Dagur - 09.12.1997, Síða 10

Dagur - 09.12.1997, Síða 10
10 -ÞRIÐJUDAGUR 9 .DESEMBER 1997 FRÉTTIR Tæples* löifresS a 400 mál til lögreglu um helgina varasamt. Efnið er í fljótandi formi. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu hættulegir ökumenn geta reynst sér og öðr- um við akstur undir áhrifum hvers konar vímuefna. Lagt hald á landa Okumaður var stöðvaður í Breið- holti eftir að grunur hafði komið fram um að hann væri að selja unglingum landa, eða „sveita- snakk“ eins og unglingar kalla það. Karlmaðurinn viðurkenndi að hafa ætlað um 50 lítra af vökvanum til sölu. Lögreglan hefur að undanförnu haft tals- vert eftirlit með sölu þessa varn- ings til unglinga og mun gera svo áfram. Oft eru þessi sömu aðil- ar einnig að útvega unglingum fíkniefni. Borgarar sem búa yfs r vitneskju um slíka sölumenn eru hvattir til að láta lögreglu vita og má í því sambandi benda á sím- svara fíkniefnadeildar 5699090. Átt þú rétt á endurgreiðslu? Peir sem voru yngri en 21 árs þegar tannréttinga- meðferð með spöngum eða teinum hófst, geta átt rétt á endurgreiðslu hluta kostnaðar. Um tannrétt- ingar, sem hófust þann 1. desember 1997 eða síðar, gildir eftirfarandi um þátttöku Tryggingastofnunar: Sjúkratryggingar veita styrk að upphæð kr. 100.000 vegna tannréttingar sem krefst meðferðar með föst- um tækjum í a.m.k. annan góm. Ekki er veittur styrkur vegna endurtekinnar meðferð- ar sem áður hefu verið styrkt samkvæmt reglum þessum eða eldri reglum. Endurgreiðsla vegna tannréttinga hefst ekki fyrr en að lokinni ísetningu fastra tækja. Framvísa skal reikningum sem eru jafnháir eða hærri en eftirfarandi greiðslur og eru styrkir þá greiddir samkvæmt neðangreindu. 1. að hámarki kr. 40.000 að lokinni upphafsmeðferð. 2. að hámarki kr. 30.000 a.m.k. 12 mánuðum eftir fyrstu greiðslu. 3. að hámarki kr. 30.000 að meðferð lokinni eða a.m.k. 12 mán. eftir aðra greiðslu. Hafi meðferð hafist á tímabilinu 1. janúar til 30. nóvember 1997, er greitt fyrir fyrsta hluta meðferðar samkvæmt reglum tryggingaráðs frá 21. febrúar 1997. Um greiðslu annars og þriðja hluta fer samkvæmt ofangreindum reglum sem trygg- ingaráð samþykkti þann 27. nóvember sl. Sótt er um styrki til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða utan Reykjavíkur á eyðublöðum sem þar fást. Nánari 'upplýsingar veitir tannlæknadeild Trygginga- stofnunar. TRYGGINGASTOFNUNt$? RÍKISINS © Dagbðk lögregluimar í Reykjavík helgina 5. til 8. desember 1997 Mikið annríki var hjá lögregl- unni um helgina og ölvun mikil. Alls voru 393 mál færð til bók- unar. Aðfaranótt laugardags voru fangageymslur lögreglunnar yfir- fullar og mikið annríki við mót- töku ölvaðra borgara sem lög- reglan varð að hafa afskipti af. Var vel á fimmta tug borgara handtekinn vegna ölvunará- stands. Neyttu smjörsýru A föstudagskvöld voru tveir karl- menn, 24 ára, fluttir meðvitund- arlausir á slysadeild eftir að borgari hafði komið að þeim í ökutæki á Háaleitisbraut. I ljós hefur komið að karlmennirnir höfðu neytt vímuefnis sem kall- að er „smjörsýra“ og er talið mjög Á sunnudagsmorgni var ráðist á mann í miðborginni og sparkað í hann þannig að fiytja varð hann á slysadeild með sjúkrabifreið. Kynferðisbrot - blygðunar- semibrot Höfð voru afskipti af karlmanni eftir að hann hafði farið inn í kvennaklefa einnar af sundlaug- um borgarinnar og sýnt kven- mönnum þar kynfæri sín. Karl- maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn og færður á lög- reglustöð. Þá var annar karlmaður um þrítugt handtekinn eftir að upp komst að hann hafði haldið konu á þrítugsaldri nauðugri í íbúð í vesturbænum. Málsaðilar höfðu hist á veitingahúsi og þau síðan farið að heimili mannsins. Konan var flutt á slysadeild Borgarspítala en hún hefur lagt fram kæru um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu lög- reglu og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. janúar nk. Innbrot - þjófnaður Brotist var inn í Ij’ögur fyrirtæki í Skeifunni um helgina. Skemmd- ir voru unnar á hurðabúnaði og nokkru stolið úr einu fyrirtækj- anna. I hinum var rótað og unn- ar skemmdir án þess að um þjófnað hafi verið að ræða. Að morgni laugardags upp- götvaði kona að talsverðu hafði verið stolið af heimili hennar um nóttina. Hún hafði kvöldið áður farið á veitingahús og þaðan boðið heim til sín tveimur karl- mönnum. Svo virðist sem karl- mennirnir tveir hafi notað tæki- færið eftir að konan sofnaði og fjarlægt þaðan helstu verðmæti hússins. Mennirnir tveir hafa verið handteknir og hefur annar þeirra verið úrskurðaður í gæslu í eina viku og hinn í sex vikur vegna annarra brota einnig. Nytjastuldui ökutækja Tilkynntur var nytjastuldur tveggja ökutækja um helgina. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli annarri bifreiðinni en þá voru í henni þrír piltar. Tveir fjórtán ára og einn sextán og því enginn þeirra með öku- réttindi. Þeir voru fluttir á lög- reglustöð þangað sem þeir voru sóttir af forráðamönnum eftir skýrslutöku. Likamsmeiöingar Að morgni sunnudags var ráðist á mann í miðborginni og hann laminn þannig að hann slasaðist á höfði. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en þrír karlmenn og ein kona, öll rúmlega tvítug, eru grunuð um verknaðinn. Að morgni sunnudags var ráð- ist á annan karlmann í miðborg- inni og sparkað í hann þannig að flytja varð hann á slysadeild með sjúkrabifreið. Einnig slasaðist stúlka í þessum átökum. Sautján ára piltur er grunaður um verkn- aðinn. Annað Verkefni lögreglu geta verið margvísleg og svo virðist sem sumir borgarar brjóti gegn venju- bundnu hegðunarmynstri þegar þeir eru undir áhrifum áfengis. Til staðfestingar því má nefna að í liðinni viku voru tveir karlmenn handteknir eftir nokkuð sér- kennilegar innbrotstilraunir. Annar mannanna gerði heiðar- lega tilraun til að brjótast inn í höfuðstöðvar lögreglunnar við Hverfisgötu. Hafði hann reynt að spenna upp glugga í kjallara en var þá handtekinn af laganna vörðum. Manninum sem ekki gat gefið skýringu á athæfi sínu né heldur hvað hann héti var veitt gisting í fangageymslu. Hinn maðurinn gerði hins vegar tilraun til að að komast inn í fangelsið við Skólavörðustíg án þess að vitað sé hvert erindi hann átti þangað. Hingað til hef- ur þurft boðvald yfirvalda til að flytja brotamenn til vistunar en kannski er þetta vísir að nýjum viðhorfum. Hverju sem því líður var karlmaðurinn handtekinn og veitt næturvist í fangageymslu lögreglu við Hverfisgötu. Tekið skal fram að báðir mennirnir voru mjög ölvaðir við iðju sína. MilrilT mannsöfnuður og ölvun tmi helgina Úr dagbók lögregl- iiiinar á Akiireyri vik- ima 1. til. 8. des. 1997. Vikan var á ýmsan hátt öðruvísi en undanfarnar vikur. Með breyttri tíð urðu aðstæður öðru- vísi og kemur það glöggt fram í verkefnaskrá lögreglunnar sem alls taldi 304 mál. Fá íunferðarbrot en mörg óhöpp Sé litið á umferðina þá er þar mikil breyting á því einungis 5 eru teknir fyrir of hraðan akstur og endurspeglar það slæm akst- ursskilyrði, en hálka var á götum og vegum flesta daga vikunnar. Onnur umferðarlagabrot voru og með minna móti. Verri akstursskilyrði komu hins- vegar fram í meiri fjölda umferð- aróhappa en við höfum séð Iengi. Þannigvar21 umferðaró- happ skráð í vikunni og slys í 6 þeirra, en sem betur fer minni- háttar. Þetta sýnir að þótt ekið hafi verið rólega í heildina þá hafa þó of margir ekið of hratt miðað við aðstæður enda þótt ökuhraðinn hafi verið innan við löglegan hámarkshraða. Þetta sýnir enn og aftur að ökuhraða verður alltaf að miða við aðstæð- ur hverju sinni. Harður árekstur á brú Á fimmtudaginn varð harður árekstur á Hörgárbrú á Ólafs- fjarðarvegi og voru 4 fluttir á sjúkrahús en enginn þó alvarlega slasaður. Þá var einnig ekið á hross á Eyjafjarðarbraut vestri og skemmdist bifreiðin mikið og af- Iífa varð hrossið. Nokkuð eril- samt var hjá lögreglunni á fimmtudaginn og mikið að gera á ýmsum sviðum. Ekki var þó öku- mönnum um að kenna í öllum tilfellum því bifreið ein í Brekku- götunni tók allt í einu upp á því fara af stað ökumannslaus á eig- in vegum og rann sem leið lá niður Brekkugötu, þar útaf og hafnaði á vesturvegg áhorfenda- stúku Akureyrarvallar. Brotnaði þar rúða i skrifstofu vallarhúss- ins og talsvert tjón varð á bifreið- inni. Ekki varð séð hvað þessu olli því bifreiðin var læst, í gír og með handhemil á þegar að var komið. MiMl ölvun Helgin var nokkuð erilsöm og hafði lögreglan í nógu að snúast einkum aðfaranótt laugardags- ins. Talsvert var um slagsmál og líkamsárásir þótt ekki væri um alvarlega áverka að ræða. Mikil ölvun var og mannsöfnuður í bænum og er það jafnan örugg ávísun á að lögreglumönnum leiðist ekki á vaktinni vegna að- gerðarleysis. Þannig var fjölda fólks komið til síns heinra og for- eldrum gert að sækja of ung eða ölvuð ungmenni á Iögreglustöð- ina. Laugardagskvöldið var ró- legra og virtist sem mesti móður- inn væri runninn af mönnum en talsvert var þó af fólki á skemmtistöðum enda tími litlu jóla í fyrirtækjum í hámarki.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.