Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 16
32-MIDVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997
Thgf*r
VIÐ ÁRAMÓT
k. a
Enn skortir á vilja rádamanna til virkra aðgerða til að breyta því hugarfari, sem ræður iaunamisrétti kynjanna, “ segir Kristin Haiidórsdóttir m.a. í grein sinni.
Þrátt fyrir jákvæða
þróun er hins vegar
rík ástæða til að ótt-
ast afturför, ef
Kvennalistinn verður
ekki lengur sjálfstætt
framhoðsafl.
Spor til framtíðar
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
þingkona Kvennaiistans skrifar
Kvennalistinn kom eins og hres-
sandi gustur inn í staðnaða
stjórnmálaumræðu fyrir hálfum
öðrum áratug og hefur haft áhrif
langt umfram kosningafylgi. Við
getum horft stoltar um öxl, þegar
við metum áhrifin af þessu djarfa
tiltæki. Þau lýsa sér meðal ann-
ars í fjölgun kvenna á sviði
stjórnmálanna og víðar, þar sem
ráðum er ráðið, þau lýsa sér m.a.
í breyttri umræðu með auknum
áherslum á réttindi kvenna, og
þau koma fram í ýmsum úrbót-
um á því sviði. Enn er þó margt
óunnið, og áhyggjur af breyttri
varðstöðu lita umræðuna í okkar
röðum. Umbrotin innan Kvenna-
listans á þessu ári hafa ekki farið
fram hjá landsmönnum. Þau
stafa ekki af ágreiningi um mál-
efni eða áherslur, heldur um
leiðir að settu marki. Urslit þeirr-
ar umræðu ráðast á næsta ári.
Þokast í launabaráttunni
Fáir einstakir atburðir Iiðins árs
rísa upp úr sem vörður á vegi
baráttunnar til raunverulegs
kvenfrelsis og jafnrar stöðu kynj-
anna. Hins vegar er ýmislegt að
gerast, sem vonandi markar spor
til framtíðar i þeim efnum.
Konur hafa sótt rétt sinn af
mikilli einurð í kjaradeilum und-
anfarin ár, og á liðnu ári hafa
ýmsir starfshópar, þar sem konur
eru fjölmennar, náð athyglisverð-
um árangri í launabaráttu. Þar
má telja ýmsar heilbrigðisstéttir
og kennara, sem fengu hlutfalls-
lega meiri launahækkanir en
flestir aðrir, þótt enn séu laun
þeirra Iangt frá því að vera í sam-
ræmi við mikilvægi starfanna.
Enn skortir á vilja ráðamanna til
virkra aðgerða til að breyta því
hugarfari, sem ræður launamis-
rétti kynjanna.
Fjárhagslegt sjálfstæði er ein af
mikilvægustu forsendunum fyrir
frelsi og möguleikum kvenna til
að ráða sínu lífi. Því þarf enn að
sækja fast fram á því sviði.
Lítið en nukilvægt skref
Baráttan gegn ofbeldi gagnvart
konum og börnum fékk verðuga
athygli fyrri hluta árs, þegar
nokkur félagasamtök ásamt kon-
um úr flestum stjórnmálaöflum
efndu til vikulegra málþinga um
hin jhnsu birtingarform ofbeldis.
Skömmu síðar fékk tillaga
Kvennalistans um aðgerðir f
þeim efnum jákvæða afgreiðslu á
Alþingi. Nefndir eru nú að störf-
um til að vinna að úrbótum, og á
fjárlögum næsta árs er sérmerkt
framlag til rannsókna á dómum í
málum af þessu tagi.
Mikilvæg hreyfing komst á bar-
áttuna fyrir bættu fyrirkomulagi
Þau stafa ekki af
ágremingi um mál-
efni eða áherslur,
heldur um leiðir að
settu marki. Úrslit
þeirrar umræðu ráð-
ast á uæsta ári.
fæðingarorlofs, þegar ríldsstjórn-
in samþykkti að tryggja feðrum
sjálfstæðan rétt til tveggja vikna
launaðs leyfis vegna barnsfæð-
ingar. Kvennalistinn hefur hins
vegar sett fram mun metnaðar-
fyllri tillögur um það efni í frum-
varpi, sem nú er til umljöllunar á
Alþingi. Hér er auðvitað fyrst og
fremst um hagsmuni barns að
ræða, en einnig mikilvægan lið í
því að jafna ábyrgð foreldra og
undirbyggja viðhorfsbreytingu til
hlutverka kynjanna. Akvörðun
ríkisstjórnarinnar er Iítið, en þýð-
ingarmikið skref í þá átt.
Töfraorðið samþætting
Að öðru leyti hefur árið ein-
kennst af leit að nýjum leiðum í
baráttunni fyrir kvenfrelsi og
jafnrétti, og þar hefur töfraorðið
samþætting slegið í gegn. Með
því er átt við að flétta beri jafn-
réttisbaráttuna sem mest inn í
alla þætti mannlegra samskipta,
stjórnunar og hvers konar starf-
semi í stað þess að afgreiða hana
sem einhvers konar sérfyrirbæri
og einkamál kvenna. I þessari út-
færslu birtist stefna Kvennalist-
ans í nýjum búningi og býður
upp á ýmsa möguleika. I þeim
anda hefur Alþingi nú til umfjöll-
nar lagafrumvarp um skyldu
ingmanna til að leggja mat á
stöðu kynjanna í hverju einasta
þjngmáli og hvaða áhrif sam-
þýkkt þess gæti haft á þá stöðu.
Einnig hafði Kvennalistinn frum-
kvæði að tillögu um jafnréttis-
fræðslu fyrir æðstu ráðamenn
þjóðarinnar, sem Alþingi mun
ræða á nýju ári.
Vegna dætra okkar og sona
Þá er gott til þess að vita, að þessi
mál hafa ekki lengur hallæris-
stimpil í augum ungs fólks, sem
vill taka þátt í baráttunni á eigin
forsendum. Stofnuð voru ný
samtök ungs fólks um jafnréttis-
mál á árinu, og Gróska hefur sett
jafnrétti kynjanna ofarlega á blað
í stefnumótun sinni. I hefð-
bundnu flokkunum eru vaxandi
kröfur um aukin áhrif kvenna, og
verður fróðlegt að sjá árangurinn
í komandi sveitarstjórnakosning-
um.
Þrátt fyrir jákvæða þróun er
hins vegar rík ástæða til að óttast
afturför, ef Kvennalistinn verður
ekki Iengur sjálfstætt framboðs-
afl. Engin aðgerð fyrr né síðar
hefur ýtt jafn hressiíega við þró-
un mála.
Það eru hagsmunir samfélags-
ins alls, að mismunandi reynsla
kynjanna nýtist til jafns við úr-
lausn mála. Vegna dætra okkar
og sona og allra sem á eftir koma
þarf að marka fleiri og dýpri spor
til framtíðar á þessu sviði á næsta
ári.
Fyrir hönd Kvennalistans óska
ég landsmönnum öllum árs og
friðar og þakka samskiptin á
liðnu ári.