Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 17

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 17
-----------1 ii LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997- 33 Örlagavaldar síð- ustu þúsund ára í aukaútgáfu bandaríska tímaritsins Life er aðfinna lista yfir eitt hundr- að merkustu einstaklinga síðustu þúsund ára; menn sem með verkum sín- um breyttugangi sögunnar. Tímarítið birti listann í tvennu lagi. Annars vegarlista með hundrað nöfnum,þar sem mönnum varraðað eftirmikil- vægi, og hins vegarlista þarsem afreksmenn voru settiríflokka eftir staifsstéttum. Dagurbirtirhérhluta afniðurstöðunum. 1. Thomas Edison, 2. Kristófer Kólumbus, 3. Marteinn Lúther, 4 Galileo Galilei, 5. Leonardo da Vinci, 6. Isaac Newton, 7. Ferdinand Magellan, 8, Louis Pasteur, 9. Charles Darwin, 10. Thomas Jefferson. Vísmdamennimrr Kömrnðimir TTppfiniiiiigaineiiiiimir Louis Pasteur. Franskur efna- og ör- verufræðingur. Einn þarfasti vísindamaður allra tíma. LJpp- götvaði fjölmarga sjúkdóms- valdandi gerla og framleiddi bóluefni, meðal annars gegn hundaæði. Gerilsneyðing er ár- angur af rannsóknum hans. Galileo Galilei. ítalskur eðlisfræðingur, stjörnufræð- ingur og heimspekingur. Vé- fengdi 1500 ára hugmyndir manna um skipan alheims- ins og sagði sólina vera mið- depil alheimsins. Kannaði fyrstur manna stjörnuhim- ininn í sjónauka, uppgötv- aði lögmál sem gilda um fall hluta og var upphafsmaður tilraunaeðlisfræði. Lenti í andstöðu við páfastól og varð að afneita hugmyndum sínum árið 1633. Isaac Newton. Hann setti fram þrjú undirstöðulög- mál aflfræðinnar, þar á meðal þyngdarlögmálið. Rannsakaði hreyfingu reikistjarnanna og smíðaði fyrsta spegilsjónaukann. Kristófer Kólumbus. Hann fór fjórar ferðir til Ameríku en lést án þess að hafa gert sér grein fyrir að hann hafði fundið nýja heimsálfu. Ferdinand Magellan. Portú- galskur landkönnuður sem á heiðurinn af því að hafa farið í fyrstu siglingu umhverfis jörðina og lauk þar með upp heimsbyggðinni. Zheng He. Kínverskur herfor- ingi. I upphafi 15. aldar fór hann hveija sjóferðina á fætur annarri með tugi skipa og þús- undum manna til Afríku og Indlands í þeim tilgangi að styrkja samskipti Kína við Iöndin og auka áhrif þeirra þar. Glæsilegri sjóferðir hafa aldrei síðar verið farnar. Thomas Edison. Á langri ævi fékk hann einkaleyfi á um 1300 uppfinningum. Meðal ótal uppfinninga hans eru Ijósaperan, hljóðneminn og hljóðritinn. Hann kom upp fyrstu rafveitu í heimi, átti mikinn þátt í þróun hreyfi- mynda og bætti síma. Upp- finningar hans lögðu grunninn að velferðarríki 20. aldar. Life telur Edison þarfasta einstakling síðustu þúsund ára. Henry Ford. Hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 1903 og sérhæfði sig í að framleiða ódýra bíla. Fyrir hans til- stuðlan urðu bílar almenn- ingseign. Hann hækkaði laun starfsmanna sinna og kom á átta stunda vinnudegi. Richard Arkwright. Höf- undur nútíma verksmiðju- framleiðslu. Árið 1769 fann hann upp vatnsknúið spuna- hjól. I framleiðsluferlinu kom fjöldi manna við sögu sem all- ir unnu í sömu byggingu. í framl.aldinu risu verksmiðjur. Leiðtogamir Listameiuiimir Napoleon Bonaparte. Einn af snjöllustu herstjórnendum sögunnar. Hann rændi völd- um í Frakklandi 1799 og krýndi sig keisara 1804. Hann virtist vel á veg með að leggja undir sig heiminn en innrás hans í Rússland var byijunin á falli hans. Adolf Hitler. Hataðasd maður mannkynssögunnar. Þessi blóðþyrsti einræðis- herra og hatursmaður gyð- inga og kommúnista ætlaði sér heimsyfirráð. Hann ber ábyrgð í seinni heimsstyrj- öldinni sem kostaði tug- milljónir manna lífið. Mahatma Gandhi. Leiðtogi Indverja í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Barátta hans fólst í of- beldislausum andófsaðgerðum og sköpuðu honum virðingu allra siðaðra manna. Mannrétt- indasamtök víða um heim beita nú sömu aðferðum. Leonardo da Vinci. Fjöl- hæfasti snillingur allra tíma. Listmálari, myndhöggvari, arkitekt, verkfræðingur, vís- indamaður, tónlistarmaður og fræðimaður. Höfundur Síðustu kvöldmáltíðarinnar og Monu Lisu. Ludwig van Beethoven. Mesta tónskáld allra tíma. Þunglyndur og drykkfelldur snillingur sem samdi mörg áhrifaríkustu tónverk sem samin hafa verið. Bestu verk sín samdi hann heyrnarlaus. Hugmyndafrædingamir Marteinn Lúther. Siðbót hans gjörbreytti hugmynda- fræði og trúarhugmyndum hins vestræna heims. Thomas Jefferson. Höfund- ur Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji for- seti þeirra. Lýðræðissinni sem markaði djúp spor í samtíð sína. Karl Marx. Upphafsmaöur sögulegrar efnishyggju og annar höfundur Kommún- istaávarpsins. Kenningar hans höfðu gífurleg áhrif og urðu aflvaki byltinga sem færðu mannkyninu ekki þá gæfu ’ sem þeim var ætlað. -ð?*a ..mtui)it)wliih y.it -ogpd uruuigG .lortl gfnrtttí ttgÁ'1'' .JhtUfc'tHwiœibflíúlifoiaijÞti táiluiT Œuar jtðúr umr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.