Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 1
T BLAÐ Verð í lausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur - 48. tölublað Himdruð hrossa hafa veikst á höfuðborgar- svæðinu og þar af margir verðlaunaðir stólpagripir úr hópi stóðhesta. AUt gert sem hægt er til að verja hrossaræktarbú- in ut um land þar sem íylfullar hryssur eru. „Það hafa hundruð hrossa veikst og í þeim hópi eru margverð- launaðir stólpagripir. Það hefur ekkert verið hægt að verja þá frekar en önnur hross. Það eina sem menn geta gert er að hugsa vel um skepnurnar. Gefa þeim vítamín og pnnur bætiefni og hugsa vel um fóðrunina. Þá þarf að fylgjast vel með hitanum og ef menn verða varir við hita þá hef- ur það reynst mér vel að gefa þeimAB mjólk. Gerlarnir virðast hafa góð áhrif á hrossin," sagði Sigurbjörn Bárðarson: „Þaö er upp á líf og blóð hjá okkur núna að verja lands- byggðina". Hesthúsið er lokað ölllum óviðkomandi. - mvnd: gva sá kunni hestamaður Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Dag. Eins og skýrt var frá í Degi í gær er hætta á því að fylfullar hryssur sem veikjast missi fóstur og stóðhestar sem veikjast geti orðið ófrjóir. Það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en löngu eft- ir að veikin er gengin yfir hvort fóstur hefur drepist eða foli verði ófrjór. Lán í óláni Sigurbjörn Bárðarson sagði það lán í óláni, varðandi hryssurnar, að lang flestar verðlaunahryssur landsins, sem notaðar eru til undaneldis, væru á búum út um Kostnaði haldið leyndum Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og viðtöl Dags við fjöldamarga starfsmenn hjá hjálparsveitun- um, vildi enginn gefa upp undir nafni Iíklega kostnaðartölu í sambandi við björgun Dalvíking- anna á hálendinu. Kunnugir segja þó að fyrir utan vinnutap sé um milljónakostnað að ræða. Björn Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segir að dæmi séu þess að menn hafi veigrað sér við því að kalla til að- stoð í nauðum eftir að umræða um kostnað við björgunarað- gerðir hafi farið fram. „Þessir strákar hafa margir hverjir tekið þátt í að bjarga öðrum, sem hjálparsveitarmenn, og það var í þágu hjálparstarfs sem för þeirra var farin. I neyð er ekki hugsað um peninga og þótt ljóst sé að eitthvað hefur ldikkað, viljum við ekki fella dóm um það núna. Við eigum eftir að fara yfir stöðuna," segir Björn. — Bt> Sjá bls. 8-9 og Ltfið í landinu, bls.22. — land. Þangað hefði veikin ekki borist enn. Hún hefur að lang mestu Ieyti verið á höfuðborgar- svæðinu. Hann sagði allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist til ræktunarbúanna. Þess vegna hefðu afar fáar fylfullar hryssur veikst enn sem komið er. „Það er upp á líf og blóð hjá okkur núna að verja landsbyggð- ina og þau ræktunarvígi, það er býlin, sem geyma verðlauna- hryssur sem notaðar eru til rækt- unar stofnsins," sagði Sigur- björn. Alvarlegra með stóðhestana Hann segir að íjöldi frægra og verðlaunaðra stóðhesta sé hýstur á höfuðborgarsvæðinu og margir þeirra hafa veikst. „Það útheimtir aftur, að ef nota á þessa stóðhesta í vor, verður að fara fram nákvæm greining á sæði þeirra og gæði þess kannað áður en farið verður að nota hestana vegna þess að hætta er á að þeir séu ófrjóir," sagði Sigurbjörn Bárðarson. - S.DÓR Fjárfestinga- banktnn ekkií lax „Laxveiði? Nei, það eru ekki uppi neinar ráðagerðir um að fara í laxveiði á vegum bankans í sum- ar, en þetta hefur að öðru leyti ekki verið rætt,“ segir Bjarni Ár- mannsson, bankastjóri Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins í sam- tali við Dag. Það hefur því ekki verið mótuð framtíðarstefna um hvort lax- veiðin henti í viðskiptarvildar- veiði FBA í framtíðinni. Bjarni vildi að öðru leyti ekki tjá sig um laxveiðimáiin. — FÞG Sjá einnig bls. 5 „Sverrir pantar úttekt". Tryggvi Harðarson vill uppgjör I Hafnarfirði. Tryjfgvi viil í 1. sætið Komnir af fjöllum með félaga heila á húfi. Nærri 100 manns tóku þátt í leitinni að björgunarsveitarmönnunum sem grófu sig í fönn. - mynd: bös Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnafirði sækist eftir því að fá að leiða flokkinn í kosningum í vor og stefnir að því að velta Ingvari Viktorssyni bæjarstjóra úr fyrsta sætinu í prófkjöri sem haldið verður um miðjan mánuðinn. Tryggvi gagnrýnir forystu A- flokkanna í Hafnarfirði sem hann segir að hafi verið „of sundurleit og ómarkviss til þess að ná saman þrátt fyrir einlægan vilja fjöldamargra um samfylk- ingu þessara afla.“ Sjá Þjóðmál á bls. 7 Bjarni Ármannsson - ætlar ekki að fjár- festa í laxi - enn. HHBSBI w Nv11 símanúmer 1 z í 6 0 2 5 0 ( 3 SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA Premium mióiarar Alfa Laval Varmaskiptar BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 Stólpagripir sjúMr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.