Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 - 35
LÍFIÐ í LANDINU
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Landogþjóð
Minnisvarði á Kili. Varði þessi stendur á miðjum
Kili og er reistur til minningar um mann sem mik-
ið starfaði að samgöngumálum og innan Ferðafé-
lags íslands. Hvað hét hann og hvaða heitir
hryggurinn sem varðinn stendur á.
Stolt siglir fleyið uifíi Þetta er togarinn Skag-
firðingur SK-4, sem gerður er út frá Sauðárkróki
af Fiskiðjunni Skagfirðingi. En hvað hét togarinn
áður og hvaða fyrirtæki gerði hann þá út?
Kunnugleg andlit. Þessi mynd var tekin fyrir al-
þingiskosningar í Suðurlandskjördæmi vorið 1995
afþeim Hrafni Jökulssyni og Eggert Haukdal. Fyrir
hvaða stjórnmálaöfl voruþeirþá í framboði?
Gægst út um glugga. Hvaða kunnnuglega and-
lit gægist hér út um glugga? mynd: gs.
Höfuðstaður í héraði. Um helgina er kosið um
sameiningu ellefu sveitarfélaga í Skagafirði og er
hér horft yfir Sauðárkrók, semyrði væntanlega
höfuðstaður hins nýja sveitarfélags. Hvaða eina
sveitarfélag í Skagafiröi stendur utan sameining-
artillögunnar? myndir: sbs.
1. Hvaða þorp í sitt hvoru kjördæminu tengir
vegurinn yfir Laxárdalsheiði saman?
2. Hvert er stærsta stöðuvatn á Norðurlandi
vestra?
3. Spurt er um konu, sem átti merka sögu að
baki sér. Hún lifði Iangdrægt alla 17. öld-
ina en var fædd á þeirri sextándu. Um
dagana kom hún víða við og gegndi m.a.
þeim störfum að vera fiskburðarstelpa,
bóndakona, ambátt, frylla, maddama og
próventukerling. Hver var hún?
4. Spurt er um þjóðþekktan mann. Hann var
fæddur í Reykjavík 1926 og starfaði mikið
að tónlistarmálum um dagana. Þá varð
hann þekktur fyrir skemmtiþætti í útvarpi
á 7. áratugnum, sem drógu þá meginpart
þjóðarinnar að viðtækjum. Hver er maður-
inn, sem lést á síðastliðnu ári?
5. Hvaða nafn gáfu Loftleiðamenn banda-
rísku DC-3 skíðaflugvélinni, sem þeir
"grófu úr fönn á Vatnajökli í kjölfar Geys-
isslyssins?
6. Hvað hét konan sem minnisvarði hefur
verið reistur um við Gullfoss og hvað
gerði hún sem varð til þess að sannarlega
var tilefni til að reisa henni minnisvarða?
7. Hvað heitir klettaeyjan úti fyrir mynni Fá-
skrúðsfjarðar, hvað hét flutningaskipið
sem þar fórst um jólaleytið fyrir um ára-
tug og hvaða listarmaður gerði þann skip-
skaða að yrkisefni í lagi og Ijóði?
8. Spurt er um tvo þjóðþekkta menn, báða
fædda og uppalda við Súgandafjörð. Ann-
ar er þekktur fyrir að hafa annast morgun-
leikfimi í útvarpi, en hinn fyrir að hafa
undanfarin ár veitt forstöðu stóru kvik-
myndahúsi í vesturborg Reykjavíkur?
9. Hver er bæjarstjóri í Reykjanesbæ og hver
er forseti bæjarstjórnar?
10. Vatnsskarð heitir hryggurinn sem skilur
að Blöndudal í Húnavatnssýslu og Skaga-
fjörð. Þegar ekið er upp úr Blöndudal og
upp á Vatnsskarð er farið um Botnastaða-
brekku. En hvað heitir leiðin sem farin
var uppá skarðið, þar til hin nýi vegur kom
til sögunnar fyrir um þremur árum?
