Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 15. NÚVEMBER 1997 - 23
LÍFIÐ t LANDINU
Þau eiga, þrjú heymar-
laus böm. Hanna
Kristín erþeirra elst
eða 17 ára og hún
hefurmikinn áhuga á
kvikmyndum, Lísa Rut
er 14 ára og elskar
tónlist, GunnarBjöm
er 8 ára og veit allt um
Spice Girls.
Foreldrarnir Fríða Birna og Jón Gunnar
ásamt Hönnu Kristinu og kærastanum
hennar, Guðmundi Rúnari, Lísu Rut og
Gunnari Birni. mynd: e.ól.
Þau eru heyrnarlaus þótt öll
noti þau heyrnartaeki sem hjálpa
þeim mismikið, allt eftir því hve
langt þau eru komin í þjálfun ís-
lenskunnar. „Stelpurnar hafa til-
einkað sér íslenskuna vel og
strákurinn er farinn að gera það
núna,“ segja foreldrarnir, Fríða
Birna Kristinsdóttir og Jón
Gunnar Jónsson, sem búa ásamt
börnunum þremur á Sogavegin-
um í Reykjavík.
Þrátt fyrir heyrnartækin þá
heyra þau ekki allt talað mál
eins og við. Það getur verið að
það ldippist ofan og neðan af
setningum, en þau lesa af vör-
um ef talað er skýrt og greini-
lega.
Oll bömin fæðast herymarlaus,
hvaða skýringu hafa læknar gefið
ykkur?
„Það er engin skýring gefin.
Við erum bæði með fulla heyrn
og það er ekki vitað með vissu
hvort þetta er í ættum. I raun
hefur enginn sýnt því áhuga að
rannsaka það, en fyrst um er að
ræða bæði kynin þá er þetta
talið arfgengt. - En við höfum
ekkert verið að ganga á eftir
skýringum, það er meira um vert
að vera virkur og hjálpa þeim
áfram í lífinu.“
í lagi ef maður er jákvæður
Á meðan á samtalinu stendur
tala þau Fríða Birna og Jón
Gunnar tvö tungumál, því elsta
dóttirin, Hanna Rristín, sest hjá
okkur og tekur þátt í samræðun-
um ásamt kærastanum, Guð-
mundi Rúnari. Hanna Kristín er
í M.H.
„Mér gengur ágætlega í skól-
anum,“ segir hún. Síðan túlkar
mamma: „Eg er ekki búin að
ákveða á hvaða braut ég ætla en
ákveð það í janúar."
Sá yngsti á heimilinu situr við
tölvuna frammi og Lísa Rut er
niðri í kjallara
með kettinum
Emblu, líklega
að hlusta á tón-
list. Foreldrarn-
ir nefna að það
sé verst hvað
það sé orðið
dimmt úti ann-
ars myndu þau
fara með blaða-
manni og ljós-
myndara að
sýna þeim stór-
fjölskylduna úti
í garði, kanínu-
hjónin sem nýlega eignuðust sjö
unga.
Lísa Rut og Gunnar Björn eru
í Vesturhlíðarskóla sem er sér-
skóli fyrir heyrnarskert og
heyrnarlaus börn. Skólinn er fá-
mennur, telur um 30 börn, þar
af eru níu börn 2-5 ára á leik-
skóladeild. Samfélag heyrnar-
lausra á íslandi er því lítið og
telur Jón Gunnar að í hverjum
árgangi fæðist að jafnaði 1-2
heyrnarlaus börn á ári.
Við ræðum um hvort þessi litli
fjöldi geri það að verkum að
erfitt sé fyrir heyrnarlausa og
aðstandendur þeirra að búa á Is-
landi en niðurstaðan er sú að
það fari líklega mest eftir hugar-
farinu. „Ef maður er jákvæður
er þetta í lagi en ef ekki finnst
manni allt ómögulegt," segir
Hanna Kristín.
