Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 10
10- MIÐVIKUDAGVR 11. MARS 1998 Vinafundur eldri borgara verður í Glerárkirkju nk. fimmtudag 12. mars kl. 15. Samveran hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Aðalsteinn Óskarsson. Einnig mun ungt fólk flytja tónlist. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. HRISALUNDUR Úrvals KEA kindabjúgu Hrísolundor soltkjötsfors Hrísolundur fyrir þig. ^ w Odýr olþýðumafur verður að veislu hjó okkur. Heilræði .íj, Ferðamenn! Vinsamlegast gangið vel um neyðarskýli Slysavarna- 'j ■TPlkS' V,. Á. félagsins. Notið ekki búnað J-.V þess nema nauðsyn krefji. IZÍí 'Wjí V-:'" Öll óþörf dvöl í skýlunum er y&tíyjL'-ií' óheimil. ' ÞJÓÐMÁL „Enginn vafi að sú ákvörðun Sæunnar Axels hf. að hefja þessi miklu umsvif í Ólafsfirði, eru eitt mesta gæfuspor í atvinnusögu bæjarins," segir Björn Valur Gíslason í grein sinni. 1 besta falli kj ánalegt BJORN VALUR GISLASON BÆJARFULLTRÚI í ÓLAFSFIRÐI SKRIFAR Landvinnsla í Ólafsfirði hefur Iengi verið nokkuð brokkgeng. Lengst af voru rekin tvö frystihús í plássinu sem ásamt tveim salt- fiskverkunum voru burðarásinn í allri vinnslu í Ólafsfirði. Rekstur þessara frystihúsa var Iengi í járn- um og fór svo á endanum að þau nánast liðu undir lok þó svo að ýmislegt hafi verið reynt til að halda þeim gangandi. M.a. höfðu þau verið sameinuð í einn rekstur en það fór Iíkt og ætla mátti þá að þegar tvær veikburða einingar eru sameinaðar þá verður til eitt nán- ast dauðvona fyrirbæri, sem og varð raunin í þessu tilfelli. Sæ- berg hf. keypti árið 1990 allan þennan rekstur og rak til ársloka 1996. Fyrirtæki hafði þá Iátið milda fjármuni í reksturinn til að reyna að rétta hann við en það bar ekki tilætlaðan árangur. A síð- asta ári leigði Sæunn Axels hf. allt húsnæði frystihúsanna og hóf þar umfangsmikla saltfiskverkun. Farið var út í miklar fjárfestingar og miklum Qölda manns var bætt í vinnu hjá fyrirtækinu. Sæunn Axels hf. er eitt umfangsmesta fyxirtæki sinnar tegundar á land- inu og líklega ekki margir sem gera sér grein fyrir umfangi þess og mikilvægi fyrir Ólafsfjörð. I mfnum huga er enginn vafi á því að sú ákvörðun Sæunnar Axels hf. að hefja þessi miklu umsvif í Ólafsfirði séu eitt mesta gæfu- spor í atvinnusögu bæjarins síð- ustu áratugi. Fjárhagsáætlim Fjárhagsáætlun Ólafsljarðarbæjar hefur nú verið afgreidd. Þar kem- ur fram að bærinn á ekki fyrir af- borgunnum Iána sem gjaldfalla á árinu og þarf að taka lán fyrir því sem uppá vantar sem og fyrir þeim litlu framkvæmdum sem á að fara í á árinu. Aætlað er að bærinn muni á árinu hafa 230 milljónir í tekjur en útgjöldin verði 237 milljónir. Aætlunin ger- ir því ráð fyrir að um 7 milljónir vanti upp á að geta staðið í skilum með greiðslur lána á árinu. Það er því ofmælt hjá meirihluta bæjar- stjórnar að segja að áætlunin beri þess merki að verið sé að greiða niður skuldir að einhverju marki þegar aðeins er verið að reyna að standa í skilum - með Iántökum að hluta til. Vissulega lækka skuldirnar um 26 milljónir á ár- inu en það er ekkert umfram það sem gjaldfellur á árinu og getur því varla talist átak til niður- greiðslu skulda. Slæm fjárhags- staða bæjarins Ieiðir það af sér að ekki verður um neinar fram- kvæmdir að ráði að ræða hjá bæn- um í ár. Meirihlutinn bendir á að verkefnastaðan sé góð, sem vissu- Iega má færa rök fyrir. En að halda því fram að það muni nægja að greiða niður skuldir um að meðaltali um 20 milljónir á ári f 10 ár til að