Dagur - 25.11.1997, Síða 1

Dagur - 25.11.1997, Síða 1
Ágúst ætlar að ganga aftur í AlþýðiifLokkSm Þjóðvaka hefur verið breytt iír stjómmála- flokki í stjómmálafé- lag, samkvæmt sam- þykktum sem gerðar vom á aðalfimdi hans í gærkvöld. Einn þingmaður flokksins tilkynnti á fundinum að hann ætlaði að ganga aftur í Alþýðu- flokkinn, en óvist er hvað formaður Þjóð- váka gerir. Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, tilkynnti á aðal- fundi flokksins í gærkvöld að hann hygðist ganga í Alþýðu- flolddnn. Á fundinum í gærkvöld var samþykkt að Þjóðvaki myndi ekki bjóða fram í næstu al- þingiskosningum. Með þeirri ákvörðun hefur Þjóðvaki breyst úr stjórnmálaflokki í stjórnmálafélag. Ágúst þarf því ekki að segja sig úr Þjóð- vaka til að geta gengið í Al- þýðuflokkinn. „Markmið mitt í stjórnmál- um er að stuðla að sameigin- legu framboði stjórnarand- stöðunnar í næstu alþingis- kosningum. Eg tel að ég geti unnið því máli mest gagn með starfi innan Alþýðu- „Innganga mín í Alþýduflokkinn er eðlilegt og rökrétt framhald, “ segir Ágúst Einarsson þingmaður. flokksins, sem hefur tekið af- dráttarlausa afstöðu í sam- einingarmálunum," sagði Ágúst í samtali við Dag. I síðustu alþingiskosning- um fékk Þjóðvaki fjóra menn kjörna: Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Svanfríði jónasdóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur og Ágúst. Þau hafa undanfarið starfað með þing- mönnum Alþýðuflokksins í þingflokki jafnaðarmanna. Ekki liggur enn fyrir hvort Jó- hanna, Svanfríður og Ásta Ragnheiður muni ganga í aðra stjórnmálaflokka eftir niðurstöðu aðalfundarins í gærkvöld. „Samband mitt og Alþýðu- flokksins hefur staðið lengi, 25 ár, og gengið á ýmsu. Ég fór með Vilmundi Gylfasyni í Bandalag jafnaðarmanna sem var uppreisn gegn flokkakerfinu og ég tók aflur þátt í atlögu að því með Þjóðvaka. Nú hillir und- ir breytingar og ég tel rétt að fylgja sannfæringu minni og styðja það afl sem lengst vill ganga í því að sameina félags- hyggjumenn í einn flokk. Inn- ganga mín í Alþýðuflokkinn er eðlilegt og rökrétt framhald á því ferli sem verið hefur í gangi und- anfarnar vikur. Skilin eru að skerpast eins og sést á niðurstöð- um landsfunda Alþýðubandalags og Kvennalista. Það er brýnt að menn geri upp hug sinn og ég tek afstöðu með þeim sem ein- dregið styðja sameiginlegt fram- boð,“ sagði Ágúst í gærkvöld. Hvíilurinii Kjálharýr á Húsavík Búrhvalurinn sem strandaði í Steingrímsfirði á dögunum var dregin af strandstað af hvala- skoðunarskipinu Moby Dick (Moby heitinn var reyndar einn- ig búrhvalur) sem síðan sigldi með hvalinn á síðunni til Húsa- víkur og kom þangað í gærmorg- un. Hvalasafnið á Húsavík keypti skepnuna fyrir 100 þús- und krónur og er meiningin að hreinsa allt kjöt og spik af dýr- inu og setja síðan beinagrindina upp á Hvalasafninu. Um kl. 17 í gær var hvalurinn dreginn á land í suðurfjöru og þurfti veghefil og gröfu til að bifa þessu ferlíld, sem er um 12- 15 metrar á lengd og vegur að sögn kunnugra um 30 tonn. Von var á sérfræðingum frá Haf- rannsóknastofnun til Húsavíkur í gærkvöld og munu þeir taka sýni úr hvalnum og rannsaka sérstaklega hvernig þessi skepna hefur getað lifað f mörg ár án þess að hafa fullvaxinn neðri kjálka, eða hugsanlega misst hann í átökum. — JS Alltum Kidda Bubha Blað 2 Biðskýli ;ajgfTUK».oL '|Bi •• t líklaima .y- fiS8||BL > BIs. 8 9 Hringrásardælur SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.