Svör:
— Hér er spurt um Geir Zoéga vegamála-
stjóra, en varðinn um hann stendur á
Geirsöldu.
— Aður hét þessi togari Vigri RE 4 og var
gerður út af Granda hf.
— I þessum kosningum var Hrafti Jökuls-
son í 2. sæti á lista Alþýðuflokksins á
Suðurlandi og Eggert Haukdal leiddi
lista sérframboðs síns, Suðurlandslist-
ans.
— Þetta er séra Baldur Vilhelmsson, prest-
ur í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp.
— Akrahreppur er eina sveitarfélagið í
Skagafirði sem stendur utan sameining-
artillögunnar?
1. Vegurinn yfir Laxárdalsheiði er tenging
milli Búðardals og Borðeyrar.
2. Hópið í V-Húnavatnssýslu, alls 30 km2
að flatarmáli.
3. Tyrkja-Gudda, réttilega skírð Guðríður
Símonardóttir.
4. Þetta var Svavar Gests.
5. Jökull var flugvélin nefnd.
6. Sigríður Tómasdóttir hét kona þessi og
var frá Brattholti, næsta bæ við Gullfoss.
Hún barðist af kappi gegn því að fossinn
yrði seldur til útlendinga, sem þar hugð-
ust reisa virkjun.
7. Skrúður heitir eyjan, Sineta hét skipið
og sldpskaðann gerði Bubbi Mortens að
yrkisefni.
8. Þetta eru Valdimar Örnólfsson, íþrótta-
frömuður og skíðakennari í Kerlingar-
fjöllum og Friðbert Pálsson, forstjóri Há-
skólabíós.
9. Ellert Eiríksson er bæjarstjóri, en Drífa
Sigfúsdóttir er forseti bæjarstjórnar.
10. Nú er farið um Botnastaðabrekku, en
áður var farið um Bólstaðarhlíðarbrekku.
Fluguveiðar að vetri (43)
Sjóbirtingur er annálaður hörkunagli á stöng.
Sj óbirtmgar
Kynni mín af sjóbirtingum hafa verið lítil.
Einhver dulúð er yfir þessum fiski. Lítið
er vitað um ferðir hans, hann er eiginlega
utan dagskrár hjá flestum veiðimönnum.
Þeir alhörðustu fara út í apríl og byrjun
maí til að veiða hann á leið aftur til sjávar
þegar allur eðlilegur fiskur á að vera að
ganga upp; á haustin eru allir eðlilegir
veiðimenn komnir í hlýju værðarvoðar
þegar fiskinum loks þóknast að sýna sig á
leið upp árnar. Hann er dularfullur þessi
fiskur sem heldur sig mest á suð-
austurhorninu, ám og fljótum á
brunasöndum, eldhraunum og í
skjóli jökla. Eg held að hann geti
glatt fleiri og meira en nú er.
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Snjóbirtingar
Þetta voru hálfgerðir snjóbirting-
ar sem við lékum við á dögunum
þegar valinkunnir veiðimenn
kynntu mér stöðu mála. Hríð
svo hvítnaði jörð. Lemjandi R ni
ngning at han. Logn. Sol. J j j
Hlýtt og kalt. Allt á tveimur
dögum og næstum því allt í
senn; þessar veiðar eru
hetjudáðir að hausti. En
þrælskemmtilegar. Maður
verður til á ný.
Sjóbirtingur er annálaður
hörkunagli á stöng. Hann
er rígvænn í mörgum ám
þarna á horninu og mætti
mörg laxveiðiáin vera full-
sæmd af því sem þarna er
boðið uppá. A hveiju hausti
fara á kreik sögur um 14-16
og upp £ 20 pundara. Og
rúmlega það. Trúið mér.
Nýgenginn sjóbirtingur er
einhver mesti baráttufiskur
sem maður fær á stöng. Og þegar hann
gefur sig þá gefur hann sig!
