Dagur - 22.11.1997, Qupperneq 9

Dagur - 22.11.1997, Qupperneq 9
LAVGARDAGVR 22.NÓVEMBER 1997 - 25 LÍFIÐ í LANDINU Hvenær ætlar þú að ganga í Alþýðu- flokkinn aftur? „Þótt hugmyndafræði mín hafí verið róttæk og ég hafí stundum Iátið sverfa til stáls gagnvart flokksböndum þá er Al- þýðuflokkurinn minn gamli flokkur og ég hef aldrei farið alveg frá honum og hann ekki frá mér. Eg á mér þann draum í pólitíkinni að hér verði til stór jafnaðar- mannaflokkur. Ég vinn með þeim sem vilja vinna að því markmiði. Ef ég kemst að þeirri niðurstöðu að ég geri það best með því að ganga í Alþýðuflokkinn þá mun ég gera það.“ Sérðu fram á sameiginlegt framboð A- flokkanna í næstu þingkosningum? „Hlutverk jafnaðarmanna er að berjast við afdalamennsku og sérhagsmuni í ís- lenskri pólitík. Jafnaðarmenn munu hins vegar ekki ná árangri nema A-flokkarnir, ásamt Kvennalistanum og öðrum, bjóði fram saman. Samstarfs- eða kosningayfír- lýsingar þessara flokka nægja ekki. Ef ekki verður af sameiginlegu framboði hefur uppstokkunin á flokkakerfínu mis- tekist. Það væri hörmulegt því jafnaðar- menn hafa aldrei verið eins nálægt því og nú að brjóta á bak aftur áratugaveldi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Eg hitti ágætan krata um daginn sem sagði Hjörleif Guttormsson, Svavar Gests- son og Steingrím f. Sigfússon ekki vera jafnaðarmenn. Eru þeir jafnaðarmenn að þinu mati? „Það er þeirra að skilgreina sig. Ég treysti mér vel til að eiga samstarf við þá í stórum jafnaðarmannaflokki, einfaldlega vegna þess að í stórum flokki er Ijóst að skiptar skoðanir verða um einstök mál- efni. Ég mæti engum manni með fyrirfram- gefnum fordómum. Mér Iíkar yfirleitt vel við fólk. Það þýðir heldur ekkert að vera í pólitík ef menn geta ekki látið sér semja við fólk. Lykilatriðið er að bera virðingu íyrir skoðunum annarra." Sumir segja að Framsóknarflokkurinn muni styrkja stöðu sína verði af sameigin- legu framboði A-flokkanna. „Það væri Framsóknarflokknum líklega ekkert á móti skapi að sameiginlegt fram- boð félagshyggjuafla yrði að raunveru- Ieika. Þá gæti flokkurinn valið á milli þess með hvorri blokkinni hann starfaði í ríkisstjórn. Markmið þessa nýja afls er hins vegar ekki að leiða Framsóknarflokk- inn til valda, og alls ekki höfuðandstæð- inginn, Sjálfstæðisflokkinn." Þú segir Sjálfstæðisflokkinn vera höfuð- andstæðinginn, af hverju er hann það? „Sjálfstæðisflokkurinn, þetta laus- tengda hagsmunabandalag, er í reynd einungis að gæta hagsmuna hinna fáu. Það eru forstjórar stórfyrirtækjanna og hagsmunasamtaka sem ráða nú orðið öllu í Sjálfstæðisflokknum. Þangað sækir Dav- íð Oddsson vald sitt. Stefna Sjálfstæðisflokksins felst í fram- sóknarhyggju, afturhaldssemi og hug- sjónalausri valdagæslu sérhagsmuna. Það er nokkuð langt síðan Sjálfstæðisflokkur- inn hefur gætt hagsmuna launafólks og smærri atvinnurekenda. Þetta mun smátt og smátt renna upp fyrir fólki á næstu árum.“ ViJI ekki Halldór sem forsætisráð- herra Finnst þér þá líklegra að jafnaðarmenn fari með Framsóknarflokki fremur en Sjálfstæðisflokki í ríkisstjóm? „Ef sameiginlegt framboð nær góðum árangri í næstu þingkosningum er lykilat- riði að jafnaðarmenn leiði ríkisstjórnina og fái forsætisráðherrann. Ég hef frekar trú á því að samstarf muni takast með Framsóknarflokki fremur en Sjálfstæðis- flokki, en það myndi að sjálfsögðu ráðast af úrslitum kosninganna.“ En það kemur ekki til greina að Halldór Asgrímsson verði forsætisráðherra? „Ekki í mínum huga.“ En hver verður leiðtogi jafnaðarmanna og forsætisráðherraefni? „Það veit enginn." Er það Ingibjörg Sólrún? „Við verðum að fara yfir brýrnar í réttri röð. Það er ekki tímabært að ákveða hver á að leiða hópinn." Nií er einn aðalhugmyndafræðingur jafnaðarmanna að hverfa af landi brott til annarra starfa. Eg á að sjálfsögðu við Jón Baldvin, er ekki vont að missa hann á þessum tíma? „Ég er ekki sáttur við að hann fari núna. Ég hefði kosið að hafa hann lengur með okkur í því mikilvæga ferli sem nú er.