Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 6
6-MIÐVIKUDAGUR ll.MARS 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir giemundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: rítstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánld Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarbl® Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-161b Ámundi Amundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 55i 6270 (reykjavík) Hrossasóttin í fyrsta lagi Hrossasóttin sem geysar þessa dagana virðist geta ógnað mik- ilvægri atvinnugrein og kæru áhugamáli fjölmargra Islendinga. Dagur hefur birt fréttir þess efnis að fylfullar merar kunni að missa fóstur og stóðhestar Qörið. Hestaeigendur reyna að hlynna að veikum skepnum og hafa réttmætar áhyggjur af þeim; þá hefur ekki bætt úr skák að margir óvissuþættir um smit og lækningu valda hugarangri. Nú virðist ljóst að vanda- málið fer ekki eins og hvert annað kvef sem hrjáir mannskepn- una. Beita verður fyllstu aðgæslu og hörku til að sporna við því að sóttin berist um landið. Þetta er grafalvarlegt mál. Hesta- menn verða að virða reglur og löggæslan að framfylgjan þeim. 1 ödru lagi Hrossasóttin vekur upp ugg um að fleiri slík mál kunni að koma upp með auknum samgangi landa á milli. Hestamenn, veiðimenn, náttúruunnendur og fleiri fara nú lengra og víðar en nokkru sinni fyrr. Þeir ferðast með tæki og búnað sem síð- ar er notaður hér heima í umgengni við skepnur og í náttúr- unni. Við þurfum öflugt sóttvarnaeftirlit þar sem fólk kemur inn í landið. A Keflavíkurflugvelli er lausleg athugun á búnaði stangveiðimanna og þeim í raun selt sjálfæmi um hvort þeir láta sótthreinsa búnað sinn - fyrir tiltölulega hátt gjald. Hvað með aðra millilandaflugvelli? Akureyri? Egilsstaði? Hrossa- sóttin sýnir okkur að svo mikið er í húfi að verja landið að einskis má láta ófreistað. Ferðafólk verður að sýna ábyrðgar- tilfinningu, yfirvöld að koma til móts við það með góðri þjón- ustu á hóflegu verði. í þriðja lagi Þá vakna spurningar um ólöglegan innflutning á gæludýrum. Eru þau Ijölmörgu nýju afbrigði og tegundir hunda og katta sem nú prýða sýningar, heimili og garða örugglega komin til landsins eftir réttum leiðum? Þrálátur orðrómur er um hið gagnstæða. Hrossasóttin kallar okkur til ábyrgðar. Er landið vel varið? Ef á því leikur minnsti vafi verður að bæta úr því strax. Stefán Jón Hafstein. Eðalkratar Garri hefur alltaf verið með nokkur atriði á hreinu um ís- lenska pólitík: Allir eru fram- sóknarmenn. Allir eru íhalds- menn. Tiltölulega fáir eru eð- alkratar. Þeir fáu sem segjast vera það eru allt annað. Hvað? Garri rifjar upp minn- ingar: Þegar Garri tíndi kríuegg síðastliðið vor Ieið honum eins og sönnum eðalkrata. Loftið var þrungið af vori, frjálslyndi og við sem sátum og suðum egg við prímus, sungum Nall- ann, töluðum um Jón Baldvin og heimtuðum opið og lýðræðislegt próf- kjör íyrir Reykavík- urlistann. Fugl á hreiðri. Við vorum eðal. Þegar Garri fór í berjamó í haust lögðum við þunga áherslu á prófkjör, við vinirnir sem vor- um eðalkratar í aðal- blábeijaferð. Sung- um Nallann, kvödd- um Jón Baldvin í 250 kveðjuveislum og supum marga fjöruna. Við vorum nýtt eðalvín á gömlum belgjum. Þegar Garri fór í jólaglögg var gaman. Prófkjörið komið í gegn og fijálslyndi klingdi í rúsínum og negulstöngum sem við blönduðum út í rauða - já rauða vínið sem flóði á rósum vors huga. Þá var Garri eðal. Eðalkrati. Og svo prófkjör Og svo kom dagurinn. 8.500 Reykvíkingar fóru á eðalkrata- slóðir og greiddu atkvæði! Al- veg eins og okkur dreymdi um V. í kríuvarpinu í vor, í eðalblá- beijalautinni í haust, jólarósa- víninu um áramótin. „Garri, við erum snillingar!“ hrópaði einhver og við skáluðum á Ing- ólfskaffi - fyrir fyrstu tölum. Garri sem alltaf hefur talið sig íhaldsmann, eða framsóknar- mann, jafnvel Garri hélt að hann væri bara hreint orðinn eðalkrati. Svo féll Pétur. Æ „Nú er hann svartur, Garri, ekkert nema aðkomumenn á okkar lista," stundi kallinn sem var með eggjahljóðum í vor. A eðalkrataþinginu daginn eftir próf- kjörið var hausverk- urinn yfirþyrmandi, súri þorramaturinn velktist í vömbinni og einhvern veginn allt svo autt og tómt. ,/E, æ, æ, Garri rninn," var stunið við gamla viðtækið þegar Guðrún Ágústsdóttir ornaði okkur um hjartaræt- urnar í viðtali. Og Garri - ný- innvígður í eðalkratahópinn spurði: „Hveijir erum við - eig- inlega - þessir eðalkratar?11 “Ja, Garri minn, ef þú vissir," sagði eðalbláberjavinurinn og stun- di. I þrúgandi svínasultuþögn- inni á þorranum þorði Garri ekki fyrir sitt litla pólitíska líf að spyrja. En svarið kom í rop- anum af magálnum: „Vil- mundur kallaði okkur skíta- pakk.