Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 11
 MIDVIKUDAGUR 11. MARS 1998 -"11 ERLENDAR FRÉTTIR Feliur danska stjómin í dag? Vinstri Hægri Úthlutun þingsæta á danska þinginumiðad við könnun: Sósialdemókratar 56, Radikale 9, Sósíal. alþfl. 13, Einingarlisti 5, samtals: 83. - Venstre 45, íhalds. 21, Miödemó. 8, Danski alþfl. 13, Kristil. 5, samtals: 92 Danir ganga að kjör- borðinu í dag og kjósa í almeimum þing- kosnmgum. Kosningarnar stefna í að verða óvenju tvísýnar og síðustu daga hafa skoðanakannanir bent til að borgaraflokkarnir gætu steypt sósíaldemokratískri ríkisstjórn Pauls Nyrup Rasmussen. Alls verða kosnir 175 þing- menn í 14 kjördæmun, en auk þessara þingmanna eiga sæti á danska þinginu tveir grænlenskir þingmenn og tveir færeyskir, þannig að meirihluti í þinginu fæst nái önnur hvor blokkin í dönskum stjórnmálum - sú borg- aralega eða sú sósíaldemókrat- íska - rúmlega 90 þingsætum. Áfram velmegim? Þegar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar fyrir þrem- ur vikum, var stjórnmálaútlitið almennt talið gott fyrir ríkis- stjórnarflokkana, sósíalde- mókrata og Radikale venstre. Efnahagsástandið er gott, at- vinnuleysi það minnsta í 17 ár og engin alvarleg vandamál hafa hijáð ríkisstjórnina. Enda hafa sósíaldemókratar byggt kosningabaráttuna á þessum grunni og stillt upp tveimur valkostum - áframhaldandi velmegun annars vegar eða ábyrgðalausar skattalækkan- ir hjá hinum velmegandi og óvissa með borgaraflokkun- um hins vegar. Kosningabandalag til hægri Hægriflokkurinn Venstre, sem Uffe Elleman-Jensen leiðir og íhaldsflokkurinn (Konservatívir) undir forystu Per Stig Mullers ganga til kosninganna í kosninga- bandalagi þar sem grunn- tónninn snýst um skatta- lækkanir og aukið frelsi ein- staklinganna. „Sambland af frel- si og tryggingu," eins og Uffe Elleman orðaði það í lokaum- ræðum í danska ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld. Málefnaágreiningur stærri flokkanna hefur verið heldur fátældegur og snúist um áherslur og útfærslur frekar en grundvallaratriði. Þó er greini- legt að sósíaldemókratarnir stan- da uppi sem verjendur hins hefð- bundna danska velferðarkerfis en borgaraflokkarnir vilja endur- bætt velferðarkerfi - tala um að fjármagnið þurfi að fylgja sjúk- lingum, börnum eða eldri borg- urum í gegnum velferðarkerfið. Skólamál umdeild Onnur einstök mál sem hafa orðið áberandi í umræðunni eru skólamál, dýravernd og innflytj- endamál. Núverandi stjórnar- andstaða hefur gagnrýnt grunn- skólann fyrir að vera dýr og léleg- ur og að nemendur komi illa út úr alþjóðlegum samanburði. Kunnugleg umræða frá Islandi. Dýravernd hefur komið óvænt inn f umræðuna í tengslum við ólíkar aðferðir við slátrun hús- dýra, ekki síst slátrun sem fram- kvæmd er undir trúarlegum for- merkjum. Ymsir smáflokkar úr borgaralegu blokkinni hafa reynt að vinna fylgi út á þetta. Flóttamenn og innflytjendur Flóttamanna- og innflytjenda- mál hins vegar hafa verið áber- andi, enda tilfinningalegt hita- mál. Það er fyrst og fremst Danski alþýðuflokkurinn (Dansk Folkeparti), undir forystu Piu Kjærsgaard, sem er klofnings- flokkur út úr Framfaraflokknum (Glistrup) sem sett hefur inn- flytjendamálin á dagskrá. Pia Kjærsgaard hefur verið órög við að lýsa yfir að senda eigi flótta- menn aftur til sinna heimahaga um leið og þeim sé óhætt þar. