Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 17

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 17
t^ur LAUGARDAGUR 1 S.NÚVEMBER 19 97 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Ahuginn kviknaði innan um tómatana Þráttfyrír að íslend- ingareigi ekki aðild að Evrópusambandinu hefur þeim íslending- umjjölgað sem starfa fyrír sambandið. Flest- irþeirra eru verkefna- ráðnirí ákveðinn tíma en einn hefurþó veríð ráðinn semfastur starfsmaður í Brussel. Það er líffræðingurínn Dr. Indríði Benedikts- son sem hefurstarfað hjá Framkvæmda- stjóm Evrópusam- bandsinsírúmtár. „Ég sá auglýsingu frá fram- kvæmdastjórninni árið 1994 þar sem þeir auglýstu eftir fólki til starfa. í auglýsingunni var m.a. beðið um sérhæfingu á sviði líf- tækni og það féll mjög vel að því sem ég hafði verið að vinna að í doktorsritgerð minni. Ég sótti um og komst inn á varamanna- bekkinn hjá sambandinu. Það þýðir að maður kemur til greina í laus störf en engu er lofað um vinnu. Vísindafulltrúar íslenska sendiráðsins í Brussel voru mér sfðan innan handar við að finna stöðu. Það liðu rúm tvö ár frá því að staðan var auglýst þar til ég fékk vinnu. Þeir sem til þekkja segja að þetta sé algeng- ur biðtími." íslendiugar fengu að fylgja með - Hvers vegna líffrædinám með sérhæfingu i ■plöntulíftækni? ,/Etli áhuginn hafi ekki vakn- að þegar ég ræktaði tómata og agúrkur fyrir hungraða ferða- langa í gróðrarstöðinni á Laug- arvatni á unglingsárum mínum. Faðir minn rak gróðrarstöð í 7 ár. Hann sá um fjármálin en ég var ábyrgur fyrir ræktuninni sjálfri og þar var ég með annan fótinn til tvítugs." - Hvernig stendur á þvt Is- lendingur getur orðið fastur starfsmaður Evrópusambandsins? „Ég er spurður að þessu að með- altali t\dsvar á dag,“ segir Indriði og hlær. „Það má vera að þetta hafi verið hálfgerður misskiln- ingur,“ bætir hann við. „Auglýs- ingin sem ég sá var birt í öllum löndum Evrópska efnahags- svæðisins. Islendingar fengu svona að fljóta með. Eitthvað um 2000 manns svöruðu þessari auglýsingu en mér skilst að ein- ungis hálfur annar tugur þeirra hafi fengið vinnu fram að þessu.“ Ábyrgux fyrir öllum verkefn- uni Uftæknigeirans er snerta plöntur - Nií ertu kominn til Brussel. í hverju er starf þitt fólgið? „Ég starfa hjá stjórnardeild 12 sem sér um vísinda- og tækni- mál. Ég er vísindafulltrúi á sviði plöntulíftækni. Framkvæmda- stjórnin veitir framlög til sam- starfsverkefna milli Evrópuríkja á ýmsum sviðum. A minni könnu eru sem stendur öll verk- efni innan líftæknigeirans sem hafa með plöntur að gera. Til að gefa hugmynd um stærðargráðu þessara verkefna get ég sagt að rannsóknastofurnar sem standa að þeim eru samtals um 380 talsins. Þó er engin íslensk þar á meðal enn sem komið er. Það er af því að plöntulíftæknin hefur kannski ekki fengið þau tækifæri sem vert væri á Islandi. Fiskur- inn er jú skiljanlega miklu mikil- vægari fyrir efnahaginn. En engu að síður er margt að gerast í þessum fræðum sem áhugavert væri fyrir Island eins og t. d. efl- ing kuldaþolni í plöntum eða stytting roskunartíma þeirra til samræmis við hið stutta sumar á íslandi." Fólk illa upplýst um starf- semi Evrópusambandsins Þegar rætt er um málefni Evr- ópusambandsins segist Indriði oft verða undrandi á því hve sumt fólk sem starfar í stjórn- málum og blaðamennsku sé illa upplýst: „Það er reyndar ótrúlegt hve fólk veit oft Iítið um starf- semi Evrópusambandsins. Sum- ir þekkja jafnvel ekki muninn á Evrópusambandinu (ESB), Frí- verslunarsamtökum Evrópu (EFTA), og Evrópska efnahags- svæðinu (EES). Eg held að það sé nauðsynlegt að uppfræða meira en gert hefur verið. Vandamálið er að þetta er nátt- úrulega forsíðuefni svo lengi sem það tengist ekki hneykslis- málum. Sem innlegg í þessa uppfræðslu get ég útskýrt að starfsmenn Éramkvæmdastjórn- arinnar, eins og ég, eru í raun- inni í svipuðu starfi og starfs- menn ráðuneyta. Við erum að fylgja eftir ákvörðunum þingsins og ráðherraráðsins en það síðar- nefnda er skipað ráðherrum að- ildarlandanna. Þannig erum við eins konar miðlar milli hins pólitíska valds og almennings sem málin varða.