Dagur - 22.11.1997, Side 11

Dagur - 22.11.1997, Side 11
T Moðstelktlambalærimeð soðsósu, ofnsteiktu grænmeti og gratin kartöflum Moðsteikt lambalæri með soð- sósu, ofn- steiktugrænmeti og gratin kartöflum er mjög góð hugmynd að laugardagsmat og til- valiðfyrir heimilisfeð- uma að láta til sín taka í eldhúsinu. Slík dýrindis lambasteik er til- valin á laugardegi og ekki er hætta á að missa af íþróttunum í sjónvarpinu. Rétturinn er nefnilega nokkuð einfaldur en tekur þó langan tíma í eldun, og ekki er mikið uppvask á meðan á undirbúningi stendur en því meira þegar búið er að borða. Ekki er ráðlegt að elda þennan rétt með tóman maga, vegna þess að ilminn mun leggja um allt hús strax um kaffileytið og hrella þá sem svangir eru. Jafn- vel rjúfa einbeitinguna og skemma stemmninguna fyrir framan sjónvarpið. Þar af leið- andi mæli ég með þægilegum skammti af mjólkurgraut í há- deginu. Moðsteikt lambalæri (Það tekur u.þ.b. 5 klukku- stundir að elda þennan rétt, uppskriftin er fyrir fimm) 1 lambalæri, 2-2,5 kg 'A dl olífuolía 3-4 hvítlauksrif 2 gulrætur 2 stórir tómatar 1 lárviðarlauf 2 timjankvistir 1 laukur salt og pipar 10 nálar rósmarin 2 kvistir estragon 1,5 I kalt vatn 100 g lint smjör 2 msk. sítrónusafi 'á tsk. hunang Hreinsið nárafituna af Iamba- lærinu, skerið Iykilbeinið úr og hækilinn af. Komið lærinu fyrir á grind með ofnskúffu fyrir neð- an og setjið neðarlega í 80°C heitan ofninn, bakið í eina og hálfa ldukkustund. Skerið lauk, gulrætur og hvítlauk gróft niður og brúnið létt í olíunni um leið og hækilinn og lykilbeinið, færið yfir í eldfast mót ásamt tómöt- unum, Iárviðarlaufi og timjan. Setjið í ofninn með lærinu í 30 mínútur takið þá út og setjið í pott, hellið vatninu yfir og látið suðuna koma hægt upp. Þegar soðið fer að sjóða er gott að fleyta af alla fitu og sora sem flýtur upp á yfirborðið, lækkið hitann undir soðinu og látið sjóða í klukkustund við vægan hita. Sigtið soðið í gegnum fínt sigti, þvoið pottinn, setjið soðið aftur í hann og sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. Blandið helm- ingi af smátt söxuðu rósmarin, timjan og estragoni út í og látið standa í smá stund. Þegar lær- ið hefur verið í ofninum í eina og hálfa ldukkustund er það tek- ið út og látið standa í ca. 5 mín- útur áður en það er kryddað með salti og pipar. Gott er að nudda kryddinu vel inn í vöðv- ann. Setjið lærið aftur í ofnin í 45 mínútur, eftir þetta skal hella soðinu yfir kjötið á 10 mínútna millibili í 50 mín, þá ætti allt soðið að vera komið í ofnskúff- una. Hækkið hitann á ofninum í 175°C og bakið lærið í 15 mín- útur áður en það er tekið út, sett í eldfastmót með loki eða álfilma breidd ofaná, látið lærið standa í 20 mín áður en það er borið fram. Ath. að þessir tímar og hitastig miðast við að lærið hafi verið þýtt í kæliskáp í fimm sólahringa, eftir úrbeiningu og þegar lærið fór fyrst í ofninn var hitinn inn við bein u.þ.b 8°C). Takið ofnskúffuna með soðinu úr ofninum, skafið vel með skeið allar skófir úr botni skúff- unnar. Sigtið soðið í gegnum dúk og fleytið fitu ofan af áður en það er hitað upp að suðu. Þeytið smjörið, sítrónusafann, hunangið og afganginn af krydd- jurtunum saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Smjörblöndunni er síðan hrært út í soðið við væga suðu og smakkað til með salti og pipar áður en rétturinn er borin fram. Gratin kartöflur 500 g afhýddar kartöflur 100 g bráðið smjör 1 stór, smátt saxaður laukur salt og pipar 50-60 g rifinn parmesanostur Kartöflurnar eru skornar í þunnar skífur og raðað í eldfast mót, hvert lag af kartöflum er penslað með smjöri, kryddað með salti og pipar og lauk stráð yfir, þetta er gert koll af kolli þar til að formið er fullt þá er form- ið sett í ofninn með kjötinu (80°C) í eina klukkustund. Strá- ið ostinum yfir og setjið aftur í ofnin í 15 mín. við 175°C. Þeg- ar kjötið er tekið úr ofninum er gott að stinga í kartöflurnar og ef þær eru ekki meyrar skal hafa þær áfram í ofninum á meðan íambalærið stendur. Kartöflu- rétturinn á að vera fallega brún- aður að ofan. Ofnbakaö grænmeti 1 kúrbítur 1 eggaldin 1 rauð paprika 1 gul paprika 10-15 ferskir perlulaukar 5-10 stk. smámais 3 msk. smjör svartur pipar 5 msk. sætt hvítvín (má sleppa) salt Kúrbítur, eggaldin, paprika og smámais er skolað og skorið í grófa teninga, perlulaukurinn er flysjaður og blandað vel saman við hitt grænmetið sem síðan er sett í eldfast mót með loki sem passar vel. Hellið hvítvíninu yfir ásamt smjörinu og kryddið með nýmuldum svörtum pipar áður en forminu er lokað vel og sett í ofninn ásamt kjötinu og kartöfl- unum (80°C) í 30 mínútur, gott er að hræra reglulega í græn- metinu. Hafíð grænmetið í ofn- inum síðustu fimmtán mínút- urnar á 175°C, en það er tekið út um leið og kjötið, saltið vel yfír, hrærið í og látið standa þar til maturinn er borinn fram. It'1 • iii'.) i mj-! r i:i > / írtninnsmhr iubii.1 -•*.* *•* 4 -4 H3ÍW1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.