Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 16

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGVR 1S. NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Gunnar Sverrisson Ijósmyndari IJi'droíúS Afvitsmuna- nauðgumm Glögg kona benti mér á það á dög- unum hve al- gengt væri að persónur í leikn- um sjónvarps- auglýsingum væru hálfvitar. Eg fór að skoða málið og komst að raun um áð þetta á einkum við þegar verið er að kynna eða auglýsa hvurskyns happdrætti, lottó og aðra leiki þar sem möguleiki er á vinningi sé heppnin með. I slíkum auglýs- ingum koma yfirleitt eingöngu frarn hoppandi hálfvitar. S51usálfræði Nú er alveg Ijóst að þessar fá- vitaauglýsingar eru engin tilvilj- un, því að baki þeirra býr mikið vit á sölusálfræði og ýmsum brellum sem beita skal til að Iokka okkur sem heima sitjum til að eyða og spenna í eitthvað sem okkur vanhagar alls ekkert um. En hversvegna telja sölu- og auglýsingamenn árangursríkara að tefla fram slúbbrandi vanvit- um í umrædddum auglýsingum í stað staðlaðra meðaljóna? Hugs- anlega hefur þetta eitthvað með það að gera að þegar við heima- sitjandi horfum á hoppifíflin á skjánum, þá fyllumst við yfir- burðartilfinningu, við hefjum okkur á hærra vitsmunaplan og segjum sem svo: Fyrst þessir lúserar og lúðulakar geta unnið í lottó eða getraunum, þá hljh ég að eiga miklu meiri möguleika. Og svo hlaupum við út í sjoppu og fjárfestum. Eitthvað í þessa veru hlýtur að búa að baki þessum auglýsingum. Andlegir pervertar Og hugleiðandi um auglýsingar og annnað sjónvarpsefni. Það eru til lög sem banna kynferðis- lega áreitni. Samstarfskona mín getur kært mig fyrir að leggja hönd henni á þjó í vinnunni og ég get kært hana fyrir að grípa mér um hreðjar í fermingarveisl- um. Hvortveggja athæfið flokk- ast undir kynferðislega áreitni og varðar við lög. En hversvegna er ekki hægt að kæra andlega áreitni, vitsmuna- lega nauðgun? Flest kvöld erum við nefnilega fórnarlömb and- legra perverta sem framleiða t.d. sjónvarpsauglýsingar eða amer- ískar sápur. Skyndiskellur á rass Af hveiju setjum við h'kamann skör ofar andanum í þessum efnum? Hversvegna erum við svona viðkvæm fyrir líkamlegu þukli en látum andlegt fitl yfir okkur ganga möglunarlaust? Hví f ósköpunum hlaupum við til og kærum skyndiskell á rass á skrif- stofunni en hreyfum aldrei mót- mælum þegar okkur er hópnauðgað vitsmunalega kvöld eftir kvöld af sjónvarpinu? Því fer Ijarri að ég sé að mæla kynferðislegri áreitni bót, því auðvitað á slíkt framferði ekki að líðast og er enda um leið andleg áreitni og ekki síður. En hreinræktuð vitsmunaleg áreitni og andlegt ofbeldi, eins og það er ástundað af sumum framleiðendum sjónvarpsefnis og raunar fleirum í hugmynda- og ímyndargeirandum, er oft ekki síður illþolandi. Sjálfsnauðgarar Auðvitað getur maður slökkt á tækinu. En við erum í mörgum tilfellum orðin ónæm fyrir þess- ari áreitni, látum hana yfir okk- ur ganga án þess að æmta eða skræmta og jafnvel orðin svo heilaþvegin að nánast má Iíkja við krónískan vitsmunalegan maskókisma. Við erum farin að njóta pyndinganna, líta á þær sem eðlilegan hluta af okkar daglegu „menningarneyslu", ekki sem eitthvað sem við þurf- um að verjast og forðast til að samsamast ekki afbrigðilegheit- unum. En það er því miður alltof oft sem slíkt gerist. Og á endanum erum við orðin eins og kvalarar okkar, sjónvarps-sadistarnir. Við förum að hafa gaman af Beverlyhills-bullinu og hálfvita- hoppi auglýsinganna. Við erum orðin andlegir sjálfsnauðgarar. Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.