Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 9
1 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1998 - 9 i laust hefur hver gert það í sínu hljóði en ekki upphátt." - Hvernig var tilfinningin þegar þið heyrðuð í vélsleðanum? „Hún var frábær - ólýsanleg. Mig Iangar að nota tækifærið og þakka öllum þeim Ijölda manna sem stóð sig frábærlega í þessari björgun. Þetta eru hetjur!“ - Hvaða lærdóm má draga af þessari för? „Eflaust einhvem, en við eig- um eftir að fara yfir það.“ Ótrúlega gott ástand Stefán Gunnarsson er einn þre- menninganna sem brutust niður í Stóradal í Djúpadal £ fyrradag. Hann fór með snjóbílnum til að lóðsa leitarmenn og honum var mjög létt að sjá að ekkert amaði að þeim. „Auðvitað vissi maður ekkert hvernig ástandið væri. Það hafði liðið langur tími frá því að við fórum frá þeim og menn höfðu auðvitað áhyggjur. Það má í raun segja að ástand þeirra hafi verið ótrúlega gott miðað við það sem búast mátti við.“ „Við gerðum mistök“ - Hvað olli því að svo fór sem fór? „Það má segja að það hafi verið mistök hjá okkur að hafa ekki tal- stöð meðferðis. Hún hefði senni- lega náðst þarna en GSM-síminn kom ekki að notum. Svo fórum við lítillega út fyrir ferðaáætlun sem var varasamt þar sem veður- spáin var vond. Hins vegar versn- aði veðrið mun fyrr en við höfð- um átt von á. Annars vil ég eins og Birkir skila þakklæti til þeirra Ijölmörgu sem tóku þátt í þessu ævintýri sem endaði vel. Mér virðist sem stjórn aðgerða hafi gengið vel fyrir sig og kerfið virk- að eins og vel smurð vél.“ Aðstandendur drífur að til að ikominn með snjóbílnum á Öxnadalsheiði en þaðan var honum og félögum ekið á sjúkrahús. - myndir: bös fagna görpunum sem heimtir eru úr helju. Aður en þeir setjast upp í hlýja bílana og keyra heim til góðrar hvíldar, þá kveðjast þeir með snertingu og Iátbragði sem ber keim af því að hremmingarn- ar hafi eflt vináttu þeirra þannig að aldrei gleymist. Hitt er sýnt að þótt sagan hafi fengið farsælan endi, hefði vanbúnaður ferða- langanna sem allir starfa sjálfir í Jón Gauti Jónsson, einn skíðagöngu- mannanna sem lögðu upp í vonskuveðri í fyrrakvöld. Um 100 manns aðstoðuðu við leitina. björgunarsveitum, getað haft hrikalegar afleiðingar f för með sér. Þeir sleppa með skrekkinn en ljóst er að Islendingar verða að fara varlegar á íjöllum á þessum árstíma. Eins og kunnugur íjalla- maður orðaði það við blaðamann: „Þarna er eitt versta veðravíti landsins og menn mega ekki við því að taka neina áhaettu." Sjá einnig bls. 22 í Lífinu í landinu, „Faðirvor á fjöllum". „Nei, í rauninni ekki.“ - Hvernig var búnaðurinn? „Ja, þú sérð það. Við erum allir heilir á húfi eftir allan þennan tíma.“ - Hvað með vistir? „Við vorum komnir í smá vand- ræði vegna þess að við höfðum lítinn vökva. Við bræddum snjó í plastflösku, en það gekk ekki allt of vel.“ - Hvernig drápu þeir tímann? „Með þvf að halda hvor á öðr- um hita. Hrista okkur og svoleið- is.“ - Sváfuð þið? „Já, við skiptumst á að sofa.“ - Fóru þeir einhvern tíma út úr snjóhúsinu? „Nei. veðrið bauð ekki upp á það.“ - Af hverju urðu þeir eftir þegar hinir fóru? „Við tókum meðal annars tillit til skóbúnaðarins þegar það var ákveðið." Ólýsanleg tilfinning - Hvað með sálfræðilegu hliðina? „Hún var ágæt.“ - Fóru menn með bænir? „Við ræddum það aldrei. Jú, ef- Enn með hroll að lok/nni læknisskaðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en furðu hressir þrátt fyrir allt. Fimmmenningarnir búa sig til langþráðrar heimferðar og hlýrrar sængur. inngan< r i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.