Dagur - 25.11.1997, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2 S .NÓVEMBER 1997 - S
Thypr-
FRÉTTIR
L
Söguleg tímamót. Sigurbjörn Einarsson skrýðir son sinn Karl en Ólafur Skúlason,
fráfarandi biskup, er fyrir miðju.
Karl Sigurbjömsson
boðaði í vigsluræðu
sinni afdráttarlausa
áherslu á að létta
neyð og vinna gegn
böli.
„Mér fannst þetta takast vel til.
Eg upplifði hrífandi stund í
kirkjunni og það var vel mætt af
prestum og Ieikmönnum, háum
sem lágum. Þarna var mikil list-
iðkun og Iifandi tjáning,“ segir
Karl Sigurbjörnsson, sem á
sunnudag var vígður sem nýr
biskup Islands. Faðir Karls, Sig-
urbjörn Einarsson fyrrum bisk-
up, færðí son sinn í biskups-
hempuna.
Biskupsvígslan þótti heppnast
með ágætum. Henni tengdri var
síðan haldið 600 manna kokteil-
boð og um 60 manns sátu kvöld-
verðarboð á Hótel Holti. Ef til
vill hefur þó hátíðarræða Karls
vakið mesta athygli, en í henni
boðaði hann, væntanlega jafnt
andlegum sem veraldlegum leið-
togum, afdráttarlausa stefnu um
aukna áherslu á líknar- og
mannúðarmál.
Biskupinn sagði meðal annars:
„Þarna liggja sporin hans enn í
heiminum okkar: Fatlaða barnið
og móðirin örvinlaða. Oryrkinn
sem alls staðar kemur að lokuð-
um dyrum. Gamalmennið sem
enginn heyrir hrópa á hjálp.
Unglingurinn sem ráðvilltur
hrekst í viðjum vímufíknar eða
illra örlaga í átt til sjálfstortím-
ingar. Þarna er Kristur að mæla
sér móts við þig. Asjóna Krists
dylst að baki hverju þjáðu and-
liti, krossinn hans í hverri neyð,
allri synd og sorg, sérhverjum
dauða. Mér er hugstæð bæn eða
öllu heldur samtal Krists og
manns sem er útlegging guð-
spjalls dagsins. Það er svona:
Drottinn, hvenær sáum vér þig?
Hungraður var ég og þú varst í
megrun. Þyrstur og þú varst að
vökva blettinn. Veglaus og vonar-
snauður og þú hringdir í lögregl-
una. Berfættur og ldæðlaus og
þú varst upptekinn af því hverju
þú ættir að klæðast í veislunni í
kvöld. Sjúkur og þú spurðir hvort
það væri smitandi. I fangelsi var
ég og þú sagðir: Það hlaut að
fara svona! Drottinn, miskunna
þú oss! Þú þekkir þetta eins vel
og ég, hve auðvelt er að dauf-
heyrast við kröfu miskunnsem-
innar. Það er svo undur auðvelt."
Síðar í ræðunni sagði biskup:
„Við skulum... taka á móti hon-
um er hann verður á vegi í þeim
sem hjálparþurfi er. Finna til
með þeim sem þjást. Samfagna
þeim sem gleðjast. Leita leiða til
að verða að liði, létta neyð og
vinna gegn böli. Þannig mælir
Kristur sér móts við okkur nú.“
- FÞG
Hrannar Arnarsson hefur gefið kost á
sér í prófkjör R-listans.
Ilrainiar
með krötiun
Tveir hafa þegar gefið kost á sér
í prófkjör R-listans fyrir hönd AI-
þýðuflokksins, þeir Pétur Jóns-
son, borgarfulltrúi og Hrannar
Arnarsson. Hrannar, sem starfað
hefur með Þjóðvaka, er ekki í Al-
þýðuflokknum en býður sig fram
sem óflokksbundinn.
„Sameiningarmálin hafa verið
mínar ær og kýr í stjórnmálum
undanfarin ár. Alþýðuflokkurinn
er eins og hugur manns í þeim
málum og það kom ekkert annað
til greina en að fara inn um hans
dyr fyrst þær voru opnaðar,“ seg-
ir Hrannar.
