Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1998 FRÉTTASKÝRING BJORN BJORN ÞOR- GISLA- LAKSSON SON SKRIFAR MYNDAR Talstöð hefði gjör- breytt atburðarásiimi þegar átta björgunar- sveitarmeim týndust. Þeir brugðust rétt við þegar í óefni var kom- ið, en hefðu ekki átt að breyta ferðaáætlun sinni án þess að láta vita. Skiptust á að sofa í snjóhúsinu og hristu hver annan. Þegar kuldinn á Öxnadalsheiði nísti í gegnum merg og bein í gærmorgun, í þó annars ágætu veðri miðað við það sem á undan er gengið, var erfitt fyrir blaða- mann að ímynda sér hvernig hægt væri að lifa vistina af í snjó- húsi fimmmenninganna frá Dal- vík sem bjargað var í gær. Þeir höfðu Iátið fyrir berast í um 37 klukkustundir þegar björgunar- menn lögðu af stað heim með þá í snjóbíl um kl. 04.00 um nóttina. Um þremur tímum fyrr höfðu vélsleðamenn náð til þeirra og gekk greiðlega að finna snjóhús- ið, sem þó fór ekki mikið fyrir. Veðrið var snælduvitlaust og hef- ur svo verið meira og minna frá því að fjallamennirnir sem upp- haflega voru átta, grófu sig í fönn. Þrír komust af sjálfdáðum til byggða í fyrradag, þeir Stefán Gunnarsson, Kristján Amgríms- son og Marinó Ólason og unnu þrekvirki á erfiðri göngu. Þeir sem eftir urðu brugðust einnig hárrétt við, þeir Gunnar Gunn- arsson, Hörður Másson, Haukur Gunnarsson, Birkir Bragason og Hlini Gíslason. 26 tíina tðm Fyrstu björgunarsveitarmennirnir á vélsleðunum skila sér á Öxna- dalsheiðina um 20 mínútum fyrir klukkan 11. Frostbitnir og veður- barðir stíga þeir af sieðunum eft- ir svefnlausa nótt við erfiðar að- stæður. Léttirinn vegna ferða- lokanna er auðsær og þeir henda gaman hver að öðrum, á meðan þeir nudda klakabrynjuna úr and- Iitinu. Jón Einar Kjartansson er nýstiginn af sleðanum. Var nóttin erfið? „Ja, sumum er sennilega orðið svolítið kalt en þetta gekk mjög vel. Það var búið að finna snjóhúsið þegar við komum að þvf og þótt veðrið sé búið að vera slæmt hafa ekki komið upp nein Jón Einar Kjartansson, nýkominn á Öxnadalsheiði, hress eftir björgun Dalvíkinganna. óhöpp að telja má, nema smábil- un í snjóbílnum." Er hann orðinn þreytturr „Það hlýtur að koma að því. Þetta er búin að vera 14 tíma törn núna frá því að ég lagði af stað héðan, en í heildina spannar minn þáttur í björgunaraðgerð- unum sennilega eina 26 tíma.“ Símtalspöaturt Viltu panta símtdl efnúmerið sem þú hringir í er á tali? Það gerir þú með því að veua töluna 5 ef númerið er á tali. Þegar númerið losnar lætur síminn þig vita með sérstakri hringingu. Nánari upplýsingar um verð og sérwónustu Landssímans færðu í síma 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. LANDS SÍMINN Ægilegt óveður Nokkrir skíðagöngumenn voru i hópi þeirra sem fyrstir fóru frá Öxnadalsheiði í fyrrakvöld. Jón Gauti Jónsson er einn þeirra. „Okkur sóttist ferðin mjög seint til að byrja með, veðurhamurinn var ægilegur. Þetta var mikið þjark, myrkur og illviðri." Jón Gauti segir að hlutverk göngu- skíðamanna geti verið mjög þýð- ingarmikið þegar hætta sé á að vélsleðar stöðvist í illviðri. „Gang- an var erfið, en verst var að sitja aftan á vélsleðanum á leiðinni til baka. Eftir á að hyggja held ég að ég hefði frekar kosið að skíða sjálfur. Við vorum engan veginn búnir undir að sitja hreyfingar- Iausir aftan á vélsleða í þessum kulda.“ Hvernig bjóst hann þá við að komast aftur til byggða þegar lagt var af stað? „Ég hugsaði ekki mikið út i það. Maður leggur bara allt kapp á að finna týnda menn," segir Jón Gauti og talar eflaust fyrir munn þeirra Ijölmörgu Is- lendinga sem fjallamennirnir eiga líf sitt að launa. Þrekaðir en heílir Skömmu síðar kemur snjóbíllinn í sjónmál. Sjö klukkustunda ferðalagi frá snjóhúsinu er lokið. Spenna manna er mikil að fá að vita raunverulegt ástand snjó- mannanna flmm, enda hafa Ijar- skipti verið lömuð siðustu klukkustundir. Her fjölmiðla- manna tekur á móti Dalvíkingun- um og þeir hrökkva auðsjáanlega við. Virðast töluvert þrekaðir en líkamleg heilsa virðist ágæt. Þeir ganga óstuddir í jeppana en það- an liggur leiðin beint á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, þar sem læknisskoðun fer fram. Blaðamaður nær að bera upp eina spurningu fyrir þann sem síðast stígur út úr snjóbíln- um. Hvernig er heilsan? „Hún gæti verið betri,“ er svarið. Vantaði helst vökva Um klukkustund síðar, að lokinni læknisskoðun, ræðir Birkir Bragason við blaðamann. Ekki er á honum að sjá að hann sé nýsloppinn úr lífsháska. Hann er furðu hress og byrjar á að upplýsa að enginn fimmmenninganna sé slasaður eða kalinn. Hvernig var vistin í snjóhús- inu? „Hún var allt í lagi. Við misst- um aldrei vonina og höfðum fulla trú á okkar mönnum." - Óttuðust þeir aldrei að félag- ar þeirra hefðu ekki komist til byggða? Þú hefur fundið vísbendinguna! \' ' 3 , Hringdu í síma: 550 OOOO Hlini Gíslason, einn fimmmenninganna úr snjóhúsinu, nj Á Öxnadaisheiði i gærmorgun. Þessir björgunarsveitarmenn biðu snjóbíisins sem flutti og hvað er betra við slíkar aðstæður en smá hær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.