Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 7
Vgur MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Uppstokkimar er þörf Ný öld gengur senn í garð og ný viðhorf, ný vinnubrögð og nýir straumar fylgja gjarnan alda- mótum svo ekki sé talað um þegar nýtt árþúsund er innan seilingar. Ný viðhorf og nýir straumar setja sannarlega mark sitt á störf og stefnu jafnaðar- manna þessi misserin. Sundr- ung og ldofningur hefur ein- kennt hreyfingu jafnaðarmanna á tuttugustu öldinni. Ungu fólki og hugsandi mönnum hrýs hug- ur við ef þar verður framhald á á næstu öld. Klofningur í röðum jafnaðarmanna hefur verið vatn á myllu íhaldsins og þannig taf- ið alla framþróun ásamt því að hamla gegn réttlátri skiptingu lífsgæða og öflugri uppbyggingu velferðarþjóðfélags. Því gerir þorri fólks sér æ betur grein fyr- ir að uppstokkunar er þörf og samfylking jafnðarmanna í einn stóran og samhentan jafnaðar- mannaflokk er nauðsyn. Nauðsyn samfylkingar Víðast hvar um landið hefur náðst breið samstaða jafnaðar- manna og félagshyggjufólks um að bjóða sameiginlega fram til næstu sveitarstjórnarkosninga. Sú hefur raunin ekki orðið hér í Hafnarfirði. Forysta A-flokk- anna hér hefur verið of sundur- leit og ómarkviss til þess að ná saman þrátt fyrir einlægan vilja fjöldamargra um samfylkingu þessara afla. Þessu þarf að brey- ta. Þrátt fyrir að A-flokkarnir bjóði fram hvor í sínu Iagi, þarf að tryggja samstöðu þeirra um þau verk sem vinna þarf að af- loknum kosningum. Sú mál- efnalega vinna sem fram fór á vegum flokkanna fyrr í vetur sýndi ótvírætt að víðtæk mál- efnaleg samstaða er milli þess- ara flokka. Það voru aðrir hlutir sem ollu því að menn náðu ekki saman. Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði stendur á tímamótum. Hann er stóri flokkurinn hér í Hafnarfirði og hefur verið það lengst af öldinni. Hann hefur sótt fylgi sitt til hins vinnandi manns, karla og kvenna sem hafa verið tilbúin að berjast fyr- ir jöfnuði og réttlptu samfélagi. Trúnaðinn við þetta fólk má ekki rjúfa. Skellum ekki skollaeynm- um Þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hafi staðið fyrir og leitt mörg mál til farsælla lykta á umliðnum árum er í senn heimskulegt og hættulegt að loka augunum fyrir því sem miður hefur farið og betur má gera. Þannig hefur okkur í for- ystu flokksins ekki tekist að skapa þá einingu og kveikja þann baráttuanda sem nauðsyn- legur er hverjum þeim flokki sem telur sig hafa eitthvert er- indi í pólitík. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skella skollaeyrunum við einlægri gagnrýni eða stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við þau vandamál sem upp kunna að koma. Erfiðasta málið á þessu kjörtímabili hefur verið afstaðan til meirihlutasam- starfsins við tvo bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt siðferði Alþýðuflokkurinn gekk á kjör- tímabilinu til samstarfs við tvo bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins þess fyllilega meðvitaður að annar þeirra hafði stýrt fyrir- tækjum sínum í heljarmikið gjaldþrot með flestum þeim hörmungum sem slíku fylgir. Það var hins vegar ekki fyrr en ári síðar að þessi samstarfsaðili okkar var dæmdur fyrir m.a. að standa ekki skil á almannafé. Sá dómur var síðan staðfestur af hæstarétti. Við þetta vöknuðu upp margar siðferðilegar spurn- ingar meðai fjölda