Dagur - 22.11.1997, Page 19
LAUGARDAGUR 22. NÚVEMBER 1997 - 35
LÍFIÐ í LANDINU
k.
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Landogþjóð
Hellukofínn. Hvar á landinu er þessi sérstaki
hellukofi, sem stendur þar sem þjóöbraut lá fyrr-
um þvert milli landshluta?
Fjall jötunsins. Að því er segir I Áföngum eftir
Jón Helgason stendur jötunninn jafnan í hendi við
það hömrum girta fjall, sem sést hér á myndinni.
Hverterþað? mynd: v.br.
Við fjallavötnin fagurblá. Á þessari mynd sést
til jökuls sem tilheyrir Borgarfjarðarsýslu. 77/ hans
er víðsýnt - og i einu ijóða sinna segir Jónas Hall-
grímsson að þessi ískaldi jökull viti allt sem taiað
sé efst á Arnarvatnshæðum. Hver er jökultinn.
Við skilvinduna. Hér sést Helga Árnadóttir hús-
móðir í Flatatungu í Skagafirði skiija i sundur
mjólk I skiivindu sinni, sem er með gamla laginu.
En spurt er, hvaða tvær afurðir verða til úr mjólk-
inni þegar hún hefur farið i gegnum skiivinduna.
Höfuðstaður í fjórðungi. Hér sjáum við einn
kaupstaða landsins í flugsýn, þ.e. hiuta hans.
Þetta er höfuðstaður i fjórðungi og neðst á mynd-
inni sjást fiskvinnsluhús sem hafa verið umdeild í
bæjarmálapólítík staðarins að undanförnu.
mynd: sbs.
1. /Þeir Lýður Friðjónsson, forstjóri Coka-
Cola í Noregi, Svavar Gestsson, alþing-
ismaður, Friðrik Sturluson, tónlistar-
maður, og Þorgeir Astvaldsson, útvarps-
maður, eiga allir ættir sínar að rekja í
sömu sýsluna, sem er á vestanverðu
landinu. Hver er hún?
2. Stefán Jónsson fréttamaður varð þekkt-
ur fyrir eftirminnileg útvarpsviðtöl sem
hann átti við bónda, sem var bróðir eins
þekktasta ritöfundar þjóðarinnar. Viðtöl-
in þóttu bera vott um einstaka frásagn-
argáfu. Þau komu út í bókinni „Hana
nú - bókin sem aldrei var skrifuð." Hver
var maðurinn?
3. Hvað heitir Ijallið sem skilur að Norð-
fjörð og Mjóafjörð?
4. í landi eyðibýlis, efst í Landsveit í
Rangárþingi, er skógarsvæði í umsjá
Skógræktar ríkisins. Svæðið var friðað
1941 og innan skógræktargirðingar eru
um 1.100 ha. Hvað heitir þetta svæði?
5. Emil Thorarensen var framarlega í
flokki þeirra Eskfirðinga sem börðust
gegn sameiningu Reyðarfjarðar, Eski-
fjarðar og Norðfjarðar um sl. helgi.
Hver er móðir Emils.
6. Kaldbakskleif er hár og þverhníptur
fjallsmúli á Ströndum. Undir henni er
Kalbakskleif, sem löngum þótti illfær,
allt þar til hún var vígð og blessuð af
einum Skálholtsbiskupa. Hver var
hann?
. «
7. Hvað heitir skólinn sem stendur norðar-
Iega í Aðaldal og þjónar sveitum þar í
kring og hvað heitir félagsheimilið sem
er þar skammt frá?
8. Hvaða sérstaka nafn ber hús í Varma-
hlíð í Skagafirði, sem er í eigu Ragnars
Arnalds alþingsimanns?
9. Heysnes, Kjaranstaðir, Miðhús, Rráð-
ræði, Skálatangi, Gerði og Vellir. Hvar á
Vesturlandi eru þessir bæir?
10. Ilvað heitir verkamennta- og fram-
haldsskólinn, sem nýlega tók til starfa í
Grafarvogshverfi í Reykjavík - meðal
annars með tilstyrk frá samtökum iðnfé-
laganna.