R-lista flokkarnir eiga að til-
nefna 7 menn hver til þess að
taka þátt í prófkjöri listans eftir
áramót. Skúli Helgason, út-
varpsmaður, hefur einnig verið
orðaður við framboð fyrir krata
en hann segir það ekki koma til
greina að sinni. — VJ
stu
LAGGOT
A-flokkamir í eina sæng
Nýtt bæjarmálafélag jafnaðar- og félagsnyggjufólks var stofnað í
Reykjanesbæ um helgina, en að því standa Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur og fleiri. Bæjarmálafélagið ætlar að bjóða fram í bæjarstjórn-
arkosningum næsta vor í stað flokkanna tveggja en þeir hafa starfað
náið saman í stjórnarandstöðu í bænum undanfarin 2 ár.
„Samstarf jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ byggir á
hugsjónum um réttlátt samfélag þar sem jöfnuður ríldr,“ segir m.a í
yfirlýsingu nýja bæjarmálafélagsins. Það ætlar sér að standa vörð um
frelsi einstaklingsins, en „til þess að hægt verði að tala um raunveru-
Iegt frelsi þarf að skapa fólki efnahagsleg og félagsleg skilyrði til að
nýta það.“
Minni hagnaðnr af fríhöfninni
Vörusala Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli jókst um 390 milljónir
(18%) í fyrra í 2.600 milljónir. Hagnaðurinn minnkaði eigi að síður
um rúmar 90 milljónir. Ástæðan er rakin til þess að Fríhöfnin greiddi
nær 150 milljónir í áfengisgjald. Hagnaðurinn, kringum 500 milljón-
ir, var allur greiddur í ríkissjóð í formi arðs.
Áfengi og tóbak er 30% af sölu Fríhafnarinnar, ilmvötn 20% og sæl-
gæti 1 5%. Tæki eru síðan um fjórðungur heildarsölunnar og aðrar
vörur kringum 10%.
Graíarvogur fuiidar uin fíkniefni
„Samtaka nú!“ er yfirskrift borgarafundar
um unglinga og forvarnir, sem haldinn
verður næstkomandi miðvikudagskvöld í
Húsaskóla í Grafarvogi.
Að fundinum stendur samstarfshópur
foreldra, stofnana, félagasamtaka og ann-
arra aðila sem koma að uppeldi barna og
unglinga í hverfinu. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri opnar fundinn, síð-
an flytur Einar Gylfi Jónsson, forvarnafull-
trúi SAA, erindi um tildrög forvarnaverk-
efnisins og síðan verða tillögur að úrræð-
um og lausnum ræddar. Verkefnið er undir
hattinum „Island án eiturlyfja árið 2002“
og sérstakur liður í Grafarvogshverfi sem
reynslusveitarfélagi.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamálafræðingur og Ásgeir Björgvinsson, forstööumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavik, eru hress
með árangurinn að undaförnu. - mynd: e.ól.
Húsavík vinsælust
til hvalaskoðuitar
Um 20 þúsund manns
skoðuðu hvali hér við
land í sumar og áætl-
að að það hafi fært
þjóðarbúiuu ailt að
860 miHjóna tekjur í
sumar.
Gífurlegur uppgangur hefur ver-
ið í hvalaskoðun hér á landi. Frá
1995 hefur þátttakendum fjölg-
að úr rúmlega 2 þúsund í meira
en 20 í sumar, sem eru um 18%
allra erlendra ferðamanna sem
hingað komu auk um 2.000 Is-
lendinga. Talið er að um 2.500
manns hafi komið hingað gagn-
gert til að skoða hvali. Um 70%
allra hvalaskoðara fóru frá
Húsavík, sem þar með er orðinn
vinsælasti hvalaskoðunarstaður-
inn í Evrópu, samkvæmt nýrri
skýrslu. Áætlað er að þetta hafi
skilað rösklega 300 milljóna
beinum tekjum, en að heildar-
tekjur þjóðarbúsins af hvala-
skoðun geti numið allt að 860
milljónum í sumar, eða álíka og
Smuguveiðarnar.
Ekki öfgasinnaðir friðunar-
sinnar og grænmetisætur
„Hvalaskoðunarferðir eru rétt að
heljast á Islandi," segir skýrslu-
höfundurinn, Ásbjörn Björgvins-
son, forstöðumaður Hvalamið-
stöðvarinnar á Húsavík. Hann
telur víst að þeint ferðamönnum
sem koma gagngert til landsins
til hvalskoðunar geti fjölgað
verulega á næstu árum og að
heildaráhrif slíkra ferða á efna-
hagslífið gætu nálgast 2 millj-
arða eftir 3-4 ár.