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að það skuli einmitt vera hún, sami aðili og sýnir mesta hörku gagnvart flóttafólki, sem hefur gert háværar athugasemdir \áð hvernig dýrum er slátrað undir trúarlegum formerkjum. Þessi sjónarmið hafa tryggt henni og flokknum á milli 8-10% í skoð- anakönnunum, þannig að flokk- urinn er mikilvægur í umræð- unni um borgaralega samsteypu- stjórn. Foringjaslagur Það sem öðru fremur hefur þó einkennt kosningabaráttuna er athyglin sem beinst hefur að for- ingjunum og hafa danskir frétta- skýrendur skilgreint þetta sem foringjabaráttu, jafnvel einvigi milli hugsanlegra forsætisráð- herra, Nyrups Rasmussen ann- ars vegar og Elleman-Jensens hins vegar. Elleman-Jensen er af flestum talinn Iíklegasta forsæt- isráðherraefni borgaraflokkanna, enda er flokkur hans sá lang stærsti þeim megin í flokkakerf- inu. Formlega hins vegar hefur ekki verið frá því gegnið milli Ihaldsflokksins og Ven- stre hvort Elleman-Jensen eða Per Stig Muller, íhalds- formaður verði forsætisráð- herraefni kosningabanda- Iagsins. Slíkt segja þeir að muni einfaldlega ráðast í kosningunum. Hugsanlegir samstarfsflokkar þeirra hafa ekki gert upp á milli þeirra foringjanna og telja að það sé mál Venstre og Ihaíds- flokksins að ákveða hver verður forsætisráðherra ef til kemur. Miðdemókratar með lykilinn Þó hefur einn borgaraflokk- anna, Miðdemókratar, haldið því opnu hvorn formannanna flokk- urinn kunni að styðja. Mið- demókratar eru í algjörri lykilað- stöðu í þessum kosningum og væntanlegum ríkisstjórnarþreif- ingum. Formaður flokksins, Mimi Jakobsen, hefur gert hvað hún getur til að halda dyrum opnum þó flokkurinn hafi þegar gefið út þá yfirlýsingu að hann muni frekar styðja borgaralega ríkisstjórn en sósíaldemókrat- íska. Hún hefur sett þrjú grund- vallarskilyrði fyrir þátttöku í slíkri ríkisstjórn, sem lúta að já- kvæðri afstöðu gagnvart Evrópu- sambandinu, að innflytjenda- málin verði látin óhreyfð og að atvinnuleysisbætur og ellilífeyrir verði ekki skertur með neinum hætti. Niðurstöður skoðanakaunana Berlinske Tidende (%): kos. - könnun >94 - 8/3 ’98 Sósíaldemókratar 34,6 - 32,1 Radikale venstre 4,6 4,9 Ihaldsflokkurinn 15,0 - 1L1 Miðdemókratar 2,8 4,1 Sósíalíski alþfl. 7,3 7,3 Danski alþýðufl. — 7,3 Kristilegir 1,9 2,7 Venstre 23,3 - 25,4 Framfarafl. 