uðum rjómasúpum. skrifar MatarmiMar súpur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.