Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 2
T 2 -MIDVIKVDAGUR ll.MARS 1998 FRÉTTIR „Ung börn eiga erfitt með að greina imyndun frá veruieika og þaö er ekki fyrr en við 4-6 ára aldur að þau fara að gera það, “ segir Þórhiidur Líndal, umboðsmaður barna. mynd: gs Sjónvarpið er ekki barnfóstra Umboðsmaður bama og Félag íslenskra bama- lækna bafa sameinast um útgáfu á upplýsingabæk- lingi til foreldra ungra bama um ábrif ofbeldis í sjónvarpi á böm. „Það er full ástæða til að vekja athygli foreldra ungra barna á ofbeldi í sjón- varpi og ágætt að gera það þegar for- eldrar koma með börnin þriggja og hálfs árs gömul í skoðun á heilsu- gæslustöðvar. Foreldrar þessara barna fá bæklinginn, þar sem t.d. er vakin at- hygli á því að það er ýmislegt gott í sjónvarpinu, en foreldrar minntir um leið á ábyrgð þeirra, að þeir eigi að fylgjast með sjónvarpsnotkun barn- anna og horfa sem mest á sjónvarpið með þeim þegar þau eru svona ung, ræða við þau um sjónvarpsefnið og ekki sfst að útskýra fyrir börnunum FRÉTTA VIÐ TALIÐ það sem kann að valda þeim óhug og ótta og hjálpa þeim að aðgreina leikinn frá raunveruleikanum," segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna og Félag ís- lenskra barnalækna hafa sameinast um útgáfu á upplýsingabæklingi til for- eldra ungra barna um áhrif ofbeldis í sjónvarpi á börn. Þórhildur segir að sérstaklega sé sigtað á foreldra barna á þessum aldri af ýmsum ástæðum. Dyggir sjónvarpsáhorfendur „Ung börn eiga erfitt með að greina ímyndun frá veruleika og það er ekki fyrr en við 4-6 ára aldur að þau fara að gera það. Þau Iíta á kvikmynd sem samsafn margra atriða. Þegar ofbeldi er í kvikmynd og boðskapur síðar í myndinni að ofbeldið hafi verið sett fram í góðum tilgangi meðtaka börn það ekki ung að árum.“ Vel flest börn á Islandi búa við sjón- varp og eru mjög dugleg að horfa á sjónvarpið. „Þau eru dyggir sjónvarpsá- horfendur og því er jafnvel haldið fram að þau byrji sum hver að fylgjast með hreyfingunum á skerminum um 6 mánaða aldurinn. Frá 2-3 ára aldrin- um eru þau farin að horfa reglulega á sjónvarpið. Bæklingurinn er til að vekja foreldra til umhugsunar um að sjónvarpið er ekki barnfóstra, allra síst þegar börnin eru ung.“ Ofbeldi er afstætt „Það vantar rannsóknir á magni of- beldis í sjónvarpi," segir Þórhildur. „Við vitum að ung börn hræðast ýmsa aðra hluti en við hin eldri. Ofbeldi er afstætt hugtak; þau geta orðið hrædd af mildu minna tilefni en við getum ímyndað okkur og ofbeldi annað í þeir- ra augum en okkar.“ Umboðsmaður barna hefur beitt sér á ýmsan hátt gegn ofbeldi gagnvart börnum. Nefna má skýrslu um ofbeldi í bíóauglýsingum í sjónvarpi, en vegna hennar dró - um stundarsakir - úr slíku ofbeldi. Einnig má nefna skýrslu með tillögum að réttarbótum fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Nú er á borðinu hjá Þórhildi skýrslu- gerð um einelti í skólum. - FÞG Menn ráku upp stór augu þegar fréttist af tillögu til þingsályktun- ar sem utanríkisráðherra kynnti í gær; „Fullgilding samnings um baráttu gegn inútugreiðslum til er- lendra opinberra starfsmamia í al- þjóðlegum viðskiptum.“ Pottverja datt í hug að Halldór Ásgrímsson hefði ákveðið að brcgðast hratt og ákveðið við fréttum um að ríkisbankamir hefðu „mútað“ útlendum fjár- málagúrúum með laxveiðileyfuin gcgn betri við- skiptakjörum. Svo mun ekki vera. Halldór Ásgrímsson. Annar endurskoðenda Landsbank- ans er ríkisendurskoðandi pro forma, en aðal endurskoðandinn er Ámi Tómasson. Það sýnir hve heimurinn er lítili, því Árni er son- ur Tómasar Árnasonar fyrrum Seðlabankastjóra, en Tómas var eins og Sverrir kommissar í Fram- kvæmdastofnun ríkisins og þingmaður og ráð- herra... og geysilegur laxveiðiáhugamaður. Pottverjar álykta að Ámi hljóti að hafa sérstak- an skilning á þessu laxveiðistússi Sverris og fé- laga. Þórann