Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 - 21 Tkgpr LÍFIÐ t LANDINU Isporum göngmnaims Á næstu dögum kemur útbókin „Sporeftir göngumann. í slóð HjartaráTjöm“-er ævisaga HjartarÞórar- inssonarbónda ogfé- lagsmálamanns á Tjöm í Svarfadardal. Skjaldborg gefur bók- ina út, en böm Hjart- ar, þau Ingibjörg og Þórarinn, setja sögu fóðursíns saman. Hjörtur Þórarinsson lést frá hálfnuðu verki, en þau Ingibjörg og Þórarinn hafa engu að síður náð að raðað brotunum saman, það er frásögunum föður þeirra, og annara, meðal annars þeirra sjálfra. Úr verður svo heilleg mynd af svipmildum samferða- manni. Hér er gripið niður í bókina og í þessu broti er komið fram á vor 1995, það er ári áður en Hjörtur lést. Segir hér frá baráttu Hjartar sjálfs við að rita söguna. „Það var komið fram í apríl. Eftir aðsókn sjúkdómanna um jólin, sem gekk ofurlítið til baka kringum áramót, var heilsufarið við það sama. Batinn virtist eng- inn. Hann sat við tölvuna eftir því sem þrekið bauð upp á. Hann var ekki beint ánægður með frammistöðuna. Hann var aldrei ánægður með daga sem honum fannst sldla litlu. Réttlæting tilveruimar Hann reyndi að halda þeim dag- lega takti við störf sín sem hann hafði fylgt um nokkurra ára skeið. Það var nálægt áramótun- um 1990-91 sem hann hafði hætt að fara reglulega í íjós. Hann hafði afsökun því hann var þá að helja vinnuna við sýslusöguna. En hann sá áfram um sauðféð. Þeir feðgar höfðu þá um haustið fengið 30 lömb úr Þistilfirðinum eftir niður- skurðinn. Hann segir í bréfi til vinar síns, Guðmundar Valgeirs- sonar á Bæ í Trékyllisvík, vorið 1993: „Nú er það annað starf mitt og réttlæting tilverunnar að gangu til gegninga að morgni og sinna hjörðinni, 49 kindum alls!, og mér er það sönn ánægja. Hitt starfið, og réttlæting tilverunnar, er svo það, að ég er að reyna að setja saman sögu sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1875-1989 og er eiginlega í hálfu starfi við þetta verkefni, ráðinn af héraðsnefnd- inni hér. Það gengur hægt, en miðar þó." Að standa sína plikt I apríl 1995 var sýslusagan ekki Iengur fyrir hendi sem réttlæt- ing tilverunnar - né heldur sem sá tekjustofn sem hún hafði ver- ið í hálft fjórða ár. Kannski var það honum enn mikilvægara fyr- ir vikið að standa sína piikt með sauðféð. Þegar hann var slakast- ur kringum áramótin gat hann auðvitað ekki sinnt því heldur en tók upp þráðinn aftur strax þegar hann taldi sér fært. Þenn- an seinni part vetrar fór Sigríður með honum í fjárhúsin. Þetta voru svo sem ekki flóknar gegn- ingar við fimmtíu kindur. Krist- ján var reyndar farinn að gefa fyrstu morgungjöfina og losa heyið. Það voru heilmiklir fim- leikar fyrir hann að fara um fjár- húsin, ekki síst að klofast upp í garðann. Lítið hugsað um að- gengi fyrir fatlaða þegar byggt var. Það var furða hvernig það tókst yfirleitt, því hann gat alls ekki rétt úr bakinu og dróst áfram ansi stuttum skrefum. Hann vann öll verk samanbitn- um tönnum og grimmur á svip. Það var býsna hátt úr krónni og yfir garðabandið en hann velti sér einhvern veginn yfir. Líklega bar Sigríður megnið af heyinu, en hann stjórnaði og fjárhúsin voru ennþá á hans ábyrgð. Kimliir verða að hafa nöfn Kristján Hjartarson: „Hann vissi svo sem að það breytti ekki miklu vinnulega séð, hvort hannfæri í fjárhúsin og að ég væri miklu fljótari að vinna sömu verk. En það virtist vera Itfsspursmál fyrir hann að komast t húsin og fylgjast með fénu. Hann fór yfirleitt meðan ég var að ganga frá í fjósinu. Stundum var hann einn og þá reyndi ég að flýta mér. En hann var yfirleitt alltaf búinn með gjöfina þegar ég kom. Þá var hann stundum að bogra ofan í krónni og reyna að grt'pa kindur og þukla þær sem hann grunaði að gætu verið lamblausar. Það tókst furðu oft, mest af þvt þær voru ekki mjög styggar. Eða að hann sat á garða- bandinu og rýndi ofan t