Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 12
12-MIÐVIKUDAGUR II.MASS 1998 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna er engiii tilviljuii PÁLL HÖSKULDSSON, skrifar frá Þórshöfn í Færeyjum. Páll Guðlaugsson tek- ur tvo færeyska knatt- spymumenu með sér til Ólafsfjarðar þegar liaim byrjar að þjálfa hjá Leiftri. 1998 FORVAL Landssími íslands óskar eftir verktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á lagningu Ijósleiðarastrengja. Um er að ræða tvö verkefni á Snæfellsnesi, Gröf-Öxl, 46 km, og Stykkis- hólmur-Grundarfjörður, 35 km, og eitt verkefni á Suðurlandi, lagn- ingu strengs yfir Skeiðarársand og Steinavötn 45 km. Þetta eru þrjú aðskilin verk og geta væntanlegir verktakar óskað eftir þátt- töku í forvali vegna hvers verks eða allra. Áætlaður verktími er næstkomandi vor til hausts ‘98. Leitað er eftir verktökum sem geta tekið að sér m.a. nauðsynlega jarðvinnu, lagningu Ijósleiðarastrengja með til þess gerðum tækj- um og frágang jarðvegsyfirborðs í samræmi við ákvæði útboðs- gagna sem verkkaupi gefur út. Þeir er hafa áhuga á þátttöku í forvali þessu, sendi inn óskir um forvalsgögn fyrir 16. mars 1998, merkt „Ljósleiðaralagnir, forval" til Landssíma íslands, fjarskiptanet-langlínur, Landssímahúsi v/Austurvöll, 150 Reykjavík eða með faxi í 550 6289. Forvalsgögn verða síðan send þeim sem þess óska. Landssími íslands. Framkvæmdastjóri menningarmiðstöðvar Gilfélagsins á Akureyri Gilfélagið óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf sem fyrst. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn áhuga á lista- og menningarmálum, sem hefur góða skipulagsgáfu, frumkvæði og metnað til að ná árangri og á auðvelt með samskipti við fólk. Reynsla af rekstri og stjórnun nauðsynleg. Umsækjandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og hafa gott vald á ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Meðal verkefna framkvæmdastjóra er rekstur skrifstofu Gilfélags- ins og að halda utan um þá þjónustu sem menningarmiðstöðin veitir. Framkvæmdastjóri Gilfélagsins er jafnframt framkvæmda- stjóri Listasumars sem er vettvangur lista- og menningarviðburða á Akureyri á sumrin. Umsóknum ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu Gilfélagsins, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, merkt „Framkvæmdastjórn", fyrir 23ja mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Þórgnýr Dýrfjörð í síma 461 2478 (á kvöldin) Öllum umsóknum verður svarað. „Mig hefur lengi langað til að fara heim og fara þjálfa, “ segir Páll Guðlaugsson, nýr þjálfari Leifturs. Hann telur sig hafa verið heppinn að komast að hjá Leiftri þvi þar eigi sér miki! uppbygging stað og mikill hugur sé í forráðamönnum félagsins. „Knattspyrna er ekki tilviljun, það þarf að hafa fyrir hlutunum og það aetlum við okkur í Leiftri að gera,“ segir Páll Guðlaugsson knattspyrnuþjálfari í viðtali við fréttamann Dags í Færeyjum, en Páll er á leið til íslands til að þjálfa knattspyrnumenn hjá Leiftri í Ólafsfirði. Það hefur ekki farið fram hjá neinum héma í Færeyjum að Páll er á leið til Islands. Fær- eysku blöðin töldu að ráðning Páls til Leifturs væri rós í hnappagatið fyrir færeyska knatt- spyrnu. Fæddur og uppalinn i Eyjum Blaðamaður Dags heimsótti Pál sem á og