Sveinbjamardóttir er kven- kostur hinn mesti. Þrjú andlit Þór uimar hafa birst að undanförnu og vekja alltaf jafn mikla lukku. í Degi í gær var rætt við Þómnni Sveinbjörnsdóttur, formann Sókn- ar, en nafna hennar Sveinbjamar- dóttir, varaþingkona Kvennalistans guðaði á gluggann. Skömmu áður var DV að tala um vinkonu hennar Kristínu Ámadóttur, og aft- ur guðaði Sveinbjamardóttir á glugga. Hins veg- ar álpaðist Dagur einhvem veginn til að birta inynd af Sveinbjamardóttur þegar við töluöum við hana sjálfa um daginn. Allar þcssar góöu konur fá bcstu kvcðjur með von um réttar mynd- ir. En er Þórunn virkilcga svona ágeng? V Þórunn Sveinbjarn- ardótt/r. Ari Teitsson fonnaður Bændasamtaka íslands. Búnaðarþiiig stenduryfir þessa viku á hótel Sögu og þarræða julltrúarbanida ýmis hagsmummál stéttar- innar. Nýforysta Bænda- samtakanna varkjörin ígær og varAri Teitsson endur- kjörinnformaður. Afkoman batnað en bændur of tekjulágir — Hver eru helstu tnál þessa Búnaðar- þtngs? „Þar er kannski fyrst að telja frumvarp til nýrra búnaðarlaga sem liggur fyrir Alþingi. Þar er verið að skerpa það umhverfi sem landbúnaðurinn starfar i, ekki síst með tilliti til stuðnings við búfjárrækt, leiðbeiningar, skýrsluhald og fleira. Síðan erum við að fjalla um hvernig ríð getum sannfært neytendur um gæði vör- unnar sem við erum að bjóða. Það eru allir sammála um að hún sé góð á bragðið og ódýr eins og allir vita, en það er verið að ræða um skýrara vottunarferli. Það er mjög víða verið að koma upp stöðlum og sam- ræmdum vinnubrögðum í nafni hreinleika og gæða. Við fjöllum Iíka um nokkur frumvöqj sem liggja fyrir Alþingi um eignarhald, nýtingu og umsjón með landi. Það liggja fyrir tvö stjórnarfrumvörp um þau efni, annað um nýtingu orkulinda og hitt um þjóðlendur og einnig þingmannafrumvörp og við komum til með að taka afstöðu til þessa.“ — Þú hefur sagt aó hærtdur séu bestu vörslumenn landsins. Óttast hændur að þétthýlisbúar fari að gera einhverjar kröf- ur til lands sem væri hetur komið í hönd- unt hænda? „Við viljum gjarnan fá þéttbýlisbúa út á Iand, en við teljum ekki að það sé hægt að hafa það algjörlega skipulagslaust. Þeir eru það margir og með mismunandi þarfir. Við viljum gjarnan að þeir njóti landsins með okkur en teljum bændur best til þess fallna að gæta þess.“ — Það var mikil umræða í fyrra um slætn kjör hænda. Hefur afkonta þeirra batnað stðan þá? „Afkoma bænda hefur aðeins batnað og þessi umræða er því ekki alveg eins hörð núna og hún var í fyrra. Hins vegar eru bændur enn mjög tekjulágir og það er hér rætt um ýmis mál sem gætu orðið til þess að draga úr kostnaði við búrekstur. Við horfum á vaxandi gjaldtöku á ýmsum sviðum. Það er nýbúið að hækka tryggingargjald, það er verið að hækka fasteignaskatta, það er verið að hækka rafmagnið til sveita og vextir eru of háir. Það er margt sem viðkemur þessum atvinnurekstri sem við vildum sjá með öðr- um hætti.“ — Eru einhver teikn á lofti utn breyting- ar i þessunt efnutn og hetri tt'ð framuttd- an? „Nei það eru kannski ekki teikn á Iofti um að þetta Iagist mikið. Það hefur reyndar ver- ið að síga á ógæfuhliðina undanfarin ár. Það væri áfangi útaf fyrir sig ef hægt væri að stöðva þessa þróun en við þyrftum að ná lengra.“ — Þú hefur sagt að það sé óliklegt að ís- lensk hú eigi eftir að stækka mikið ífram- tíðinni. Hvers vegna? „Einstaklingshyggjan er rík í okkur Islend- ingum, en það kemur fleira til. Aðalgrein- arnar, sauðfjárrækt og kúabúskapur, byggja allt á landnýtingu. Ef þessi bú verða of stór spillist landið eða aðdrættir verða of langsóttir. Kjúklinga- og svínabú hafa stækkað en þar er landið ekki takmarkandi. Þessi takmarkaða uppskera í okkar veðurfari torveldar stórrekstur þótt ekki væri annað, en ég held að það sé heldur enginn vilji til stórrekstrar." -vj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.