jafnaðar- manna en ekki náðist samstaða um hvernig rétt væri að bregð- ast við. Virtust ýmsir ekki átta sig á því að eitt er að sigla fyrir- tækjum í gjaldþrot - annað að vera dæmdur fyrir saknæmt at- hæfi. Engum þarf að koma á óvart að áleitnar siðferðilegar spurn- ingar hafi leitað á marga flokks- félaga mína og aðra bæjarbúa. Hvernig má það vera að maður sem er dæmdur vanhæfur til setu í stjórn hlutafélaga af æðsta dómstól landsins geti set- ið í stjórn bæjarfélags eins og ekkert hafi í skorist? Hvernig má það vera að einstaklingur sem dæmdur er vanhæfur til setu í hlutafélaginu Aflvaka geti setið eins og ekkert sé í byggða- samlaginu SORPU vegna þess eins að form þessara sameignar- fyrirtækja sveitarfélaganna er sitt með hvorum hættinum? Mitt svar var afdráttarlaust. Eg vildi slíta samstarfinu en meiri- hluti félaga minna í fulltrúaráði flokksins komst að annarri nið- urstöðu. Að þora að forgangsraða Smáhvellur varð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár þegar ég og félagi minni í bæjar- stjórn, Valgerður Guðmunds- dóttir, lögðumst gegn því að verja tugum milljóna króna til nýs bókasafns. Ekki af því að við værum á móti nýju bókasafni eða skildum ekki húsnæðis- vanda þess. Mín afstaða var skýr. Ekkert lá fyrir um hvað verið væri að fara út í, hvort rétt væru að byggja nýtt húsnæði eða kaupa gamalt, né heldur hver kostnaðurinn yrði þegar upp væri staðið. Hvorugu okkar leist á einhverjar klúðurslausnir sem fáir ef nokkrir yrðu ánægð- ir með þegar upp væri staðið. Þá lá það fyrir að þorri fram- kvæmdafjár bæjarins næstu árin færi til að einsetja skólana eins og stefnumörkun bæjarins segir til um. Eg var því ekki tilbúinn að ana út í einhverja gjaldþrota- stefnu til þess eins að þóknast kjósendum, vitandi það að upp- bygging skólamannvirkja, að meðtaldri íþróttaaðstöðu, myndi kosta hátt á annan millj- arð króna næstu árin. Menn verða einfaldlega að hafa kjark og þor til að forgangsraða þegar svo stendur á. Trúnaður við kjósendur Ekki minna máli skiptir trúnað- urinn við kjósendur. Sumir höfðu á orði að allt í Iagi væri að samþykkja stórar upphæðir til nýs bókasafns í Hafnarfirði því það yrði hvort eð er ekkert hægt að gera í þeim efnum á árinu. Eg og félagar mínir höfðum samþykkt árinu áður að verja umtalsverðu fé til nýs bóka- safns. Það var gert af heilum hug og í góðri trú um að í það yrði ráðist - en ekkert varð úr framkvæmdum. Kom þar margt til. Alþýðuflokkurinn hefur lagt metnað sinn í að standa við og fylgja eftir því sem hann boðar. Eg vildi ekki standa í einhveij- um blekkingarleik gagnvart kjósendum, setja tugi milljóna í verkefni sem engar líkur voru á að staðið yrði við. Málið snérist því ekki síst um trúnað milli AI- þýðuflokksins og bæjarbúa í Hafnarfirði. Skortur á lunburðarlyndi Stór jafnaðarmannaflokkur verður að vera umburðarlyndur og skilja að skoðanir einstakl- inga innan hans hljóta ávallt að verða eitthvað skiptar til ein- stakra mála. Mér hefur þótt skorta umburðarlyndi innan míns flokks á stundum. Þó kast- aði fyrst tólfunum þegar einn af trúnaðarmönnum flokksins út- hrópaði eitt af aðilarfélögum flokksins sem nánast óalandi og óferjandi. Slíkur skortur á fé- lagsþroska er gjörsamlega óþol- andi. Nýir túnax - ný vinnubrögð Opin og skilvirk stjórnsýsla er lykillinn að bættum stjórnar- háttum hjá bæjarfélaginu. A það