Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR ll.MARS 1990 - 3 FRÉTTIR Hart lagt að Pétrí að vera á R-lista Pétur Jónsson borgar- fiilltrtíi segir menn í fuUtrúaráði ílokksiiis í borginni hafa við orð að samþykkja ekki R-listann vegna þess að á honum séu ekki kratar. - Við tök- iiin ekki upp leiki, segir Birgir Dýrfjörð. „Það er vandaræðagangur í þessu hjá flokknum. Menn segja að þarna sé ekki um neina krata að ræða og þá hrökkva kratar í borginni við. Þeir eru hinir fúl- ustu og tala nú um að samjrykkja ekki Reykjavíkurlistann. Eg veit svo sem ekki hvað mikil alvara er að baki þessu tali manna. Það hafa margir þetta við orð og ef menn gera alvöru úr þessu tali sínu þá er íjandinn laus. FuII- trúaráð flokksins þarf á fundi í vikulokin að samþykkja þá krata sem settir verða á R-Iistann sem ekki voru valdir í prófkjörinu. Síðan þarf ráðið að samþykkja listann í heild,“ segir Pétur Jóns- son, borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, í samtali við Dag. Hart er lagt að Pétri að taka sæti á Reykjavíkurlistanum en hann hefur ekki ljáð máls á því ennþá. Talið er að ef hann ljáir máls á því muni menn í Alþýðu- flokknum í Reykjavík betur sætta sig við Iistann. „Aðkomumenn“ „Það er rétt, nú þrýsta menn á mig að taka sæti á listanum en ég hef engu svarað og er enn að velta þessu fyrir mér. Persónu- lega er ég andsnúinn því að gera það. Eg gaf kost á mér í prófkjöri og þar gafst fólki kostur á að velja mig á listann en gerði það ekki. Því ætti ég þá að vera að eltast við þetta meira?“ sagði Pétur. Margir gamlir kratar í borginni eru ekki mjög hressir með það að „tveir aðkomumenn," eins og þeir kalla þá Hrannar B. Arnars- son og Helga Pétursson, komust f örugg sæti á Reykjavíkurlistan- um í prófkjörinu. Pétur viður- kennir að þetta sé alveg rétt, svona tali menn en geti þó eng- um nema sjálfum sér um kennt. Tökum ekki upp leiki „Eg trúi því ekki að fulltrúaráðið geri þetta jafnvel þótt maður viti að fólk er miskátt með niður- stöðu prófkjörsins. Fulltrúaráðið valdi ákveðinn 7 manna hóp til að fara og keppa í prófkjörinu og niðurstaðan er ljós. Þeir sem nú eru borgarfulltrúaefni flokksins voru í þessum 7 manna hópi og sigruðu í prófkjörinu. Það hefur verið leildð í skákinni og kratar taka ekki upp leiki,“ sagði Birgir Dýrfjörð, sem sæti á í fulltrúa- ráði Alþýðuflokksins. Það kemur væntanlega í ljós á föstudag eða laugardag hvort kratar gera uppþot eða sam- þykkja Reykjavíkurlistann. -S.DÓR Halldór Blöndal samgönguráðherra segist vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir einkafjánvögnun við framkvæmdir Sunda- brautar en hann segir brautina langt í frá komna á dagskrá. Simdabraut ekki á dagskrá „Eg er þeirrar skoounar að við eigum að leita eftir Ieiðum til einkafjármögnunar fram- kvæmda við Sundabrautina. Það hefur verið talað um skugga- gjöld en það liggur engin niður- staða fyrir um það hvenær verð- ur ráðist í þessa framkvæmd enda er undirbúningi engan veginn lokið og ekki komin nið- urstaða á hvernig þessi braut eigi að vera,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra aðspurður um byggingu Sunda- brautar. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar hafa haldið á lofti þeim hugmyndum að einkavæða og fjármagna Sundabrautina, en kostnaður við hana alla er sagður nema um 12 milljörðum króna. Halldór sagði framkvæmdir við Sundabraut svo viðamikla og kostnaðarsama að óhugsandi væri að ráðast í hana alla nema samtímis liggi fyrir að komið sé að því að næsta byggingasvæði borgarinnar sé Alfsnesið. -S.DÓR Niðurskurður á spítölum Spara á 120 milljónir hjá Ríkis- spítölum með hagræðingu og sparnaði á ýmsum sviðum. Til dæmis er lagt til að 10% niður- skurður verði á hjartaaðgerð- um, spara á við lyflækningar og einnig við geðsjúka. Minnka á stjórnunarkostnað. Ekki á að segja upp fólki, en nýráðningar munu hætta. Þessi sparnaður mun ekki ráða bót á „fortíðarvanda" spítalanna, hallarekstri síðustu ára. Guðmundur G. Þórarinsson stjórnarformaður leggur til að ljárveitingarvaldið komi með framlög vegna þessa. Þessar hugmyndir voru kynntar á starfsmannafundi í gær, en þær koma frá stjórnarnefnd Ríkisspítala. Frá starfsmannafundi á Ríkisspitölum í gær. Halldór Ásgríms- Jjux vegna Kosovo Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna hins alvarlega ástands sem skapast hefur i Kosovo. Hann fordæmir voðaverk serbneskra stjórnvalda og tekur undir kröfu hins al- þjóðlega samfélags um að binda tafarlaust endi á blóðbaðið. Jafnframt að hafnar verði pólítískar við- ræður hið fyrsta til að finna friðsamlega lausn á fram- tíðarskipan Kosovo. -SBS. A-flokkar eystra stofna Fjarðarlistauu Samþykkt var á félagsfundum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á Eskifirði, í Neskaupstað og á Reyðarfirði í sl. viku að stofna nýtt bæj- armálafélag, Fjarðarlistann, og jafnframt var Iýst yfir stuðningi við væntanlegt framboð listans í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Með stofnun Fjarðarlistans verður framboðsmálum Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og annars félagshyggjufólks í hinu nýja sveitarfélagi kom- ið í farveg sameiginlegs framboðs á sama hátt og þróunin virðist ætla að verða víðsvegar um landið," segir í frétt frá Fjarðarlistanum, en stofnfundur hans verður á þriðjudagskvöld í næstu viku. -SBS. Amór Karisson kaupmaður, til hægri, og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háksólans á Akureyri við undirritun skipulagsskrár sjóðs sem Arnór styrkir með 20 milljónum. Mynd: GS Gefúr 20 milljónlr I gær barst Háskólanum á Akur- eyri rausnarlegasta gjöf frá ein- staklingi sem skólanum hefur verið færð til þessa. Það var Arn- ór Karlsson, kaupmaður á Akur- eyri, sem gaf skólanum tvær eignir sínar, raðhúsíbúð við Furulund og verslunarhúsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð. Auk þess ánafnaði Arnór Háskólanum allt innbú sitt, þ.ám. 30 málverk og bækur. Gjöfin er að andvirði 20 milljón- ir kr. Arnór mun áfram búa í hús- eigninni við Furulund en gjafirn- ar eru að öðru leyti bundnar því skilyrði að andvirði eignanna verði varið til stofnunar gjafa- sjóðs, Végeirssjóðsins, sem stuðla eigi að uppbyggingu á rannsóknarstarfi á Végeirsstöð- um í Fnjóskadal. En Arnór og ættingjar hans gáfu skólanum jörðina í september 1995. Tilgangur sjóðsins er að veitt verði úr honum fé til skógrækt- ar,- rannsókna- og ráðstefnu- starfsemi á Végeirsstöðum. Lagt verði fé til uppbyggingar rann- sóknastarfs á vegum Háskólans á Akureyri sem og annarra verk- efna sem sjóðurinn telur brýnust á hverjum tíma. Sjóðurinn mun einnig taka váð framlögum frá öðrum gefendum til hvers konar framfaramála sem háskólinn stendur fyrir. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir gjöf- ina frá Arnóri sína mikinn velvilja hans til skólans. Hún þýði að Há- skólinn á Akureyri fái tækifæri og möguleika á að byggja upp ráð- stefnu- og útivistarsetur á Vé- geirsstöðum en einnig sé gjöfin frekari hv'atning til að láta fé af hendi rakna til skólans. — HBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.