Ólafsfjarðarbær verði skuldlaus er í besta falli kjánalegt og ekki séð til hvers slík ummæli eiga að leiða, ekki síst þegar horft er til þess að núverandi meirihluti hóf kjörtímabilið á yfirlýsingu þess efnis að ætla að greiða niður skuldir bæjarins um 50 milljónir á tímabilinu. Staðreyndirnar eru hinsvegar þær að skuldir Ólafs- íjarðarhæjar hafa aukist um rúm- ar 180 milljónir á þessu niður- greiðslutímabili meirihlutans, um það verður ekki deilt. A fyrri helmingi kjörtímabilsins tvöföld- uðust nærri því skuldir á hvern íbúa bæjarins, fóru úr 229 þús. á íbúa í árslok 1994 í 453 þús. í árslok 1996. Menn eiga að hafa kjark Heildarskuldir bæjarins fóru úr 347 milljónum í árslok 1994 í 530 milljónir í árslok 1996. Á sama tíma fóru heildartekjur bæj- arins aðeins upp um 16% eða úr 159 milljónum í 185 milljónir. Þessar tölur segja sitt um ijár- hagsstöðu bæjarins. Endurskoð- endur bæjarins hafa margítrekað bent á gífurlegan vanda bæjar- sjóðs en tala fyrir daufum eyrum enn sem komið er. Rekstur bæjar- ins er þungur og verður það næstu árin. Við munum þrátt fyr- ir að ætla okkur ekki í neinar framkvæmdir, þurfa að sinna miklu viðhaldi á húsnæði og bún- aði skóla og íþróttamannvirkja sem á okkar höndum er og mætti segja mér að það ásamt þungum rekstri muni taka nánast allt fjár- magn sem á lausu verður hjá bænum næstu árin. Minnihluti bæjarstjórnar gerði þann fyrirvara við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að gert verði ráð fyrir því að Ieita þurfi allra leiða til niðurskurðar til að mæta hugsanlegum útgjöld- um sem eru í umræðu innan bæj- arstjórnar en vandséð er hvemig skuli taka á. Að öðru leyti sam- þykktum við áætlun ársins 1998 en bentum á þá staðreynd sem endurskoðendur bæjarins hafa margoft bent á að skuldastaða bæjarins sé verulega slæm og í raun mikið áhyggjuefni. Það er ástæðulaust að gera lítið úr því eins og meirihlutinn reynir að gera og telur alla umræðu um Ijárhagsstöðu bæjarins vera svart- sýnisraus. Staðreyndirnar blasa við og menn eiga að hafa kjark til að horfast í augu við þær. Ótrúleg vinnubrögð A bæjarstjórnarfundi í síðasta mánuði kom fyrir afgreiðsla hús- næðisnefndar á innlausn íbúðar sem var vægast sagt gerð með undarlegum hætti. Um var að ræða íbúð sem byggð var í félags- Iega kerfinu fyrir margt löngu og engin skylda var fyrir bæinn að leysa til sín. Samt sem áður hafði bæjarstjóri, sem starfsmaður hús- næðisnefndar, forgöngu um það að leysa íbúðina til bæjarins án þess að Ieita álits nefndarinnar á málinu. Þegar hann Ioksins lagði málið fyrir nefndarfólk var hann búinn að ganga frá öllum málum, staðfesta innlausnina og greiða fyrrum eiganda út það sem hon- um, að mati bæjarstjóra, bar að fá. Bæjarstjóri ber fyrir sig ákvæð- um í lögum um félagslegar íbúðir þar sem segir að bæjarfélögum beri skylda til þess að leysa til sin íbúðir, byggðar í félagslega kerf- inu, fari þær á nauðungaruppboð. Um slíkt var ekki að ræða í þessu tilfelli. Ibúð þessi var ekki á nauð- ungarsölu og hafði reyndar ekki verið auglýst opinberlega til sölu af neinu tagi. Þannig að þessi skýring bæjarstjóra er út í hött og býr greinilega eitthvað annað að baki þessum verknaði hans. Hér er auðvitað um vítaverða hluti að ræða hjá bæjarstjóra og hreint ótrúlegt að vita til þess að hann komist upp með að haga sér með þessum hætti, og setji hugsanlega lasburða bæjarsjóð í óþarfa millj- óna útgjöld. En þannig er það nú samt sem áður. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.