Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 10
26-LAUGARDAGUR 3 0. MAÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU A, B, C ogDíyfir- stærð. Stafrófið ísinni stærstu mynd. Litríkt og mjúkt. Fyrirbömin að læra og leika sér nieð. Hildur með barninu sínu, stóru og miklu, litríku og mjúku. Stafrófið ípúðaformi hefur átt hug hennar allan undanfarna mánuði enda lokaverkefnið úr grafískri hönnum við Myndlistarskólann á Akureyri. myndir:brink. „í snertingunni felst mikill lær- dómur fyrir börnin. Þeim geng- ur betur að læra stafina ef þau geta leikið sér með þá en þá eru þau nær stöfunum og sjá formið á þeim mjög greinilega.“ Þetta segir Hildur Gylfadóttir, grafísk- ur hönnuður, sem á dögunum útskrifaðist frá Myndlistarskól- anum á Akureyri með all sér- stakt lokaverkefni, risastórt og mjúkt stafróf. Stafróf í púðaformi Verkefnið er þó meira en bara stafrófið. Það er í raun heilt fyrirtæki sem Hildur bjó til í þeim tilgangi að koma upphaf- legu hugmyndinni, stafrófinu í púðaformi, á markað. Hún var byrjuð á púðunum fyrir áramót- in og ákvað að fylgja þeim eftir í lokaverkefninu á þann hátt að gera utan um þá umbúðir, hanna auglýsingar og bæklinga til að koma vörunni á markað. Fylgja henni eftir frá upphafi til enda sem hún segir að hafi verið ansi erfitt en mjög skemmtilegt. En hvaðan er hugmyndin að stafapúðunum komin? Hildur svarar því til að gerð umbúða utan um stafróf hafi verið verk- efni eins námskeiðsins í skólan- um og stafrófið hafi fylgt henni sfðan. ,Áhugi minn liggur í formum og litum og ég hugsaði stafrófið strax út frá börnum enda koma grunnlitirnir og ein- föld form fram hjá þeim. Eg var nýkomin upp frá koddanum, þar sem ég var að kúrast, þegar hug- myndin um stafi í púðaformi kviknaði, en dálæti mitt á því að hafa eitthvað mjúkt í kringum mig skipti þar öllu máli.“ Nytsamleg lelkfðng I upphafi áttu stafirnir að vera töluvert minni en hugmyndin að börnin gætu leikið sér með þá og hnoðast krafðist þess að þeir væru vel stórir. Þar kom mikil- vægi snertingarinnar inn í hug- myndina hjá Hildi. Að stafirnir væru nytsamleg leikföng þar sem börnin væru í beinni snert- ingu við form stafanna. Hluti lokaverkefnisins var einnig að hanna umbúðir utan um afurðina og hugmyndin að þeim var skýr í huga Hildar. „Stöfunum fylgir stórt og mjúkt teppi sem börnin leika sér á og læra með stafina. Þegar leik og Iærdómi er lokið eru stafirnir settir á teppið og það dregið saman í poka. Teppið er því um- búðirnar." En þar með er notk- un teppis og stafa ekki lokið því í pokaformi er þægilegt að sitja eða liggja á stórum púð- anum. „Um- búðirnar eru hugsaðar út frá plássi því alls staðar er mikið pláss- leysi. Það er þægilegt að skella stöf- unum í poka og henda honum út í horn án þess að það líti illa út.“ Ódýr fram- leiðsla Til að reynast ör- ugg með að hug- rnyndin og hönn- unin á stöfum og teppi félli börnum í geð fór Hildur með stafapoka inn á tvo leikskóla til að leyfa börnunum að leika sér með. „Hugmyndin féll í kramið og börnin voru ánægð. Þarna var líka augljóst að teppið og stafirnir eru til ýmissa hluta nyt- samlegir enda gott að leika sér á þeim.“ Draumurinn er að selja hug- myndina. „Koma henni á mark- að eftir að hafa fengið einka- leyfi. Eg veit hins vegar ekki hvort hugmyndin er til einhvers staðar í heiminum en ég ætla að komast að því. Mér hefur verið bent á að tala við nokkra aðila hér heima upp á framleiðsluna og ég vona að vel verði tekið í hugmyndina enda gengur hún út á það að vera ódýr. Þetta er allt hugsað út frá IKEA línunni og er í endurunnum umbúðum sem hægt er að nota aftur í öðr- um tilgangi, t.d. sem Ieikfanga- kassa." Lokaverkefniö er bamið mitt Eftir fjögurra ára nám í Mynd- Iistarskólanum á Akureyri held- ur Hildur út á vinnumarkaðinn. „Eg ætla að byrja á auglýsinga- stofu til að kynnast vinnunni þar. Mig langar í frekara nám og þrívíddarhönnun heillar mig og einnig hef ég verið að leita fyrir mér með leikfangahönnun. Það heillar mig að hanna fyrir börn.“ Sem von er veit Hildur ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en mottóið hjá henni er að hafa gaman af því sem hún gerir. „Það er nauðsynlegt og ég er sátt með mitt hingað til. Ég er ofsalega ánægð með lokaverk- efnið enda er það í raun barnið mitt. Stórt og mikið, litríkt og mjúkt." HBG SKIPAMÁLUN OG SKIPAVIÐGERÐIR Alhliða þjónusta við skip og áhafnir sem ÞURFA AÐ LEITA HAFNAR SUÐVESTANLANDS YFIRVERKSTJÓRN Á EINNI HENDI VlÐ LEITUMST VIÐ AÐ GERA ALLTAF OKKAR BESTA STÁLVIRKI og tankar - HÖFUM GÓÐA REYNSLU í AÐ SJÁ UM SANDBLÁSTUR OG MÁLUN STÁLVIRKJA, TIL DÆMIS LÝSIS- OG MJÖLTANKA FYRIR ÚTVEGUM EINNIG BLAUTBLÁSTUR Fiskvinnslu- OG SKIPABJÓNUSTA FREYGARÐUR Einar JÓHANNSSON Heiðarhraun 31 A, 240 Grindavík SÍMI 699 8356 8c 896 8386

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.