“ Sloppinn við sloppinn - Þú ert menntaður vísindamað- ur en ert nú í skrifstofustarfi. Saknarðu ekki rannsóknarstarfs- ins? „Meinar þú að vera sloppinn við sloppinn," segir Indriði og glottir. „Ollum störfum fylgja kostir og gallar. Auðvitað er ým- islegt sem ég sakna úr rann- sóknageiranum en núverandi starf tengist minni menntun mikið þannig að ég er mjög sátt- ur. Einn aðalkosturinn við starf- ið hér er að maður hefur a.m.k. á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til Ieiðar, haft áhrif á ýmsa hluti og að vinnan leiði til einhvers." - Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart? „Þetta hefur nú ekki verið svo langur tími þannig að maður er enn að læra. Það sem ef til vill hefur komið mér helst á óvart er hin ákveðna stéttaskipting á vinnustaðnum. Allt skipulag er mjög litað af slíku, þannig þurfa t.d. einföldustu skrifleg sam- skipti við fólk í öðrum stjórnar- deildum að fara skriflega í gegn- um yfirmenn beggja stjórnar- deildanna. Við Islendingar þekkjum varla svona skýra gogg- unarröð úr okkar vinnuumhverfi og sjálfur kann ég best við að umgangast yfirmenn og undir- menn á sama máta og held því bara áfram.“ Er sjálfur genginn í ESB - Nú ert þú eini fasti íslenski starfsmaður Evrápusambandsins. Það liggur því beint við að spyrja þig hvort þú teljir að Islendingar ættu að sækja um aðild að sam- bandinu? „Sjálfur er ég genginn í ESB með starfi mínu hér þannig að ég er hlynntur inngöngu ykkar hinna líka. Stærsti þröskuldur- inn eru jú sjávarútvegsmálin en persónulega held ég að þar sem þau eru svo gífurlega mikilvæg fyrir okkur Islendinga þá hefð- um við sterka stöðu til að ná góðum samningum varðandi þau. Að sjálfsögðu yrði aldrei samþykkt á Islandi að afsala fiskimiðunum, það vita allir, en við vitum ekki hver yrði niður- staðan á aðildarviðræðum nema að byrja á þeim. Ég hugsa að ef Island gerðist aðili myndu fáir sjá eftir því til lengdar. Ahrifin yrðu kannski ekki einu sinni sýnileg fyrst um sinn en með tímanum held ég þau yrðu já- kvæð. Ef ekki væri jú alltaf hægt að yfirgefa hópinn sem enginn hefur ennþá gert nema Græn- land, sem gerði það kannski fyrst og fremst til að stríða Dön- um. Ég er hins vegar mjög áhugasamur um evrópumyntina (Euró) og tel að það yrði af hinu góða ef Islendingar gengju í Evr- ópska myntbandalagið. Ég sé ekki heldur hvaða sjálfstæði felst í því að hafa gjaldmiðil sem heitir eftir dönsku höfuðfati," bætir hann við kíminn. Læt allavega grafa mig heima - En á Indriði von á þvt að koma aftur til starfa íslandi. „Ég útiloka ekkert í þeim efn- um. Mér leið vel á Islandi og það var ekki óánægja með neitt þar sem gerði það að verkum að ég hóf störf hér í Brussel. Von- andi get ég orðið íslenskum rannsóknaraðilum að liði í starfi mínu hér og þannig haldið góð- um tengslum til Islands. Þar að auki á ég dóttur á íslandi þannig að þau tengsl eru sterk. Ef ég ynni á Islandi færi ég í frí til út- landa en nú hef ég bara snúið þessu við og get þá kannski not- ið verunnar betur. Svo læt ég a.m.k. örugglega grafa mig heima,“ bætir hann við með tív- ræðnum svip. Andrés Pétursson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.