Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 9

Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 9
ANNÁLL 997 MIÐVIKUDAGUR 3 l.DESEMBER 1997 - 25 urður Bogi Sævarsson, slær á þráöinn og kannar huldulífið i landinu. Þórdur Tómasson ÍSkógum. Dauðlegt fólk í álfabyggðum Sæll, Þórður, Sigurður Bogi hér. Mig langar til þess að spyrja um húferlaflutn- inga álfa og huldufólks á nýársnótt. Nú eru Eyjafjöll og Mýrdalur svæði sem eru þekktfyrir að þar er húið í steinum, stokk- um og nánast hverjum hól. „I gamla daga Iék enginn vafi á því í hugum fólksins að álfar og huldufólk væru til. Það byggði Iandið með mönnum og voru yfirleitt góðir grannar. Stundum hikaði mannfólk meira að segja við að flytja sig á milli bæja, því þá missti það góða granna. Alfar voru og eru dauðíegt fólk sem fæddist, lifði, dó og bjó búi sínu. Heimilisfeður álfabyggða réru til sjávar og drógu fisk úr sjó.“ Nú einkennist landslag undir Eyjafjöll- um af háum klettum, hömrum og hnjúk- um. Þetta er kjörland þeirra thúa sem ekki allir sjá... „Já, þetta landslag höfðar sterkt til álfa og huldufólks. Eg sé hér til Skóganúps þar sem er álfabyggð og svo er mikið um álfabyggðir í Mýrdal, þangað sem þú átt ættir að rekja. En þú ættir að lesa nýju bókina mína, þar er til dæmis sagan um Jón bónda í Klömru, sem um 19. öldina gisti hjá álfum í Steinahelli. Þar birti ég horðbæn fólksins sem hellinn byggði og Jón borðaði hjá eitt sinn.“ Og hvernig er hún? „Matur í munn / kross í bijóst / heilag- ur andi í hjarta." Þetta er stutt og einfalt, eins og allir hlutir eiga að vera." Jón Jónsson frá Steinadal á Ströndum, þjóðfræð- ingur og ferðamálafrömuður. Sæll vertu, Jón frá Steinadal á Ströndum. Nú einkennast Strandimar mjög af klett- um, hamraheltum og háum tindum. Eru ekki álfar og huldufólk þama um allar þorpagrundir? „Eg hef að vísu aldrei séð álfa og huldu- fólk sjálfur, en hins vegar þekki ég marga góða Strandamenn sem þetta hafa séð - og það er fólk sem ég hef enga ástæðu til að véfengja. En annars er óvenjulega mik- ið af álfabyggðum og álagablettum fyrir vestan og þar get ég nefnt staði eins og í Hlíð við Kollafjörð og við Brúará i Kald- rananeshreppi. Heimildir geta um árekstra mennskra manna og huldra vætta þar í kringum árið 1950.“ Þú segist ekki hafa sjálfur orðið var álfa- og huldufólks, en er einhver af þínum skyldmennum sem hefur heyrt eða séð eitt- hvað svona? „Ja, þar get ég nú nefnt hana ömmu Sálma- söngur í átfaMrkju mína, sem heyrði til dæmis sálmasöng í álfakirkju í Felli í Kollafirði. Nei, ég man ekki hvaða Iag hún sagðist hafa heyrt þá syngja. Síðan er það mjög algeng dulræn reynsla að fólk sjái ljós í klettum.