Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 18

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 18
I 34 - LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 POPPLÍFIÐ í LANDINU i t i I i i i i i t i uð þegar á heildina er litið. Reykjavíkurnætur í túlkun Botnleðju, Að- eins eina nótt Með Margréti Kristínu Blöndal og Valgeiri Sigurðssyni (hún m.a. í Risaeðlunni, hann nú í Lhooq) Orfeus og Efridís með Dr. Gunna og Krókódílamaður- inn með Quarashi, eru allt dæmi um ólík en góð tilþrif á plöt- unni. Öllum örugglega ekki til geðs, en engu að síður fín fjöl- breyttni og leið til að glæða gamlar perlur Megasar nýju lífi. Svo sannar þessi plata vel, að hann er ekki síður góður lagasmiður en ljóðskáld. Sá siður hefur tíðkast um þónokkuð Iangt skeið í útlöndum, að setja saman svokallaðar „HeiðursplöturVTribute til að votta hinum ýmsu hetjum fyrr og nú virðingu. Þar hefur tilhög- unin oftast verið sú að tónlistarmenn af yngri kynslóðinni eru fengnir til að túlka lög viðkomandi hetja með sínum hætti. Ein- hverra hluta vegna hefur þetta alls ekki tíðkast hér á landi þó ekki vanti efniviðinn, bæði hvað varðar góða lagasmiði af eldri kynslóðinni og þá yngri til að túlka. Þegar kappar á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson o.fl. urðu fimmtugir hefði þetta til að mynda verið tilhlíðilegt (og er reyndar enn hvað þessa kappa varðar) en ekki varð af slíku þá. En loksins nú í haust kom út plata með þessum formerkjum, þar sem sjálfur meistari Megas er heiðraður. Og loksins þegar þetta er gert, þá sannast það að fyrir löngu hefði mátt reyna. Megasarlögin, eins og platan kallast, er nefnilega skrambi skemmtileg og velheppn- Quarashi Rapp og hipp hopp hefur nú loks hafið innreið sína í íslenskt tónlistarlíf í sinni fjölbreytilegustu mynd. Staðfesting þess eru sú, að nú eru komnar út tvær plötur þar sem slíka tónlist er að finna, en þó með ólíkum formerkjum. Quarashi með samnefndri sveit og Central magnetism með Subteranean. Úr vestri Piltana þijá i Quarashi þarf vart að kynna, þeir hafa síðasta árið notið vinsælda og stóru plötunnar þeirra verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Þeir sækja áhrif sin úr vestri, frá Los Angel- es og eru því býsna beinskeyttir í tónum jafnt sem textum. Um- fjöllunarefnin eru þó skiljanlega ekki þau sömu og hjá „ribb- aldaröppurunum" þeldökku ....—— í Ameríku, slíkt myndi ein- faldlega ekki passa. Þeir eru þó samt nokkuð sniðugir og rappsmíðarnar í kringum þá ^^H M’flÉk allgóðar. Mr. Caufield sýnir rHH««^| JjV t.d. að drengirnir eru þók- -r«v menntalega sinnaðir. efnið 1 bráðgóða sögu um HHti^^^H ungan skólapilt sem veit %JH ekki hvað hann vill í Iífinu 9 (sagan var lesin í útvarpinu TM fyrir ekki svo löngu af þýð- jHfJf^^^H TH andanum sjálfum, Flosa .....M Ólafssyni). Önnur fin dæmi eru Catch 22, rokkað- ur moli þar sem Heiðar úr Botn- leðju fremur gítar- gjörning, Dolphin og Lone rangers, þar sem Magga Stína úr Risaeðl- unni syngur fallega með. Veldur platan áreiðanlega ekki von- brigðum hjá hinum Qölmörgu sem laðast hafa að Quarashi. Hún er of vel unnin og vönduð til þess. Frá vestri Subterranean er einnig búin að vera á ferðinni í eitt ár, en þar endar líka samanburðurinn milli þessara sveita, því þó báðar