Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 30.MAÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU Ingibjörg Sólrún er sterkur leiðtogi og það á ýmsmn sviðum. Það sannaðist á kosningakvöldið þegar hún steig upp á svið á Broadway (Hótel íslandi) og tal- aði til stuðningsmanna sinna. Nefndi hún að hún væri hálf kiökk af þakklæti og fögnuði án þess að kæmu fram tár eða brestir í röddu. Þá heyrðist í mörg- um konunum inn land allt, „... guð, hvað hún er sterk. Ég væri hágrátandi og gæti ekki talað við þessar aðstæður." Ingibjörg Sólrún. Fyrir kosningar hirtust myndir af flokkum og frainbjóðendum á Akur- eyri á öllum hugsanleg- um stöðuin í bænum. Hugmyndaflugið virtist ekki vera upp á marga fiska því undantekning- arlaust voru flokkar og frainbjóðendur myndað- ir í íjörunni eða í Kjama- skógi. Sjálfstæðismenn vom þó þeir einu sem vora fyrirhyggjusamir í meira lagi í þessum myndareisum sínum. í ferð þeirra inn í Kjamaskóg fyrir nokkrum vikum hafa þeir nefnilega gripið til þess ráðs, svona til vara, að mynda frambjóðendur sína með þumalinn upp, sigurreifa og með bros á vör. Það fór ekki á milli mála því allir vom frambjóðendumir í nákvæmlega sömu fram- bjóðendafötunum og bæjarbúar vom búnir að sjá þá í á ansi mörgum myndum. Þetta er skynsemi í lagi. Eins og allir vita em sígarettupakkar sérstaklega merktir frá Landlækni íslands og hafa verið í allnokkur ár. Þar er varað við reykingum og sagt að þær geti verið krabbameinsvald- andi, hættuleg fóstri í legi o.s.frv. Maður nokkur í Skagafirði tók þessar ábendingar til sín. Honum þótti smókurinn góður en vildi síður skaða sig á nokkum hátt. Hann hefur því að- eins reykt þá pakka sem merktir em: „Geta skaðað fóstur í legi“ og hugðist þannig sleppa sjálfur! Þá segist hann ekki heldur geta skaðað fóstur í legi. Hann hafi ekki líkamann í það! Hitt er svo aftur annað mál að maðurinn keðjureykir og hefur ekki orðið meint af. „Köttarar" em hinir líflegu stuðnings- menn Þróttar í fótboltanum og hafa vakið mikla athygli íyrir drengilegan stuðning við lið sitt og prúða en frjáls- lega framkomu utan vallar. Nú er von á fimm laga geisladiski með Köttumm og liðsmönnum Þróttar, og ekki minni stórstjömur en Eyjólfur Kristjánsson og Jón Ólafsson sem tralla með; þá er Gunnar Helgason leikari á skrá. Nafnið Köttarar hcfur vakið furðu. Uppruna- skýringin er sú að tveir af helstu ffum- kvöðlunum, annar leikmaður, hinn í stuðningsmannaliði hafi verið í vaxtarrækt. Þar gildir að vera „skorinn", sem á ensku útleggst „cut“. Annar þeirra mun hafa sýnt „köttið" á hinni viðfrægu „Vöðvaströnd" í Ameríku. Á leikjum spratt svo upp slagorðið „hver er köttað- astur!?“ þegar þurfti að hvetja viðkomandi leikmaim og sýna góöar stellingar í stúkunni. Því heita félagsmenn nú „Köttarar". Einfalt. Já, hún elskarað syngja og þaðferekki á milli mála. Svala Björgvinsdóttir út- skrifaðist sem stúdent ígærog nú erþað bara framtíðin sem tekur við, söngurinn. Svala Björgvinsdóttir er að snúa sér að söngnum nú þegar hún hefur lokið stúdentsprófinu. Ég elska að syngj a Svala útskrifaðist úr Kvenna- Þetta tekur allt svo mikinn tíma.“ Á plötunni, sem öll er sungin á ensku, er aðallega „soul“-tón- Iist í bland við popp. „Hún ætti að ná til allra aldurshópa. Það er t.d. rapp inn á milli, róleg lög og partýlög." Lögin eru öll samin fyrir Svölu en hún samdi þó sjálf 4 lög í samvinnu við upptöku- stjórann sinn. Þetta er hennar tónlist og það sem hún vill syngja. „Annars hlusta ég á allt,“ segir hún. skólann í gær eftir 5 ára nám og hún segist vera mjög fegin. „Eg er búin að vera svo lengi að þessu enda á fullu að taka upp nýja plötu samhliða skólanum," segir hún. „Það hefur tekið þrjú ár og platan er ennþá í vinnslu. Það er ansi mikið að gera svona með skólanum, ég hef verið mikið frá en það hefur verið tek- ið tillit til þess. Ég hef alltaf náð að halda skólanum og ég útskrif- ast núna með mjög góðar ein- kunnir þrátt fyrir allt. Þetta er bara spuming um forgangsröð." Þrjú ár í plötugerð Eins og fyrr segir hefur gerð plötunnar hingað til tekið þrjú ár og enn er svolítið eftir. „Plat- an hefur þróast mikið á þessum þremur árum. Hún byijaði sem algjör ringulreið því ég vissi ekk- ert hvað mig langaði að gera. Núna er hins vegar komin heild- armynd á hana og öll lögin hafa verið tekin upp. Hún kemur þó örugglega ekki út fyrr en á næsta ári því það er verið að huga að samningum erlendis. Tækifæri að komast á samning Platan er gerð fyrir erlendan markað og Svala er eini Islend- ingurinn sem kemur að henni. Hún hefur aðallega verið tekin upp í London og Glasgow en Svala hefur sungið hana að megninu hér heima vegna anna í skólanum. En hvernig er platan tilkom- in? „Ég er á samningi hjá Skíf- unni sem þýðir að ég þarf að gera þijár plötur á fimm árum. Fjármagnið kemur þaðan, enda er platan dýr og ég þarf að vera á samningi til að dæmi sem þetta gangi upp. Það er mikið tækifæri að komast á samning og ég á Jóni Olafssyni í Skífunni allt að þakka. Hann ýtti þessu öllu af stað og treystir mér.“ Það er ansi langt síðan heyrð- ist síðast í Svölu og hana er virkilega farið að klæja að syngja aftur. „Ég söng að vísu eitt lag fyrir jól með pabba til að gera eithvað. Annars hef ég ekkert látið heyra í mér því ég vil koma aftur inn með góða plötu.“ Sumarið mun fara í kynningu á plötunni og myndbandagerð þannig að Svala verður lítið heima. Tónlistin er framtíðin „Ég geri allt eins vel og ég get, þannig var það með skólann og eins með plötuna. Það skilar alltaf góðum árangri. Ég býst ekki við heimsfrægð, ég bara elska að syngja og þykir gaman að semja tónlist. Þetta er það eina sem ég get gert ofsalega vel. Þess vegna þykir mér það gaman og ætla að einbeita mér að tónlistinni í framtíðinni." HBG Maðiirvikiinuar... ... er ráðherm t kröppum bankadansi. Hart er sótt að Finni Ingólfssyni en hann verst fimlega og syngur með Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins: „Ekki benda á mig ..." - og var þó hvorugur að æfa lögreglukór Böðvars Bragasonar á meðan Lind brann. Bankamálaráðherrann segist hafafullt traust flokksformannanna Davíðs og Halldórs og situr því sem límdur við ráðherrastólinn eftirsótta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.