I sjóbirtingi gilda nokkur lögmál sem
fæla frá. Sum manngerð, önnur af móð-
ur náttúru. Eg hef verið þess lítt fýsandi
að veiða niðurgöngufisk, og veit þó að
margur góður drengur lítur á Grenlæk og
Vatnamót að vori sem hápunkt tilverunn-
ar. Þá er fiskurinn búinn að vera vetur-
langt í ánni, og þó geldfiskur sé, er hann
eðli málsins samkvæmt heldur rýr í roð-
inu. Eða það finnst mér. Eru gild rök
fyrir því að veiða sjóbirting á Ieið til sjávar
í þessu ástandi? Svari því hver fyrir sig,
það finnst mér ekki. Ekki eftir stutt
kynni af aðstæðum eystra. Leyfið þeim
að synda í friði sem safna þrótti.
Öðru máli gegnir um haustveiðina.
Fiskurinn kemur seint, um miðjan ágúst
má búast við þeim fyrstu, og veiðitíminn
er skammur. September er í raun eini
„aðalmánuðurinn“. Samkvæmt lögum er
ekki veitt lengur en til 20. október. Þá er
nú mesti vindur löngu farinn úr flestum
veiðimönnum. Eg hef áður lýst þeirri
skoðun minni að hér á landi eigum við að
veiða eftir gangi náttúrunnar en ekki
gangverki reglugerða. Margar sjóbirt-
ingsár eru veiðanlegar fram að jólum!
Fiskurinn er áberandi duttlungafullur á
göngu sinni. Veiðileyfasalar freistast til
að selja í árnar alltof snemma. Hvílíkur
fögnuður sem hríslaðist um Eyjapeyjann
sem „fékk“ að kaupa fjóra heila
daga í Tungufljóti einhvern tfm-
ann í ágúst. Hann hefði getað
barið vindinn. Enginn nennti með
honum. Sagnir herma hins vegar
að göngur í Tungufljótið, sem og
önnur á svipuðum slóðum, geti
staðið langt fram eftir hausti.
Nýir fiskar í nóvember og jafnvel
desember. Og gamlir bændur tala
um sérstök afbrigði: janúargöng-
ur. Hvað er að því að veiða
göngufisk svo lengi sem
áhugi er á og nenna?
Endalausar sagnir eru um
birtingum hafa.
veriðlítil. Einhver f>'ri;dráít bænda].sem sff
storenglega veioi longu ettir
að stangveiðimenn eru
Iöngu farnir að hokra að
minningum sínum. Við eig-
um að gefa þeim tækifæri
sem vilja freista fegurðar og
hamingju þótt kvöldsett sé
klukkan sex.
dulúð eryfirþess-
umfiski. Lítiðer
vitað umferðir
hans, hann ereig-
inlega utan dag-
skrárhjáflestum
veiðimönnum.
Vaimýtt auðlind?
Dyntir náttúrunnar, veðra,
fiska og manna gera (ýrir-
frambókanir í veiði fram
eftir október og nóvember
frekar óaðlaðandi. Hins
vegar getur verið frábærlega skemmtilegt
að skjótast á fögrum haustdegi þarna
suðureftir. Menn ganga með öðru hugar-
fari til þessara veiða: klæddir vel og
skæddir og nestið feitt því dagurinn er
skammur og kaldur. En það eru mikil
undur að kynnast náttúrunni í þessum
ham, einhvers staðar á skilum hausts og
vetrar. Og sækja bráð sem býðst fyrir
þessa furðulegu duttlunga sem verður að
kalla áráttu sjóbirtingsins að ganga svona
seint og stopult. Furðulegustu menn
sækja veiðar suður til Eldlands eða Nýja
Sjálands, eða Alaska, eða Múrmansk.
Engum dettur í hug að útlendir millj-
ónerar vilji kynnast mikilfengleik bruna-
sanda og sjóbirtinga í grennd við eldspú-
andi jökla? Og við heimamenn eigum
þarna fína möguleika á því að augða and-
ann og efla veiðigleði í sátt við allt og alla
- svo framarlega sem veiðireglur taki
meira mið af náttúrunni en bókstafstrú.