teljist til rapps/hipp hopps er fátt líkt. Áhrif sín sækir Subterra- nean nefnilega á hinn endann, frá austurstrandarrappinu, New York t.a.m. þaðan sem Nas, Juble brothers og Fugees eru og hafa verið hvað mest áberandi. Subterranean varð til í Svíþjóð, en er nú gerð út héðan frá Islandi. Þau eru fjögur sem skipa sveitina, bræðurnir Karl og Magnús, Ragna og hinn sænskætt- aði Frew. Hefur sveitin verið að geta sér gott orð síðustu mán- uði með tónleikahaldi í skólum og víðar og þannig komið sér upp góðum hópi aðdáenda. Kom platan Central magnetism út fyrir rúmri viku og inniheldur 12 ný og frumsamin Iög. Garbage tekur upp Það urðu fjölmörgum aðdáendum nokkur vonbrigði, þegar bandaríska popprokk-sveitin Garbage með hina skoskættuðu söngkonu Shirley Manson í fylkingarbrjósti, frestaði útgáfu á sinni annarri plötu á þessu ári. Sveitin með Shirley og trommarann Butch Vig innanborðs (sem ekki hvað síst var frægur fyrir að vera upptökustjóri hjá Nirvana, Smashing pumpkins o.fl.) hugðist um tíma gefa plötuna út í ár, en vegna mikilla og erfiðra tónleikaferða, sem stóðu yfir í á annað ár, var ákveðið að bíða. Síðustu mánuði hafa þau hins vegar verið lokuð inni í hljóðveri og unnið plötuna að krafti. Þykir líklegt að hún komi út í febrúar n.k. með tilheyrandi tónleikahaldi í kjölfarið. Ekki hefur margt fregnast um inni- hald plötunnar, nema hvað, að hún mun eitthvað verða hrárri, en jafnframt „elektrónískari“, sem þýðir að dansáhrif verða einhver. lin af mun minni sölu á J_ nýju plötu kryddpíanna, Spice VVorld, koma sumum á óvart, aða- lega þeim sjálfum, skv. fréttum fyrr f vikunni. Ymsir fjármálaspekúlant- ar höfðu nefnilega spáð því strax í sumar, að æðinu í kringum stelp- urnar myndi linna fljótlega, en það tóku ekki margir mark á því. |1\ /Tel B. og allar hinar geta þó iVlhuggað sig við verðlaunin sem 'þíer hlutu á MTV hátfðinni fyrir rúmri viku. Þar völdu áhorfendur stöðvarinnar þær „hljómsveit árs- ins“ sem kom nokkuð svo á óvart. Svo er aldrei að vita nema frétta- flutningurinn nú, um að nýja plat- an hafi „aðeins“ selst í 200.000 ein- tökum í fyrstu viku í stað nærri milljón að vænst var að hálfu plötu- kaupmanna, veki samúð og að sal- an færist upp á við. T--------------- igpgjggggg^ |I\/Teðal annarra sem fengu MTV ^IVJLverðlaun að þessu sinni voru Prodigy, en þeir voru valdir besta danssveitin, Hansons sem bestu ný- liðarnir og fyrir besta lag, Janet Jackson sem söngkona ársins (á kostnað Bjarkar o.fl.) og Oasis sem besta rokksveitin. ■pearl jam, Seattlerokkararnir T margfrægu, hafa flestum að óvörum boðað útkomu nýrrar smá- skífu fyrir jólin og nýrrar plötu í fébrúar. Var ekki búist við slíku á næstunni, en útgáfa Pearl jam, Epic hefur staðfest þessar fregnir. Hafa Eddie Vedder og félagar lokið við að taka upp 20 lög fyrir plöt- Það eru margir kallaðir en öllu færri útvaldir í útgáfuflóðinu 'fyrir jólin. Nú er fasti liður þessa árstíma að komast á fullt og sem fyrr er ekki á vísann að róa. I fyrra kom það á óvart að Strumpajól varð ein vinsælasta platan, seldist í vel yfir tíu þúsund eintökum. Með þann góða áraangur að leiðarljósi eru því Strumpajól 2 á leiðinni frá útgefandanum, Spori, og kemur platan út í næstu viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.