Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 14

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 HEJLSULÍFIÐ í LANDINU Jty/ur m 11® Þorsteinn sá að með því að setjast að á Akureyri, gæti hann bæði búið í fjölskylduvænu umhverfi og bætt úr brýnni þörf fyrir húðsjúkdómalækni fyrir norðan. mynd: brink. Ættgengt og ólækn- andi, ennþá Þorsteinn Skúlason húðsjúkdómalæknir er nýkominn til íslands frá Bandaríkjunum og hefuropnað stofu í Læknaverinu á Akureyri. Þorsteinn sá að með því að setj- ast að á Akureyri, gæti hann bæði búið í fjölskylduvænu um- hverfi og bætt úr brýnni þörf fyr- ir húðsjúkdómalækni fyrir norð- an. Aðeins hefur verið einn húð- sjúkdómalæknir starfandi á Ak- ureyri, Reynir Valdimarsson. Þorsteinn mun halda fyrirlestur á ráðstefnu Samtaka psoriasis- og exemfélagsins (SPOEX) í til- efni 25 ára afmælis þess um helgina. Þar mun hann fjalla fyrst og fremst um meðferð við psoriasis, hvar læknvísindin standa í dag og reyna að skyggn- ast inn í framtíðina. Hvað er psoriasis? Psoriasis er húðsjúkdómur sem gigt getur fylgt. Þetta er lang- vinnur sjúkdómur, sem engin lækning er til við ennþá, en hins vegar meðferð, eða öllu heldur margskonar meðferðir, en engin þeirra er fullkomin. Þær virka misvel á sjúkdóminn og þeim fylgja yfirleitt einhverjar auka- verkanir. Meginreglan er sú, að KarlapiUan lofar góðu Sífellt styttist í það að getnaðar- varnarpillur fyrir karla komist í gagnið. Nú í vikunni voru birtar niðurstöður úr tilraun sem gerð var á Italíu á hópi manna sem tók tvær slíkar pillur tvisvar á dag í 16 vikur. Arangurinn var sá að fijósemi karlanna, þ.e. sæðistala þeirra, minnkaði verulega, en þó mis- jafnlega mikið eftir einstakling- aukaverkanir lyfja gegn psoriasis aukast í réttu hlutfalli við virkni lyfjanna gegn sjúkdómnum. Ekki hefur verið sýnt fram á að psori- Það erekki vitað hvað veldurpsoriasis, en um 2% Vesturlanda- húa þjástafsjúk- dómnum. asis smitist á milli einstaklinga hvorki í heitum pottum né við snertingu. „Það er engin sönnun til fyrir því að mataræði eða það að breyta rafsegulsviði hafi nein áhrif á gang sjúkdómsins," segir Þorsteinn. „Við vitum heldur ekki hvort tíðnin hefur aukist á síðustu árum með breyttum lifn- aðarháttum, en milli 1 og 3% Vesturlandabúa þjást af þessum sjúkdómi, misslæmum þó. Allt frá smáblettum á húð og upp í það að yfirborð húðarinnar er undirlagt.“ Ættgengi Vitað er að það er sterkur ætt- gengur þáttur í psoriasis. Til dæmis ef annar eineggja tvíbura er með psoriasis, þá eru um 70% um og getur þvf ekki talist nægi- lega örugg ennþá. Engar teljandi aukaverkanir komu f ljós og eftir að notkun pillunnar var hætt komst sæðistala allra karlanna í samt lag aftur á innan við þrem- ur mánuðum. I pillunum eru tvö hormóna- efni, annað þeirra dregur úr sæð- isframleiðslu og dregur reyndar úr kynhvöt karla líka, en hitt hormónaefnið er gefið með til líkur til þess að hinn fái sjúk- dóminn líka. Þetta hefur verið mikið rann- sakað og virðist fleiri en einn erfðaþáttur stýra þessu ásamt með umhverfisáhrifum. Sjúk- dómurinn er misalgengur eftir heimsálfum, ákveðnir kynþættir indjána í AndesfjöIIum hafa mjög Iága tíðni hans, svo lága að hann er nánast óþekktur og í Banda- ríkjunum er tíðnin mun lægri hjá lituðu fólki en hvítum Evrópubú- um. Psoriasis kemur yfirleitt fram á fullorðinsárunum og brýst oft skyndilega fram. Meðferð „Meðferð við psoriasis má skipta gróflega í þrjá flokka. Það er staðbundin meðferð með krem- um, Ijósameðferð og svokölluð töflumeðferð, en þá verður allur líkaminn fyrir áhrifum af Iyfja- gjöfinni. Akveðin lyf virðast geta framkallað eða ýtt undir að ein- kenni sjúkdómsins brjótist fram. Þessi lyf eru t.d. betablokkarar, sem notaðir eru við háum blóð- þrýstingi og hjartasjúkdómum, Lithium, sem notað er í geð- lækningum, sykursterar, gefnir í