“ Nú ert þú í forsvari fyrir verkefni sem ferðamálafólk á Ströndum stendur að. Þar hefur mér skilist að þið leggið sérstaka áherslu á að kynna sérstöðu svæðisins, eins og selalátur, rekaviðardrumha og því um likt. Á kannski lika að gera út á álfahyggð- irnar? „Nei, slíkt hefur ekki verið neitt skipu- lagt og við stefnum ekki á svoleiðis. Hins vegar held ég að öllum íslendingum væri hollt að skjótast út á land um áramót. Horfa á stjörnubjartan himininn og anda að sér hreinu lofti. Síðan eru víða dans- leikir, bæði í félagsheimilum og eins í klettum og álfakirkjum." Erla Stefánsdóttir, sjáandi og píanókennari í Reykjavík. Alfavíddir Búálfur fer á ball Guðlaugur Bergmann, stórbóndi í Snæfellsássamfélag/nu. Sæll, Guðlaugur. Þú hýrð á þeim magnaða stað sem kallaður er Undir Jökli, eru ekki álfar og huldufólk þar? „Veistu að þú trúir því ekki hvað þessi staður er kynngi- magnaður. En hvað varðar áífa og huldufólk þá trúum við að það sé til, en í öðrum víddum sem eru okkur ósýnilegar. Rétt eins og það að öll viðurkennum við að útvarpsbylgjur og rafmagn sé til, en við sjáum slíkt ekki. Fyrir þessum verum og vættum berum við virðingu og þeim stöðum þar sem þær búa; ákveðnum klettum og stöðum. Sambýli okkar við þær er í sátt og samlyndi." Getur þú nefnt eitthvað sér- stakt úr samhýli ykkar við þær? „Já, við höfum stundum beðið þær um að hjálpa okkur við heil- un jarðarinnar og eins þegar við erum í gróðurverkefnum, eins og því að rækta upp rofabörð. Við vitum að íslensk náttúra er að- eins leifar af því sem hún var fyrr á tíð. Landið var vaxið skógi milli fjalls og fjöru, sagði Ari fróði. í dag vantar alla bindingu í gróð- urlítið landið.“ - En trúir þú því að áramót marki tímamót hjá álfum og huldufólki ervarðar húferlaflutn- inga og þetta sé almennt vendi- punktur i þeirra lifi? „Já, ég geri það. Hér á norður- hveli jarðarinnar eru vetrarsól- stöður 21. desember og svo fer dag að lengja. Uppá það höldum við á jólum og um áramót. A sama hátt held ég að álfar og huldufólk og verur í öðrum vídd- um eigi sína hátíð um svipað Ieyti." - Sæl, Erla, ég er að velta fyrir mér hvort hú- ferlaflutn- ingar álfa- og huldu- fólks séu fyrirsjáan- legir um áramót? „Ætli það sé ekki svipað og venjulega, en annars sést ekki mikið af þessu fólki nema farið sé eitthvað út fyrir bæinn. Alfar halda sig ekki mikið á möl og í steinsteypu. Þeir eru úti í náttúrunni. Annað er að á þessum tíma árs leggjast álfar í dvala og sofa. Eru í hýði yfir veturinn." - Nú er mikið talað um flutn- inga mannfóUisins af og til Reykjavíkur. Hvernig heldur þú að þróunin sé í þessum efnum hjá þvífólki sem þú sérð, þar sem þú sérð lengra en nef þitt nær? „Já, nefið á mér er nú ekki langt. Ég hef ekki séð álfa og huldufólk á sveimi á leið í bæinn með kerrur, borð og stóla. En eins og alkunna er þá eru álfar og huldufólk helst að flytja sig um set um áramót, á þrettánd- anum og um Jónsmessu á sumri. Þar sem þeir liggja nú í vetrar- dvala býst ég við að þeir verði helst á faraldsfæti þegar sumar- sólin er hæst á lofti.“ En þú segir að lítið sé um álfa og huldufólk í þétthýlinu? „Já, nema þá búálfa sem eru í hverju húsi. Ég er með einn svona heima hjá mér, sem að vísu bregður sér alltaf af bæ rétt upp úr miðnætti á gamlárskvöld og kemur ekki aftur heim fyrr en síðdegis á nýársdag. Þetta er óbrigðult. Hann fer alltaf út með hatt og staf og með tösku.“ Er það merkilegt. Er hann ekki hara aðfara á hall og síðan í partý á eftir...? „Jú, áreiðanlega. Hann þarf að skemmta sér eins og hinir.“ á nyársnótt

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.