“ Hvað með Jóhönnu Sigurðardóttur, framtíð hennar virðist ekki sérlega glæsi- leg? „Það á ekki að vanmeta Jóhönnu. Hún hefur sannað pólitíska hæfileika sína og mun áfram njóta stuðnings." Langar þig til að verða ráðherra? „Það væri Iélegur stjórnmálamaður sem „Það væri lélegur stjórnmálamaður sem vildi ekki verða ráðherra. Ég geri ekkert sérstaklega ráð fyrir að ná því marki, en ég er sannfærður um að ég yrði ágætur ráðherra." vildi ekki verða ráðherra. Ég geri ekkert sérstaklega ráð fyrir að ná því marki, en ég er sannfærður um að ég yrði ágætur ráðherra." Hyert yrði þittfyrsta verk sem ráðherra? „Ég myndi gera hundrað daga áætlun um það sem ég ætlaði að framkvæma og leitast við að koma þorra þeirra verka í framkvæmd á þeim tírna." Vemd æðri forsjónar Þti hefur gert ýmislegt annað en að vera í pólitík. „Já, ég starfaði í tæp fimmtán ár við út- gerð og fiskvinnslu og tók mikinn þátt í starfi atvinnulífsins. Eg fór svo í Háskól- ann sem prófessor í rekstrarhagfræði og hef skrifað nokkrar kennslubækur. Ég hef mjög gaman af að kenna. Það er mesta viðurkenning sem ég fæ ef nemendur mínir eru ánægðir." Vikjum aðeins að einkalífinu. Starfi stjómmálamanns fylgir álag og mikil fjar- vera. Reynir ekki mikið á fjölskylduna? „Ég hef ekki hitt neinn sem kemst þokkalega áleiðis og er raunverulega hamingjusamur nema eiga góðan lífs- förunaut. Maður verður að eiga einhvern að, eiga einhvern sem maður getur rætt við og átt skjól hjá. Konan mín er besti félagi minn og vinur." Ertu vinamargur maður? „Ég á ekki og ætla mér ekki að eignast marga vini en ég á marga kunningja. Ég held ég geti þó hrósað mér af því að standa með því fólki sem mér þykir vænt. um.“ Ertu einrænn að eðlisfari? „Ég er ekki frá því. Ég hef ekki sérlega mikla þörf fyrir samskipti þótt ég hafí gaman af að tala við fólk.“ Elsti sonur þinn, Einar, lenti í hremm- ingum t frumskógum Suður-Ameríku og það var mesta mildi að hann komst lífs af. Hvemig tilfinning er eiga jafnvel von á því að fá tilkynningu um að bamið manns sé dáið? „Það er ólýsanleg tilfinning. Þetta er tími sem ég vildi aldrei nokkurn tímann þurfa að lifa aftur. Ég held að það geti jafnvel verið betra að fá slæmar fréttir snögglega heldur en að þurfa að bíða milli vonar og ótta.“ Trúirðu þvt að æðri forsjón hafi vakað yfir syni þtnum? „Já ég er viss um það. Sjálfur sæki ég styrk annað en í næsta umhverfi. Ég held að okkur sé gott að horfast í augu við að það er meira í kringum okkur en einungis hin efnislega veröld. Mér finnst ósköp notalegt að hugsa til þess að fylgst sé með manni og maður njóti verndar æðri forsjónar." Mig langar til að vita hvað þú gerir t frístundum. „Ég hef gaman af að ferðast. Svo hef ég áhuga á sögu og heimsæki oftast forn- minjasöfn í ferðum mínum erlendis. Svo les ég nokkuð mikið, meðal annars ljóð og á mínar uppáhaldspersónur.“ Eins og? „Uppáhaldspersónan mín í Islendinga- sögunum er Hallgerður Höskuldsdóttir. Hún var mikil kona og sterkur persónu- leiki.“ En hún varflagð, hún drap Gunnar. „Nei, nei, hans tími var liðinn. Hall- gerður er miklu skemmtilegri og magn- aðri persóna en Gunnar. Taktu svo Guð- rúnu Ósvífursdóttur, það er heldur betur alvörukona. Þetta eru konur sem setja svip á umhverfi sitt og láta til sín taka.“ En þær hefðu aldrei rekist t stjómmála- flokki. „Þær hefðu verið eins og ég, gengið í og úr flokknum." Sérðu eftir að hafa gengið úr Alþýðu- flokknum? „Nei, ég fylgdi ætíð sannfæringu minni. Mér fannst ég alltaf vera að gera rétt. Ég hef aldrei verið annað en jafnaðarmaður og verð aldrei annað. Ég hef í rauninni aldrei slitið persónuleg tengsl við gamla flokkinn minn eða fólkið sem þar er. Ég bíð eftir því að sjá gamla drauminn minn um stóra jafnaðarmannaflokkinn rætast. Þá get ég rólegur hætt afskiptum af póli- tíkinni, því þá er tilganginum náð.“ „/málflutningi geng ég stundum harkalega gegn eigin persónulegu hagsmunum, og það er llklega mest áber- andi þegar ég tala fyrir veiðileyfagjaldi."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.