króna, og tautaði nöfn. Þá var hann að festa nöfnin t minni sér eða jafn- vel að skira þær upp. Bæði var hann orðinn gleymnari og svo hafði tekið nokkur ár að læra á þessa nýju hjörð. Það var jafn- nauðsynlegt að kindumar hefðu nöfn eins og börnin hans." Að halda taktinum Honum líkað ekki vel sú tilhugs- un að verða gagnslaus. En var þá ævisagan ekki brúkleg sem réttlæting tilverunnar? Jú, að minnsta kosti betri en ekki neitt. En verkinu miðaði allt of hægt. Hann reyndi að halda taktinum. Taktinum sem hann hann hafði haldið síðan hann gerði skriftir að aðalstarfi. Að sitja a.m.k. nokkra klukkutíma við tölvuna daglega, auk þess að fara í Ijárhúsin. En þarna á út- mánuðum var hann bæði slæm- ur í bakinu og auk þess plagaður af miklu þróttleysi. Hann átti mjög bágt með að sitja lengi við. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Þessi mynd var tekin af fjölskyldunni a Tjörn snemma á 1. áratugnum og sýnir þau Hjört og Sigríði með börnin sín sjö. Frá vinstri talið: Kristján, Arni, Þórarinn, Ingibjörg, Sigríður, Steinunn og Hjörleifur, en hann eryngstur Tjarnarsystkinanna, og er á að giska þriggja ára á þessari mynd. „Hjörturhefði skrlfað öðruvísi bók“ AÖ hluta tíl erþetta Hann dvaldist meðal annars að skrifa sögu Sýslunefndar Sigríður Hafstað og Þórarinn Hjartarson biaða i Norðurslóð, sem Hjörtur ritstýrði. Blaðið var þýð- ingarmikil heimild við ritun bókarinnar um Hjört mynd: sbs saga mannlífs í Svarf- aðardal,þar sem Hjörturátti alla tíð sterkarrætur, en í dalnum lifði hann og starfaði alla tíð. „Þessi bók er að því leyti sér- stök að við systkinin tókum í raun og veru við hálfnuðu verki þegar faðir okkar féll frá,“ segir Þórarinn Hjartarson. „Hann var að skrifa sjálfsævisögu sína og við notum að sjálfsögðu þá þætti sem hann hafði ritað. En ýmsa aðra þætti í lífi sínu hafi hann ekkert skrifað um og þar byggjum við til dæmis á dag- bókum hans, blaðagreinum, frásögnum samferðafólks og einnig höfðum við fengið hann til að segja okkur sitthvað frá ævidögum sem við tókum uppá segulband og gerum að efnivið í þessari sögu.“ Sterkar rætur í Svarfaöardal Þórarinn segir að vinna þeirra Ingibjargar við að setja þessa sögu saman hafi byrjað í apríl á þessu ári. „Við skiptum með okkur verkum. Ingibjörg tók ákveðna kafla og ég aðra. Efnið sem \ið höfðum úr að \inna var alveg yfirfljótandi, þannig að á endanum urðum við að velja og hafna,“ segir Þórarinn Hjartar- son. „Þessi bók er að hluta til saga mannlífs hér í Svarfaðardal, en hér átti pabbi alla tíð mjög sterkar rætur og hér lifði hann og starfaði. En hann fór líka víða og sá margt um sína daga. um fjögurra ára skeið við nám í landbúnaðarháskóla í Edinborg og öðlaðist nýjan hugsunarhátt og veraldarsýn með því,“ segir Þórarinn Lítiö fyrir að segja sögur af sjálfum sér „Bókin er allt öðruvísi og lík- Iega persónulegri en sú bók sem Hjörtur hefði skrifað sjálf- ur,“ segir Sigrfður Hafstað, eft- irlifandi kona hans. „Síðari árin sagði hann oft, hálft í gamni, að hitt og þetta ætlaði hann að skrifa um í ævisögunni. Hann var lítið fyrir að segja sögur af sjálfum sér og hafði þess vegna lifað margt sem til dæmis börn og afkomendur hans vissu ekk- ert um. En frá 1991 var hann Eyjaljarðar, sem var mikið verk, þannig að ævisagan varð að bíða og á meðan hrakaði heils- unni. Þess vegna varð þetta mjög stuttur tími sem hann gat unnið við hana sjálfur," segir Sigríður Hafstað. Hjörtur Eldján Þórarinsson var fæddur árið 1920, en lést 1. apríl 1996. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. En engu að síður var hann sískrifandi fram á síðustu daga og þegar nær allt þrek var þrotið sagði hann frá inn á segulbönd. Því tókst honum að koma frá sér heillegum brotum frásagna úr sínu lífi, sem Ingibjörg og Þór- arinn hafa svo raðað saman. SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.