Svör:
•i[9^ss4[oijjBSiog ot
•i[jEljGj>[y Jipun ueuuns ‘iddDjg
-souBj5jy-uuui t njD Jiæq JissDíj Ji[[y ‘6
•BjncjBUBW -8
•JI[Bp^ JD gigUIIDq
-sSbjdj 8o i[9>[sjBf>]æ[BJ[B[ j jd uui|9>[8 ■ /
•1998 Jnpunuigng -9
!ejypis3
B IJBJUenOi} ‘UDSUDJBJOqj BUlSog •£
•SDUBJJBjq y
•BdlUJBJJJBfflJJOfyJ '£
•s8jDqj9<j bjbjsidiu J[99Jq
‘j^DASjn^ng t B[Bjj e uosjegjqcj jqijupjg •£
■B[sXsB[B(J['t
•jngjofjBst
jd njmpuÁui b jsds ujds uuunpejsdneg -
•BUUDJUBpUn 80 [uipfj ubuio
-qjn jngjDA jnpuns ujjpjs jd >j[9fui jb8d<j —
•[[nqofsqjj
-jg jd [uujpuXui b jp jsds iuds uu![n>jof —
•jndnuSeui
-9q jd juujpuXui b jsds joq uids jjb(j ijb<j -
'SpUBJ
-UBUuns !9!Dqs![[Du 9 jd uugoqnjjDU —
Fluguveiðai að vetri (45)
KK, flugnagúrú, bjargaði Selártúrnum.
Veiðitúrar hafa sérstaka, blæbrigðaríka
helgi yfir sér: fyrir, þegar tilhlökkun nær
að grafa um sig langan tíma í sálarlífinu;
á meðan, þegar allt er á fullu og maður
nýtur þess í botn að vera til; svo á eftir,
þegar sögurnar fara af stað og breytast
síðan í ævarandi minningar. Það
er mikil blessun að vera veiði-
maður. Maður skilur eiginlega
ekki hvernig aðrir fara að.
Eg var minntur á góðan veiðitúr
í vikunni þar sem ég sat í heita
pottinum og lét nudda á mér axl-
imar, náunginn sem sat á móti
mér var í Selárholli sem ég
lenti í fyrir tveimur árum, og
hann reyndist einn af þessum
mönnum sem muna allt: „Þú
fékkst þijá á einum seinni parti, var það
ekki á Sundlauginni?" Mikið rétt. Þetta
var í eina skiptið sem ég hef komist nálægt
því að brillera í hópi frækinna veiðimanna.
Þrír laxar á einum eftirmiðdegi er það
mesta sem ég hafði fengið á einni vakt
fyrr og síðar, þætti lítið í slagtogi stórher-
toga, en það var satt að segja afskaplega
lítið að gerast í ánni. Þess vegna var þetta
svo minnisstætt. Ekki fyrir laxana þijá,
endilega, heldur vegna þess hvernig ég
náði í þá. Sú saga byijaði á bensínstöð í
Borgarnesi, en teygir sig mun lengra aft-
ur, allt til kynna af KK.
Gjöfular stimdir
KK er einn af þessum endemis frábæru
veiðifélögum sem hinn mikli eilífi andi
hefur sent á bakka ánna. Við höfum
reyndar aldrei veitt saman á stöng. En
verið saman að veiðum. Byrjum oft ver-
tíðina við Laxá í Mývatnssveit, höfum
lent saman hér og þar og jafnvel í sviða-
messum að vetri og alltaf þetta þægilega
Ijúfa viðmót og gjöfula á allt sem kallast
veiði. Heilræði, frásagnir, flugur. KK rak
Litlu fluguna Iengi vel og þótti þá magn-
aðasta fluguhnýtingabúð um víða vegu.
Frábært að setjast í kjallarakytrunni og
spyrja og leita ráða. Maður fór aldrei
minna en 3000 krónum fátækari af þeim
fundum, en milljón heilræðum ríkari í
andanum. Og aldrei kom maður að tóm-
um kofanum. Nú er Árni Bald. búinn að
kaupa þá Litlu en KK kominn í öldunga-
ráð fluguveiðimanna og gúrúa.
Selá veiddi ég fyrst í hópi með KK og
naut hans frábæru viðveru. Nú var ég
staddur á bensínstöð í Borgarnesi tveim-
ur árum síðar, öðru sinni á leið í Selá.
Klukkan var 23.30, ég rétt náði inn frá
Akranesi til að Iáta fylla. Hópurinn hafði
byrjað síðdegis sama dag, ég ætlaði að
vera kominn við hlið veiðifélagans Arnars
Svavarssonar kl. 7 austur i Vopnafirði
næsta morgun. Þetta yrði langur
næturakstur. Meðan bensínkallinn lét
dæluna ganga skoðaði ég f flugnaboxin.