6,4 1,8 Einingarlistinn 3,1 2,6 Aðrir 1,0 0,7 Stríðsglæpadómstóllinn rannsakar Kosovoárásir KOSOVO - Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag er þeg- ar farinn að safna gögnum um árásir serbnesku lögreglunnar á Albani í Kosovo-héraði. Dómstóllinn hefur einnig um nokkurra ára skeið safnað gögnum um Milosevic forseta Serbíu, án þess þó að það hafi leitt til þess að ákæra hafi verið lögð fram. Suharto áfram forseti INDONESIA - Suharto forseti Indónesíu hefur setið á valdastóli í sex kjörtímabil samfleytt, eða 30 ár, og í gær staðfesti þingið að hann yrði áfram í forsetaembættinu næstu fimm árin, en hann er nú 76 ára gamall. Þjóðþing iandsins hefur fyrst og fremst stöðu ráðgjafarþings, en er formlega æðsta stjórnstofnun landsins. Þrátt fyrir mikla efna- hagsörðugleika lék aldrei vafi á að þingið myndi staðfesta kjör hans og enginn mótframbjóðandi var í kjöri. Blóðugir bardagar í austurhluta Tyrklauds TYRKLAND - í héraðinu Bingöl í Austur-Tyrklandi létu 42 manns líf- ið í bardögum tyrkneskra öryggissveita gegn Kúrdum. Meirihluti þeirra sem Iétust voru kúrdneskir aðskilnaðarsinnar og sögðu tyrkn- esk stjórnvöld að í bækistöðvum þeirra hefði fundist mikið af vopn- um, skotfærum og matvælum. Blair ætlar að hitta Gerry Adams BRETLAND - Gerry Adams, ieiðtogi Sinn Fein, gengur á fimmtudag á fund Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, og sagðist tals- maður Sinn Fein vonast til þess að fundur þeirra verði til þess að flokkurinn geti innan tíðar sest aftur að samningaborðinu á Norður- Tony Blair, forsætisráð- Irlandi. herra Bretlands. Evrópuþiugið krefst lengri vöruáhyrgðar FRAKKLAND - Evrópuþingið í Strassborg samþykkti í gær að vernda beri neytendur frekar en nú er gert með því að lengja ábyrgðartíma- bil á keyptum vörum úr sex mánuðum í tvö ár. Þá samþykkti þingið að ef tæki bilar eigi neytendur rétt á því að framleiðandinn veiti ókeypis viðgerð eða nýtt tæki. Erfðagögn kynferðisglæpamanna geymd ÞYSKALAND - Stjórnvöld í Þýskalandi staðfestu í gær að framvegis verði erfðaupplýsingar úr munnvatni, sæði eða hárum kynferðis- glæpamanna geymdar í sérstökum gagnabanka. Með þessu verði auð- veldara að bera kennsl á þá sem brjóta ítrekað af sér. Danir grunaðir um olíusvik DANMÖRK - Tveir danskir kaupsýslumenn eru grunaðir um stór- felld fjársvik í tengslum við olíuviðskipti og sæta rannsókn hjá sér- stakri fjárglæpadeild dönsku lögreglunnar. Mennirnir tveir eru grun- aðir um að hafa ginnt fjölmarga Dani til þess að fjárfesta í vafasöm- um bandarískum olíulindum. Telur lögreglan að fjársvikin nemi hundruð milljónum danskra króna. Fann sprengju undir bílnum SVIÞJÓÐ - Rússneskur kaupsýslumaður, sem býr í Malmö í Svíþjóð, fann á mánudag sprengju undir bílnum sínum. Sprengjan var það öfl- ug að hún hefði valdið miklu tjóni ef hún hefði sprungið, en bíllinn stóð á bílastæði f}TÍr utan stórmarkað í borginni. I ágúst síðastliðnum lét annar rússneskur kaupsýslumaður lífTð utan \ið annan stórmark- að í Malmö, og segir lögreglan að tengsl séu milli þessara tveggja Rússa. Natóæfiug eflir smokkasölu NOREGUR -1 Bodö í Norður-Noregi hefur sala á smokkum stórauk- ist í kjölfar þess að hermenn Nató komu þangað til þess að taka þátt í heræfingunni Strong Resolve. I tengslum við æfinguna var sett á markað ný smokkategund - fyrir varnir í ná\'ígi eins og það heitir í auglýsingum - og hrifust hermennirnir svo mjög að salan hefur þegar slegið öll met, að sögn lyfjaverslana þar á slóðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.