rekur íþróttavöruversl- un í Götu. Þar var einnig lands- Iiðsmarkvörður Færeyja, Jens Martin Knudsen, en hann fer með Páli til Islands ásamt „stormsenternum" Uni Arge, en Una muna Leiftursmenn vafa- Iaust mjög vel því hann skoraði 3 mörk á móti Leiftri í fyrravor. Páll hvar ertu fæddur og uppal- inn? “I Vestmannaeyjum og þar komst ég í kynni við knattspyrnu og lék þar með öllum yngri flokk- um alveg upp í meistaraflokk. Þetta voru góð ár í Eyjum og þarna fékk ég áhuga á knatt- spyrnuþjálfun og þjálfaði fjórða flokk Týs. Meðal leikmanna hjá Tý var Hlynur Stefánsson fyrir- liði ÍBV og margir fleirri góðir strákar. Sá sem hvatti mig og veitti mér mörg góð ráð var Snorri Rútsson.11 Markvörðurixui fékk sér í stauptnu í miðjum leik. Hver voru fyrstu kynni þín á Færeyskri knattspymu? „Á Olafsvöku sá ég minn fyrsta leik í Færeyjum á milli HB og TB og ég sá að okkar ágæti Iandsliðs- markvörður þá, fékk sér í staup- inu í miðjum leik.“ Með hvaða liði lékst þú í Fær- eyjum? „Eg byrjaði að leika með Götu 1981. Það kom þannig til að konan mín er frá Götu og ég tel mig hafa verið heppinn því líkja má Götu við Akranes - slíkur er áhuginn í bæjarfélaginu. Það má segja að það sé nánast ekki talað um annað en knattspyrnu. Við höfum líka verið lánsamir með þjálfara sem margir hafa verið Is- lendingar eins og til dæmis Krist- ján Hjartarson, Björn Arna, Kjartan Másson og fleiri.“ Landsliðsþjálfari Færeyja Páll var landsliðsþjálfari Færeyja fyrir nokkrum árum og má segja að hann hafi orðið næsta heims- frægur þegar hann stjórnaði Færeyingum til sigurs á móti Austuríkismönnum í landsleik sem fór fram í Landskrona í Sví- þjóð. Hvemig stóð á því að þið lékuð þennan landsleik í Svíþjóð? „Við áttum bara engan fram- bærilegan völl og urðum því að leita út fyrir færeyska Iandsteina og leika okkar heimaleik í Svítjóð. Við vildum frekar leika í Svíþjóð en í Danmörku, það hentaði okkur betur.“ Hvemig var að vera á hekknum í Landskrona og vera að sigra Austuríkismenn? „Eg trúði því alltaf að við gæt- um sigrað Austurríkismennina. Við höfðum verið að spila vel í æfingaleikjum á undan svo þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Það hjálpaði okkur einnig að Austurríkismenn voru búnir að vinna leikinn fyrirfram. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Knattspyma er ekki tilviljim Hvemig leggst það í þig að fara heim og þjálfa Leiftur og taka þátt í slagnum í 1. deildinni næsta sumar? “Mér líst mjög vel á það og hef lengi langað til að fara heim og fara þjálfa. Eg tel mig hafa verið heppinn að komast að hjá Leiftri því þar á sér mikil uppbygging stað og mikill hugur í forráða- mönnum félagsins. Eg vona að ég vaidi ekki fólkinu og félaginu vonbrigðum." Nú koma tveir Færeyingar með þér til Islands. Hvemig heldur þú að þeir eigi eftir að standa sig? „Eg er ekki í nokkrum vafa um að Jens Martin ög Uni eiga eftir að standa sig mjög vel enda góð- ir knattspyrnumenn." Hvað telur þú að sé raunhæft markmið hjá Leiftri næsta sumar? „Hver okkar markmið eru verð- ur ekki gefið upp. Það munum við hafa fyrir sjálfa okkur. Eg vil aðeins benda á að knattspyma er ekki tilviljun, það þarf að hafa fyrir hlutunum og það ætlum við okkur í Leiftri að gera.“ - ph

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.