hefur skort á stundum og úr því þarf að bæta. Of oft eru mál að velkjast allt of Iengi í kerfinu án þess að fá afgreiðslu. Slíkt er óþolandi. Draga þarf skýrari lín- ur á milli verksviðs kjörinna fulltrúa, pólitíkusa, annars veg- ar og emþættismanna hins veg- ar. Með því má koma í veg fyrir ýmiss konar vandræðagang. Ofl- ug pólitísk stefnumótun og sterkt og vel skilgreint embætt- ismannakerfi styður hvort ann- að. Þá þarf að efla opna og lýð- ræðislega umræðu um hin margvíslegu úrlausnarefni bæj- arfélagsins. Þeir sem sitja í for- sæti bæjarfélagsins verða ávallt að vera reiðubúnir að standa fyrir máli sínu, verja skoðanir sínar og skýra ákvarðanir sínar. Nýir tímar kalla á ný vinnu- brögð, nýtt fólk til áhrifa og nýja hugsun til að ná fram þeim markmiðum sem jafnaðarmenn stefna að. Alþýðuflokkurinn hefur verið boðberi slíkra breyt- inga og verður að fylgja þeim eftir af fullum þunga. Hafnarfjörður hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á umliðnum 12 árum. Jafnaðar- menn hafa lengst af farið með forystu bæjarmála þann tíma. Stjórnmálaflokkar og stjórn- málamenn fara þó skammt á fornri frægð. Það eru viðfangs- efni dagsins í dag og verkefni framtíðarinnar sem skipta okkur öllu máli. íhaldiiiu alls ekki treystandi Þótt ýmsum finnist stjórnmála- flokkar vera sami grauturinn í sömu skálinni er það alls ekki svo. Þrátt fyrir að Alþýðuflokk- urinn hafi dregið vagninn í póli- tískri stefnumótum á umliðnum árum og aðrir fylgt í kjölfarið, er hvergi nærri tryggt að aðrir flokkar fylgi þeirri stefnumótun þegar á reynir. Það er löngu þekkt að íhaldið, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur jafnan dregið lappirnar þegar til félagslegra úrlausnarefna kemur. Þannig er íhaldsmönnum alls ekki trey- standi til að framfylgja þeim einsetningaráformum grunn- skólans sem fram hafa verið lögð. Þeim er alls ekki treyst- andi til að standa myndarlega að eflingu þeirrar félagslegu þjónustu sem bærinn hefur ver- ið að byggja upp á umliðnum árum. Þeim er alls ekki treyst- andi að vinna áfram að þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Þeim er ekki einu sinni treystandi til að stýra fjár- málum bæjarins með sómasam- legum hætti eins og sýndi sig á ári hinna glötuðu tækifæra. Framfarir og uppbygging í Hafnarfirði stendur og fellur með styrk jafnaðarmanna. Því hlýtur það að vera algjört for- gangsverkefni að samfylkja öll- um jafnaðarmönnum í einn öfl- ugan jafnaðarmannaflokk líkt og við þekkjum á Norðurlönd- unum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Spáni og víðar. Stefni á iyrsta sætið Eg hef í þessari stuttu grein vik- ið að ýmsu sem mér finnst að betur megi fara. Eg geri mér fulla grein fyTÍr að þar hitti ég m.a. sjálfan mig fyTÍr. Eg tel það hins vegar afar hættulegt ef maður sér ekki það sem betur má fara og skellir skollaeyrun- um við kalli tímans. Ég er reiðu- búinn að vinna áfram í þágu Hafnfirðinga á vettvangi bæjar- stjórnar fái ég til þess stuðning í prófkjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi. Til þess að tryggja framgang þeirra mála og þeirra hugsjóna sem ég berst fyrir óska ég eftir stuðningi allra jafnaðar- manna í Hafnarfirði til að leiða Iista Alþýðuflokksins við kom- andi bæjarstjórnarkosningar. Verum með og tökum þátt í að móta nýja framtíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.