Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 13
XJ^ur p-- M I D VIKUDAGUR 11. MARS 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Erai hyggj ast Framarar afrýj a Enn geta Valsmenn fagnað bikarsigrinum. Malone bestnr Karl Malone hjá Utah var valinn leik- maður febr- úar í NBA og fyigdi því vel á eftir og var valinn leikmaður fyrstu vik- unnar í mars. I síð- ustu viku spilaði liðið Qóra leiki og skoraði Malone að jafnaði 32 stig, tók 11.3 fráköst og átti 3.3 stoðsendingar í leik. Hann var alltaf efstur í stigum og fráköstum hjá Iiði sfnu og er þetta án efa einn besti kraft- framherji NBA fyrr og síðar. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili sem Malone er valinn leikmaður vikunnar. Malone byijaði vikuna með 24 stigum og 10 fráköstum í auðveldum sigri á Toronto og fylgdi því strax eftir með 32 stig- um og 15 fráköstum í sigri á Boston. Hann skoraði svo 32 stig og tók 12 fráköst í sigurleik gegn New Jersey. Vikuna endaði hann svo með stórleik í Milwaukee, þar urðu stigin 40 og fráköstin 8. - JJ Framarar lítt kátir með niðurstöðu dóm- stóls HKRR eu Vals- menu fagua sigri. Dómstóll HKRR hafn- ar öUum kæruatriðum Fram. DómstóU HSÍ fær málið uú aftur tH afgreiðslu. Dómsorð: „Urslit í Ieik Fram og Vals í bikarkeppni HSI í meist- araflokki karla, sem leikinn var sunnudaginn 7. febrúar, 1998, skulu standa." Svo hljóðar niður- staða dómstóls HKRR í kæru- máli Fram vegna bikarúrsli- taleiksins í handbolta. Fram kærði upphaflega þessi fjögur atriði við framkvæmd leiksins: 1. Að lið Vals var skipað sjö úti- leikmönnum á lokasekúndunum. Það er ólöglegt. 2. Að Brynjar Harðarson, fyrr- um formaður Handknattleiks- deildar Vals, var á skiptisvæði Vals sfðasta hluta venjulegs leik- tíma. Hann var ekki skráður á leikskýrslu og því var vera hans þar ólögleg. 3. Einn leikmanna Vals stóð innan við aukakastslínu við mark Fram þegar aukakast var tekið við lok venjulegs leiktíma. Það er ólöglegt. 4. Tíminn var útrunninn þegar Valur skoraði sitt 20. mark. I niðurstöðu dómsins kemur fram að í atriðum númer 1 og 3 telur dómurinn að ákvörðun dómara sé endanleg samkvæmt leikreglum HSI. Um atriði númer 2 segir dóm- urinn ósannað að hugsanleg vera Brynjars Harðarsonar á skipti- svæði Vals hafí haft áhrif á gang leiksins og því ekki næg ástæða til að ógilda úrslit leiksins. Um tímamælinguna segir dómurinn að mistökin virðist lig- gja hjá mönnum við tímavarða- borðið. Þeir hafi ekki stillt hið opinbera tímatæki, leikklukkuna, í samræmi við ákvörðun dómara. Því telur dómurinn að í aðalat- riðum hafí rétt verið farið eftir leikreglum HSI varðandi Ieik- tíma. Framarar ekki kátir Dómstóllinn tekur ekkert af kæruatriðum Fram til greina. Eðlilega eru forráðamenn liðsins ekki sáttir við niðurstöðuna. „Eg er bara búinn að heyra niðurstöðuna en ekki búinn að lesa dóminn og get því lítið sagt um málið núna. En maður er náttúrulega alltaf hissa þegar tveir dómstólar Qalla um sama mál og komast að sitt hvorri nið- urstöðunni. Nú voru engar vitna- leiðslur eins og var þegar málið var flutt fyrir dómstóli HSI og því veit ég ekkert hvað liggur til grundvallar dómsorðinu. Ég geri bara ráð fyrir að við munum áfrý- ja málinu til dómstóls HSI. Þetta mál þarf að fara alla leið til þess að menn fái botn í það,“ sagði Knútur G. Hauksson formaður handknattleiksdeildar Fram. Guðni Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Vals var öllu ánægðari með niðurstöðuna. „Við erum náttúrulega algerlega sammála þessum dómi og niður- stöðu hans. Dómurinn er bara í samræmi við fyrri dómsúrlausnir dómstóls HSÍ. Frá árinu 1990 hefur dómstóll HSÍ verið að dæma í