“ GARRI ODDETR ÓLAFSSON skrifar I hagræðingarbrotsjónum sem nú ríður yfir er höfuðmarkmiðið að sameina fyrirtæki og fækka starfsfólki. Lukkuriddarar sjórn- málanna eru sama sinnis og heyja nú heilagt stríð til að sam- eina flokka og efla upp fjölda- hreyfingar til höfuðs flokkakerf- inu, sem Iagt hefur sitt af mörk- um til að tefja fyrir eðlilegri framþróun og að aðlaga þjóðfé- lagið að breyttum tímum síðustu 60 árin. En þess sér hvergi stað, að sameingarsinnar stjórnmála- flokka hafi neitt annað á dagskrá en að leggja niður flokka til að stofna flokka. Það er sem sagt, listin fyrir listina, sem kannski er ekki verra tilgangsleysi en hvað annað. Hafnarfjörður hefur Iöngum verið pólitískur bær þar sem tek- ist hefur verið á um raunveruleg pólitisk málefni. En þau hafa vatnast út í tímans rás og mál málanna í dag eru ergelsi og tog- Sundraðir stöndmn vér streita innan flokkanna um hvernig á að gera þá stóra og öfl- uga. Fjölbreyttur kjörseðíll Arangur sameiningarinnar er að allt útlit er fyrir, að Hafnfirðing- ar fái fjölbreyttari kjör- seðil í hendurnar í vor en nokkru sinni áður. Sameiningarsinnar og femínistaflokkur í and- arslitrunum munu bjóða fram sinn lista. Kratar og Allaballar munu troða skóinn hver af öðrum, eins og hefðin býður, og meira að segja íhaldið stenst ekki þá freistingu að bjóða fram tvo lista. Lausafréttir berast af ágreiningi innan Framsóknar, en fylgi þess flokks í Hafnarfirði er ekki til skiptanna, svo að líklegast verður þar aðeins um eitt framboð að ræða. Standa nú góðar vonir til að sameiningarferlin skili af sér sex listum handa Hafnfirðingum. Frábær árangiu- Sameiningarhjalið til að brjóta niður flokkakerfið er fyrst og fremst vatn á myllu íhaldsins, eins og glöggt kemur fram í fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í skoðanakönnun- um, og ekki spillir það fyrir Framsókn að þar ríkir einhugur um að leggja flokkinn ekki niður. Frábær árangur R- listans í borgarstjórnar- kosningunum síðustu rugla ærið marga í ríminu. R-list- inn er kosningabandalag en ekki samruni flokka. R-Iistinn hafði skýrt og einfalt markmið, að fella meirhluta Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu og fóru létt með að hnekkja gamalgrónu ægivaldi íhaldsins í borginni. Allt útlit er á að R-listinn fari aftur með sigur af hólmi í vor. Aðalmálið nú, er að hleypa íhaldinu ekki að aftur, sem er verðugt takmark. En það er blendin ánægja að fylgjast með hvernig aðstandendur listanna rembast við að koma sér upp ágreiningi. Þeir yfirbjóða hver annan, svo sem varðandi Gullin- brú og Sundabraut og enda með að vera innilega sammála. Um eitt baráttumál eru þeir þó á öndverðum meiði, D-listinn stefnir að því að fella R-listann og R-Iistinn er staðráðinn í að hleypa D-Iistanum ekki aftur að völdum. Um það verður kosið í vor. Pólitísk markmið og hugsjónir eru þessum málum óviðkom- andi. spurt'fj ávaraid Liðlega 100 þúsund manns hefurséð hvih- myndina Titanic, eða tæpur helmingur ís- lenshu þjóðarinnar. Ert þú í þeirra hópi? Friðrik Pálsson forstjóri SH. „Nei. Eg hef ekki séð hana þó vissulega hefði það verið gaman. Ég get því lítið tjáð mig um hana.“ Arthúr Bogason formaðurLandssambands smábáta- eigenda. „Ég hef séð hana og þótti hún frábær. Ég væri til- búinn að fara aftur ef mér væri boðið. Þetta var alveg „topp“ skemmtun og með þvi betra sem ég hef séð. Ég fór mikið í bíó hér áður fyrr en hef nánast lagt þann sið af. Ég var búinn að lesa tvær bækur um Titanic-slysið og þess vegna fór ég að sjá myndina þótt hún Ijalli lítið um slysið, er fyrst og fremst falleg ástarsaga. Ég ætla að vona að ég verði aldrei svo steinrunninn að ég hafi ekki gaman af því.“ Vigfús Þór Ámason sóknarpresturí Grafarvogi. „Ég hef séð myndina og hún hafði sterk áhrif á mig. Hún var tæknilega vel gerð og vel leikin. Stærstu áhrifin voru þegar skipshljómsveitin spilaði sálminn „Hærra minn Guð til þín“ þegar skipið var að sökkva og allir héldu ró sinni þegar sálmurinn hljómaði. Ég fer ekki nógu oft í bíó, langar stundum en ekkert verður af því, kvöldin fara í eitthvað annað.“ Valgerður Hrólfsdóttir formaður leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar. „Við hjónin vorum eigin- lega rekin í bíó af yngsta syninum og sáum ekki eftir því, en ég fer afar sjaldan í bíó, helst ef myndirnar eru íslenskar. Þetta var áhrifa- mikil og falleg mynd og það rifj- aðist upp heilmikið sem ég hafði heyrt um þetta mikla sjóslys. Ég er ekki hissa á því að hún hafl fengið allar þessar tilnefningar til Oskarsverðlauna."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.