Þau voru nýkomin úr veiðiferð konu
minnar og systur í Stóru Laxá, og til að
gera engan sáran ætla ég að láta nægja að
segja að mér leist hvorki á Ijölda Frances
flugna né ástand þeirra í boxinu eftir þá
för. I Borgarnesi kl. 23.30 og rúmlega
það.
yitrast spjald
Ég var nett óánægður með stöðu mála
þar sem ég krotaði á kortanótuna og
þakkaði viðskiptin, rétti hægt úr mér og
horfði út í húmið, framundan eitthvað
sem mér Ieist vera 7-8 tíma akstur og
flugnaboxið ekki eins og ég vildi hafa það.
Og þá birtist KK. Beint fyrir aftan haus-
inn á bensínkallinum. Spjald merkt Litlu
flugunni. Röð af svörtum Frances í ótal
afbrigðum undir plasti á pappaspjaldi. Eg
var léttur í lund þar sem ég renndi undir
dúndrandi slætti REM á spólunni út úr
Borgarnesi, inn í nóttina og rakleiðis til
Vopnafjarðar. Var kominn á bakkann með
Erni kl. 7.
Engin veiði
Þann dag sáum við hvorki haus né
sporð. Snillingar miklir í hópnum
og voru fisklausir að mestu líka.
Næsta morgun var frábært veður,
mikil gleði, engin veiði. Aðeins far-
ið að draga af oss og Orn, sem er
þjóðkunnur sælkeri og heilsu-
frömuður, sagði að nú væri risa-
stór gin og tónik í hádegismat. Og
blundur í sólinni undir fiski-
flugnasveim. Og allt gekk
heilsuplanið eftir og við endur-
nærðir komnir klukkan Qögur út að
Sundlaugarbreiðu. Þar sem ég reif upp
spjaldið.
Þetta var sem sagt dagurinn sem ég
veiddi lang mest allra í Selá. Þijá fiska í
röð á svarta Frances frá KK, ferska af
spjaldinu; silfurlitur þríkrókur og létt-
klæddur búkur var það sem fiskarnir
vildu. Þið hefðuð átt að sjá kvöldsólina
glampa á þá nýrunna þar sem þeir lágu í
brekkunni. Orn vildi ekki þiggja hjá mér
flugu og aðrir veiddu álíka lítið sem ekk-
ert þann daginn.
Þetta hefði orðið alónýtur veiðitúr fyrir
mér því næsta morgun átti ég skyldum að
gegna með flugi frá Húsavík ldukkan ell-
efu að morgni, ég sá að með góðum vilja
næði ég klukkstund á Fossbreiðunni. Om
var með sína flugu. Eg veiddi strax einn.
Þá var dauft yfir allri ánni og minn tími
búinn. En með þessar flugur færi ég ekki
frá Erni. Og mótstaðan var sárah'til sem
engin þegar ég tók þá svörtu silfurskott-
una og hengdi í hann, þakkaði fyrir hans
frábæru nærveru, bað að heilsa hinum,
hverf upp í bíl og Iiðaðist upp í rykmekki
með Ijóra laxa í skottinu á leið til Húsa-
víkur.
Eftir stóð Orn. Sagan kom þegar ég
hringdi af flugvellinum til að vita hvernig
morgunninn hafði gengið eftir brottför
mína. Hann stóð þarna einn við fossbrot-
ið og var að spá í mál þegar þungur dynk-
ur heyrðist fyrir aftan hann. Örn leit
nógu snöggt upp til að sjá hvar spegillinn
undir fosshamrinum hafði brotnað undan
stökkvandi laxi. Og nú dugði ekkert nema
eitt. Sú svarta fór undir. Og lenti ná-
kvæmlega þar sem vatnsflöturinn hafði
sundrast. Þaðan lá leið hennar aðeins
undir yfirborðið. En þá komst hún ekki
dýpra ofaní Selá því hún lenti í kjaftinum
á Iaxi. Þá átti flugan fyrir höndum langt
ferðalag. Laxinn þaut með eldingarhraða
niður hylinn, dembdi sér niður brotið og
þaut fram alla hávaðana alla leið niður á
breiðu. Nú vildi svo heppilega til að
frómur bóndi í sveitinni átti leið hjá og sá
Örn „hlaupa hraðar en nokkur maður
hefur hlaupið þessa leið“, samkvæmt
veiðifélaganum sem ég sat með í heita
pottinum um daginn, en hann var
einmitt í hollinu og heyrði nákvæma frá-
sögn af gangi mála meðan hún var fersk.
Og hvað varð um fluguna? Hún kom upp
á bakkann eftir mikla baráttu við laxinn, í
kjaftinum á honum. Laxinn var íjórtán
pund. Nýgenginn. Þökk sé KK.