svona málum og aldrei hefur hann ógilt leikina einfald- Iega af því að þegar svona mistök eru gerð eru þau á ábyrgð dóm- ara og verða ekki endurskoðuð. Úrslit leiksins eiga að ráðast í venjulegum Ieiktíma og innan valllarins," sagði Guðni Haralds- son. — GÞÖ Þeir gerast ekki mikið sterkari en Karl Malone. Utah á gódri siglingu Liö Utah Jazz er sennUega þaö sterkas- ta í VesturdeHdiimi um þessar mimdir. Liðið er rétt á eftir Seattle í 2. sæti deUd- arinnar og er stefnan sett á úrslitin í vor. Karl Maione var frábær þegar Utah lagði Houston, 100:93. Malone skoraði 29 stig og tók 21 frákast og Utah vann þar með alla fjóra leikina sem það spilaði við Houston í vetur. Það gerðu þeir síðast árið 1983 eða fyrir 15 árum. Jeff Flornacek skoraði 15 stig og þetta var 14. sigur liðsins í síðustu 1 5 leikjum og nú er lið- ið 1 1/2 leik á eftir Seattle. „Þeir spiluðu mjög vel en karakterinn í liðinu okkar er frá- bær, við hættum aldrei. Þetta er sigur sem við getum verið stoltir af,“ sagði Malone eftir leikinn. Þijá lykilmenn vantaði í lið Houston, þá Hakeem Olajuwon, Mario Elie og Kevin Willis en þeir tóku allir þátt í slagsmálum í leik gegn Phoenix um síðustu helgi. Eddie Johnson var stigahæstur hjá Houston með 37 stig en ein- ungis 2 komu í 4. leikhluta. Drexler skoraði 15 stig og Charles Barkley setti 10 og tók 11 fráköst. „Við settum ekki skotin niður þegar við þurftum í lokin en það var erfitt án þessara þriggja lykil- manna,“ sagði Barkley eftir leik- inn. Skotsýning í Fhoenix Það voru níu leikmenn Phoenix Suns sem skoruðu 10 stig eða meira í sigurleik gegn L.A. Clipp- ers aðfaranótt þriðjudags. Phoenix vann 134:105 og liðið hefur ekki skorað fleiri 3-stiga körfur í Ieik á þessu tímabili, 12 talsins. George McCloud tók sex 3-stiga skot og hitti úr þeim öll- um og skoraði 21 stig í leiknum. Liðið setti einnig met á þessu tímabili með 40 stoðsendingum og átti Jason Kidd 13 af þeim. Liðið spilaði einnig án Antonio McDyess, sem lenti í slagsmál- um við Hakeem Olajuwon um helgina. „Þegar maður spilar eldd margar mínútur verður maður að nýta þær vel og það gerði ég í þessum leik,“ sagði McCloud eftir leikinn. Eric Piatkowski var með smá skotsýningu sjálfur fyrir gestina en hann setti niður sjö 3-stiga körfur og alls 23 stig í leiknum. Lamond Murray bætti við 20 stigum fyrir Clippers. „Ef ég segði einhverjum að við höfum skorað 105 stig en tapað með 29 stiga mun þá myndu flestir halda að \dð gætum ekki stafað orðið vörn hvað þá spilað vörn,“ sagði Bill Fitch, þjálfari Clippers, eftir leikinn. Golden State vann sjaldgæfan sigur en mótheijarnir voru ekki í sterkari kantinum, lið Sacra- mento Kings, lokatölur 93:88. Erick Dampier, sá leikmaður sem spilaði með hinum um- deilda Darryl Wilson sem var í Grindavík í vetur, var stigahæst- ur Golden State með 22 stig og tók einnig 12 fráköst. „Við spil- uðum góða vörn og áttum flest fráköstin í leiknum og sigurinn var góður,“ sagði Dampier eftir leikinn. Clarence Weatherspoon og Jason Caffey tóku báðir 13 fráköst í leiknum en liðið tók alls 62 fráköst. Corliss Williamson skoraði 27 stig fyrir Sacramento og Mitch Richmond setti niður 22. Nick Anderson heldur sinni frábærri spilamennsku áfram og Orlando lagði Philadelphiu, 88:78. Anderson skoraði 22 stig, tók 8 fráköst og átti 7 stoðsend- ingar í leiknum. „Þetta var góður útisigur hjá okkur og við erum enn inni í myndinni hvað varðar úrslitakeppnina," sagði Ander- son. Allan Iverson skoraði 19 stig fyrir heimamenn og Joe Smith setti 16 og tók 12 fráköst en lið- ið lék án Derrick Coleman sem er meiddur. - JJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.