Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 11.03.1998, Blaðsíða 4
.Xfc^MT 4 - MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1998 FRÉTTIR Ekki sýndarviðskipti Það var ekkert ólöglegt við viðskipti með hlutabréf í nokkrum fyrir- tækjum á ^gamlársdag, að mati Bankaeftirlits Seðlabankans. Verð- bréfaþing Islands óskaði eftir því að bankaeftirlitið kannaði viðskipti með bréf í nokkrum fyrirtækjum, þar sem grunur Iék á að um sýndar- viðskipti hefði verið að ræða til að sýna fram á betri stöðu í bókhaldi um áramót. Gengið gegn ofbeldi Samtökin Stígamót efndu á mánudag til göngu frá Hlemmi að alþingishús- inu, þar sem Þorsteini Geirssyni, ráðuneytis- stjóra í dómsmálaráðu- neytinu var afhent áskor- un um réttarfarslegar úr- bætur vegna kynferðisof- beldis. Nærri fjögur þús- - MYND: E.ÓL. , , , . ° j und virhrmgir voru skild- ir eftir fyrir framan þinghúsið til að minna á fjölda þeirra sem gerst hafa sekir um kynferðisofbeldi og brotið gegn þeim sem leitað hafa að- stoðar Stígamóta. A fimmta hundrað manns leituðu aðstoðar samtak- anna á síðasta ári. Aldraðir ekki óvitar Fjölmennt var á Hrafnaþingi, ráðstefnu um ný viðhorf í öldrunarmál- um sem haldin var í Kópavogi um helgina. Þar kom m.a. fram gagn- rýni á að oft væri komið fram við eldri borgara eins og þeir væru óvit- ar. Forsjárhyggja væri of oft lögð til grundvallar í starfi með eldra fólki. Fram kom í erindum sem flutt voru á ráðstefnunni að lög sem tryggja ættu sjálfræði aldraðra væru ekki nægjanlega afdráttarlaus og ef til vill væru sérlög um málefni aldraðra tímaskekkja, því í þeim væri fremur lögð áhersla á að vernda aldraða en virða. Skaðabótamál vegna Sorpstöðvarinnar Eigendur jarðarinnar Auðsholts í Ölfusi hara höfðað mál á hendur Sorpstöð Suðurlands og þeim sveitarfélögum sem standa að rekstri hennar. Jarðeigendur fara fram á 20 milljóna króna bætur vegna skertra möguleika á nýtingu jarðar sinnar af völdum sorpstöðvarinn- ar. Abúendur á Auðsholti höfðu skipulagt sumarbústaðasvæði á landi sínu, en það var ekki komið inn á deiliskipulag og framkvæmdir ekki hafnar, þegar sorpstöðin fékk starfsleyfi í landi Kirkjufeijuhjáleigu, sem er næsta jörð við Auðsholt. Málið verður tekið fyrir í Héraðdómi Suðurlands f byrjun apríl. — SS Hreppar í sameixiingarhug Viðræður eru hafnar milli þrig- gja hreppa í Flóa um nánara samstarf þeírra og hugsanlega sameiningu. Þetta eru Villinga- holts-, Gaulverjabæjar- og Hraungerðishreppar. Ibúar þeirra eru alls um 500. Hrepps- nefndirnar þrjár skipuðu 6 manna viðræðunefnd sem hélt sinn fyrsta fund sl. laugardag. Þar var lögð upp vinnuáætlun. Farið verður yfir rekstrur hreppanna, málið rætt í nefndum þeirra og staðan gagnvart jöfnunarsjóði könnuð. Hugmyndir eru um að gerð verði skoðanakönnun um vilja íbúanna til samstarfs eða sameiningar samhliða sveitastjómakosningunum í vor. — SS Færri hendur meiri gróði í umfangsmikilli endurskipulaginu á bolfiskvinnslu hjá Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum verður stöðugildum fækkað um 20-25. Jafn- framt verður sett 70 ára aldurstakmark á starfsmenn og ekki ráðið í stöður sem losna. Þá hefur verið rætt við verkalýðsfélagið um breyt- ingar úr hópbónus í einstaklingsbónus. Þegar hefur verið samið um það við starfsmenn fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Vinnslan þar verður sérhæfð fyrir þorsk- og ýsuafurðir en í Eyjum verður aðalþunginn í vinnslu karfa. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til fram- kvæmda um næstu helgi. Markmiðið er að tryggja framtíð landvinnsl- unnar og gera hana um leið arðbæra og hagkvæma. I Þorlákshöfn er meðal annars stefnt að því að auka afköst vinnslunnar um 15%-20% og stytta vinnutíma. - GRH Bæjaryfirvöld viða um land hafa mikinn áhuga á að byggja fjölnota íþróttahús, en kostnaður við slíkt mannvirki eru sagður orðin viðráðanlegur. Þetta hús er í Danmörku. Margirviljafjöl nota íprottahus Kostnaður við bygg- ingu fjöinota íþrótta- húss í Reykjanesbæ nemur uin 315 millj- ónum króna og stofn- að verður hlutafélag um byggingu og rekst- ur hússins. Það er víðar en á Akureyri sem bæjaryfirvöld eða ýmsir þrýsti- hópar hafa áhuga á því að bygg- ja fjölnota íþróttahús, sem fyrst og fremst nýtast knattspyrnu- mönnum. Drífa Sigfúsdóttir, for- seti bæjarstjórnar Reykjanesbæj- ar, segir að undangengnar kann- anir hafi Ieitt í Ijós að verðið á slíkum húsum sé orðið viðráðan- Iegt. Sendir hafa verið fulltrúar til Danmerkur og Noregs til að skoða fjölnotahús, og kostnaður við byggingu slíks húss nemur um 315 milljónum króna. Slíkt hús mundi jafnframt nýtast sem sýningarhús. Drifa segir nota- gildi hússins alveg tvímælalaust gott, ekki síst vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið, þaðan muni íþróttahópar sækja í húsið. Drífa segir að það þurfi 30% hönnun áður en ákvörðun um byggingu verði tekin. Haldin verði fundur innan tíðar þar sem íjárfestum verður boðið að koma og kynnast áformum og forsendum Reykja- nesbæjar. Þegar hafa aðilar sýnt því áhuga, því hægt er að sýna fram á arðsemi hússins. Húsið verður ekki byggt á vegum bæj- arsjóðs, heldur stofnað um það hlutafélag. Þannig geta ná- grannasveitarfélögin gerst aðilar sem hluthafar. Aðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að kanna möguleika á að reisa fjölnota íþróttahús, eða yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og eins er áhugi á því að reisa hús á Akranesi, yfir seinna gullaldarlið Skagamanna. Fulltrúar Akraness hafa kynnt sér fjölnotahús í Danmörku og Noregi. Meiri áhugi er þó á Akranesi að byggja yfir sementsþróna við verksmiðj- una sem nú stendur alloft tóm, fyrir eru þrfr veggir og vegna ná- Iægðar við íþróttavöllinn þarf ekki að reisa búningsaðstöðu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæj- arstjórnar, segir að einsetning grunnskólans sé þó forgangs- verkefni, til þess þurfi um 360 milljónir króna en samkvæmt íjárhagsáætlun verði varið um 100 milljónum króna til þess, eða um þriðjungi Ijárþarfarinn- ar. — GG MFA-skólinn í óvissu MFA-skólmn fyrir at- vinniilausa hefur skil- að 60 til 70 prósent nemenda sinna í vinnu en framtíðin er óljós vegna óvissu um fjár- veitingu. Ovissa rikir um framtíð MFA- skólans fyrir atvinnulausa vegna erfiðleika með fjármögnun. MFA hefur rekið skólann fyrir atvinnu- lausa frá 1993 og útskrifað um 110 atvinnulausa einstaklinga með mjög góðum árangri, því 60 til 70% hafa fengið vinnu að loknu námi í skólanum. Upphaf skólans má rekja til fjárveitingar úr svokölluðum Jó- hönnusjóði frá þeim tíma er Jó- hanna Sigurðardóttir var félags- málaráðherra. Síðan hefur tekist að fjármagna rekstur skólans með styrk frá menntamálaráðuneyti og síðan félagsmálaráðuneytinu, en nú er alls óvíst að framhald verði á skólahaldinu, því óvíst er um fjárveitingar. Vilborg Einarsdóttir hjá MFA- skólanum staðfestir að ijárveiting sem fékkst frá félagsmálaráðu- neytinu í tengslum við kjara- samninga sé á þrotum og óljóst með framhald skólans þar sem ekkert liggi fyrir um frekari fjár- veitingar. „Það yrði mikil synd ef skólinn legðist niður því hann hefur reynst mjög góð lausn fyrir marga atvinnulausa einstaklinga. Þetta hefur tekist mjög vel og fólkið er ánægt með árangurinn,“ segir Vilborg. Niðurstöður símakannana staðfesta góðan árangur MFA- skólans. Kannanir 1. maí í fyrra og 1. febrúar síðastliðinn meðal nemenda sem höfðu gengið í gegnum námið sýndu að 60 til 68 prósent hinna útskrifuðu voru komnir í vinnu eða í skóla. For- gang til náms í skólanum hafa þeir einstaklingar sem hafa litla skólagöngu að baki eða hafa verið atvinnulausir lengi og hafa konur verið 80% nemenda. Flestir sem útskrifast hafa úr MFA-skólanum hafa fengið vinnu innan við 3 mánuðum eftir útskrift. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.