töfluformi og bólgueyðandi lyf eins og Magnyl og Indometacin," segir Þorsteinn. Það er því margt að varast í þessum málum sem öðrum er varða heilsu fólks og enginn vafi á því að fyrirlestur sá er Þor- steinn mun flytja um helgina, verður hinn fróðlegasti. VS. þess að vinna á móti því. Vísindamenn hafa um nokkra áratugi verið að reyna að þróa ör- ugga getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn, og hafa gert tilraunir með ýmis afbrigði af samsetn- ingu hormónaefna í því skyni. Með þessari nýju tilraun, sem gerð var við S. Orsola sjúkrahús- ið í Bologna á Italíu, þykir hafa náðst betri árangur en fyrr. (Úr The Washington Post) Bamsfæðing... engu öðru lík Barnsfæðing er stórkostlegasti og margbreytilegasti viðburður- inn í lífi kvenna og karla og jafn- ast tæplega á við neitt annað í náttúrunni. Meðgangan er lærdómsríkur og gefandi tími, þegar ógleðin og matarástin skiptast á fyrstu mánuðina svo að um mun- ar og breyting verður á geðslagi kvenna - til hins verra að mati margra feðra. Þótt ótrúlega kunni að hljóma þá tútnar maginn út og Iitla fóstrið breytist í barn. Unginn litli fer að sparka svo að jafnvel pabbi getur fundið með hendinni. Náttúran er ótrúleg og upplifunin er engu öðru lík. Við fæðingu fyrsta barns vita foreldrarnir ekkert við hverju þeir mega búast, fljótheitum eða langdreginni fæðingu, sársauka eða sælu, strák eða stelpu. Kynið er auðvitað hægt að sjá £ sónar en tækninni hefur víst ekki fleygt svo mikið fram að hægt sé að segja fyrir um það hvernig fæðingin verður. Hún er nefnilega aldrei eins. Hún getur tekið tvo tíma í fyrsta skipti og 24 í annað eða öf- ugt og eina þumalfingursreglan sem sérfræðingarnir geta gefið er: hún er oftast erfið og löng í fyrsta skipti - en ekki alltaf. Hlutverk foreldranna breytist. Úr tveimur sjálfstæðum einstak- lingum, sem eru önnum kafnir við að sinna áhugamálum sínum og atvinnu, vaxa foreldrar sem í byrjun finnst hálfankannalegt að tala um sjálfa sig sem mömmu og pabba. I stað þess að skreppa í bíó á kvöldin eða ball um helgar sitja nú tveir einstaklingar heima og bera ábyrgð á kríli í vöggu sem kannski tekur reglulegar öskur- rokur vegna magakveisu, svengdar eða blautrar bleiu. Það er munur frá því sem áður var. Það litla Iætur sko þjóna sér, pantar fangið eða faðmlag eftir behag. Breytingin er þvíh'k að verulega reynir á aðlögunarhæfni foreldranna. Fæðingin er erfið, jafnvel þótt hún sé stutt og sársaukinn lítill, sérstaklega fyrir móðurina. Hormónarnir fara á ferð og flug og líkaminn skreppur saman. Konan þarf að tileinka sér móðurhlut- verkið því að það er ekkert sem hún fæðist alsköpuð í. Svo þarf að sinna litlum einstaklingi, Iæra að skipta um bleiur og hafa barnið á brjósti. Mörgum finnst þetta eflaust hljóma létt og lag- gott - lítið mál! - og kannski ! cfur svo verið hjá tilfinningalitlum harðjöxlum fyrri tíma. En þegar maður gerir sér grein fyrir hversu gífurlegar breyting- arnar eru þá er ekkert skrítið að meðgangan, fæðingin og fyrstu mánuðirnir þar á eftir séu erfiður tími hjá mörgum konum. Það er staðreynd að nýorðnar mæður Ioka sig stundum inni, neita að taka á móti gestum, verða skapvondar við karlinn sinn, fá skrítn- ar hugmyndir í kollinn, sem þær skilja kannski ekkert í síðar, - og geta ekki almenni- lega sætt sig við barnið og nýja hlutverkið. Það er þetta sem talað er um sem fæðingar- þunglyndi. Það er þetta sem ekki má nefna. En það er bráðnauðsyn- legt að nefna þetta sínu rétta nafni, ræða það og kanna hvað er til ráða. Sem betur er þunglyndið misjafnt. Sumar fá allan skammtinn og aðrar eng- an. Mestu skiptir að gera sér grein fyrir því að eitthvað bjátar á og leita hjálpar. Þar þurfa sérstaklega pab- barnir að vera vakandi. Þama geta þeir komið sterkir inn. Guðrtín Helga Sigurðardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.