Fáir sem
kuiiiia tákii
mál
„Það hefur orð-
ið heilmikil
þróun í mál-
efnum heyrnar-
lausra síðan við
eignuðumst
fyrsta barnið og
táknmálið hef-
ur þróast gífur-
lega síðustu tíu
ár en það er
vissulega erfitt
hvað það eru
fáir sem tala þetta tungumál. I
október síðast liðnum útskrifuð-
ust Ijórir táknmálstúlkar frá Há-
skóla Islands sem er hreint frá-
bært en það er mikil þörf fyrir
fleiri. Eins þarf að viðurkenna
táknmálið sem þeirra móður-
mál. Þeirra móðurmál er ekki ís-
lenska," segir Fríða Birna og
Hanna Kristín kinkar kolli og
bætir við: „Táknmálið er okkar
móðurmál, íslenskan er númer
tvö.“
Fríða Birna og Jón Gunnar
segja að þegar textavarpið kom
hafi verið bundnar miklar vonir
við það en að það hafi ekki alveg
staðið undir væntingum. „Á
sunnudaginn var mjög ánægju-
legt að leikrit Hlínar Agnarsdótt-
ur var textað og í framtíðinni
vonar maður að flest sjónvarps-
efni verði textað. Nú er búið að
leggja fram frumvarp um breyt-
ingar á útvarpslögum um að
fréttir verði textaðar og á það að
taka gildi 1. janúar 1999. Þetta
er mjög brýnt enda myndu ekki
bara heyrnarlausir njóta góðs af
heldur einnig allur sá fjöldi sem
er farinn að tapa heyrn.“
Alltaf áfall að eignast fatlað
barn
Þegar fæðist einstaklingur í fjöl-
skyldu sem er með sérþarfir þarf
að læra inn á það. Fyrir utan að
læra þeirra tungumál, táknmál-
ið, hafa foreldrarnir reynt að
hjálpa börnunum að fara í gegn-
um það sama og önnur börn,
ekki að loka þau af heldur leyfa
þeim að taka fullan þátt. Fríðu
Birnu er greinilega tamt að nota
táknmálið fullum fetum.
„Við byijuðum að læra tákn-
mál þegar Hanna var eins árs
eða þegar hún greindist heyrn-
arlaus. Okkur fannst hún ekkert
bregðast við hljóðum frá 6 mán-
aða aldri og upp frá því var farið
að athuga málið.“
Var áfallið ekki mikið þegar
stðan fæðast tvö önnur heyrnar-
laus böm?
„Jú, það er alltaf áfall við
hvert fatlað barn sem maður
eignast. Þegar Lísa fæddist voru
bytjaðar heyrnarmælingar á ný-
burum upp á Landspítala og á
þriðja degi kom í ljós að það var
eitthvað mikið að hjá henni. Við
áttum samt ekkert von á því að
annað barn yrði heyrnarlaust
líka.
Þegar Fríða Birna var ófrísk
að þriðja barninu voru þeim
hjónum gefnar einhveijar vonir
um að barnið yrði ekki heynar-
laust ef um annað kyn var að
ræða, þ.e. ef þau eignuðust
strák. Líkurnar voru þannig
taldar meiri á eðlilegri heyrn en
síðan kom annað í ljós.“
Spice Girls, hestar og
kvikmyiidir
Áhugamálin hennar Hönnu
Kristínar eru vídeó, bækur og
tímarit, Lísa Rut elskar að
hlusta á tónlist og nýlega keypti
hún sér hest, Gunnar Björn er
aftur á móti með Spice Girls
æði og fylgist vel með þeim
kúltúr öllum.
Er hljóðlátara hjá ykkur en
öðrum bamafjölskyldum?
„Nei, alls ekki. Þessi börn eru
bara eins og önnur börn, hafa
sínar þarfir og kröfur og láta
heyra í sér ef þau eru ekki
ánægð með eitthvað." -MAR
„ Við höfum ekkert verið
aðganga á eftir skýring-
um,það ermeira um
vert að vera virkur og
hjálpa þeim áfram í
lífinu. “