Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 14
30 — LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 HEILSULÍFIÐ í LANDINU Það er misskilningur og alger óþarfi að láta lítil böm vera með húfu á höfðinu í sumarhitanum. Það er eitt ofþví sem Michael Clausen bama- læknir nefnir þegar hann erspurðurum meðferð ungbama að sumri. Michael Clausen, barnalæknir á FSA, gefur foreldrum og forráðamönnum barna góð ráð í með- ferð ungbarna yfir sumartímann. mynd: bös Meðferð ungbama að sumri Það fyrsta sem Michael dettur í hug þeg- ar hann er spurður þessarar spurningar er að huga þurfi að ungabömum í sól og hita. „Það er almennt álitið að sólin sé ekki til hollustu fyrir ungaböm. Sólin get- ur verið sterk og þá er eindregið mælt með þvf að börn séu með þunnar húfur og hatta til að hlífa þeim gegn sólinni. Þetta þarf að hugsa um því höfuðið er hlutfalls- lega stór hluti af líkama barnanna. Þarna er verið að tala um börn yngri en tveggja ára.“ Nauðsynlegt að verja húðina vel Michael segir að þegar verið sé með börn í sundi þurfi að bera á þau sterka sólar- vörn því hættan á bruna hjá börnum sé til muna meiri en hjá fullorðnum. Þá er það aldur og húð barns sem ræður styrkleika sólarvarnar. „Erlendis er almennt mælt með því að hafa ungabörn í léttum og í tilefni reyklausa dagsins á Islandi sem er f dag 30. maí 1998 og Alþjóðlega tóbaksvarnadagsins sem er alltaf haldinn 31. maí ár hvert eða á morgun, stóðst ég ekki freistinguna að fjalla aðeins um tóbak og kynlíf og þá ekki síst markaðssetningu tóbaks, þannig að það höfði sem mest til nýrra neytenda. Þó við hér uppi á Islandi eigum að heita búandi við þær aðstæður að ríkjandi sé algjört bann við tóbaksaug- lýsingum, líður vart sá dagur að boðin ber- ist okkur ekki um dýrðina og „sexappílið“ sem fylgir því glæsi- og glamúrlífi sem tengist því að reykja réttu tegundina af sí- garettum. „Hættulegur gleðigjafi“ Tóbaksframleiðendur gáfust fyrir nokkrum árum upp á því að heyja orustu við heilbrigðisstarfsmenn um það hvort tóbak væri skaðlegt heilsu manna eða ekki. Þessi uppgjöf kemur glögglega í Ijós í viðtali við Jacques Seguela franskan markaðsráðgjafa, sem rekur eina helstu þunnum fatnaði yfir sumarið svo þau sól- brenni ekki. Sólin er aldrei látin skína á Iíkamann. Þetta þarf að hafa í huga þegar farið er með ung börn til sólarlanda. Að verja húð þeirra vel, sérstaklega axlirnar, láta þau vera með sólhatta til að skýla höfðinu og bera á þau mjög sterka og mikla sólarvörn.“ Það að veija líkama ungbarna fyrir sól- inni á sér sínar skýringar. „Krabbamein í húð hefur stóraukist síðustu áratugina samfara aukinni sólardýrkun. Reiknilíkön gefa til kynna að börn sem mikið eru í sól, t.d. þau frá Ástralíu og miðríkjum Banda- ríkjanna, eigi meiri hættu á því að fá húð- krabbamein þegar þau verða fullorðin." Ilúían í sitmarhif aniun varnar ekki eymabölgiun Að sögn Michaels hefur það enga þýðingu að láta börn vera með húfu á höfði yfir auglýsingastofu Frakklands með ársveltu upp á u.þ.b. þúsund milljarða íslenskra króna, þar sem hann lagði línurnar fyrir starfsmenn sína í tóbaksauglýsingagerð. Hann sagði: „Kynnið sígarettuna sem hættulegan gleðigjafa. Fjallið ekki um heilbrigði eða málefni tengd heilsufari. Kynnið sígarettuna sem eitt fárra tákna um það að vera kominn í heim hinna full- orðnu. Reynið, þó innan ramma laganna að tengja sígarettuna hassi, víni, bjór og kynlífi. Það er ekki hægt að segja annað en að dável hefur þeim tekist til. Hver man ekki eftir augnabliki í bíómynd, þar sem hetjan sést að loknum fræknum afreksdegi, þar sem svo og svo marjgir líggja í valnum og slóðin nær rústireáhar, liggjandi afslöppuð í rúminu hjá einhverri þokkadísinni að loknúm fullkomnlega heppnuðum sam- förum og daman oftar en ekki mænir á hetjuna Iíkt og svangur hundur á bein og nærmyndin sýnir hvílíkur lokapunktur á fullkomnum degi það er að reykja saman í rúminu. Er hægt að hugsa sér nokkuð jafn óaðl- aðandi að loknum góðum samförum og ramma reykjarsvæluna yfir sig svo ekki sé nú talað um lyktina sem loðir við húðina eftir reykingar? Þar hverfur tækifærið á sumartímann til að veija þau eyrnabólg- um. „Eymabólga er smit þannig að húfu- notkunin í hitanum er misskilningur. Húfur eiga þá engan rétt á sér, miklu frek- ar skyggnishúfurnar." Hann nefnir einnig í þessu samhengi að ekki megi klæða börnin það mikið að þau svitni því við minnstu hitabreytingar kólni þau hratt aftur. Hann vill bæta því við sem mikilvægu atriði í meðferð barna yfir sumartímann að „...líta aldrei af ósyndum börnum á sundstöðum. Það er allt of mikið um slys og það er því miður sorgleg reynsla mín að fólk leit í eina mínútu af barninu sínu. Með þetta í huga vil ég Iíka nefna að skil- ja börn aldrei eftir í umsjón óvita. Hlut- irnir gerast mildu hraðar en fólk gerir sér grein fyrir." HBG þeim náttúrulegu leyniboðum sem stund- um er talað um að fólk sendi sín á milli. Lyktarboðm Rannsóknir eru nú að leiða í ljós að hugs- anlega séu kynferðisboð sem við sendum óafvitandi áhrifameiri en áður var talið og á ég þar við Iyktarboð sem kölluð hafa ver- ið feromón, sem við gefum öll frá okkur án þess beint að skynja það alltaf hjá okk- ur sjálfum eða lyktarboð frá öðrum. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á að kvenmelflugur geta Iaðað að sér karl- flugur í meira en kílómeters fjarlægð með því að gefa frá sér feromóna. A sama hátt gefur kona á egglosi frá sér annarskonar lyktarboð en kona á blæðingum. I Englandi hafa vísindamenn einangrað efni úr svita karlmanna, sem ilmar eins og sandelviður og vekur tafarlaus viðbrögð hins kynsins. Það er því ólíkt meira aðlað- andi í nánum samskiptum að senda frá sér hin náttúrulegu lyktarboð en nikotín boð- in og því er mín ráðlegging sú til þeirra, sem enn senda nikótín Iyktarboðin frá sér, að nota nú reyklausa daginn og snúa sér frá reyknum og að hollari og skemmtilegri hlutum, eins og til dæmis kynlífi. Halldóra Bjamadóttir er hjiíkrunarfræð- ingur og skrifar um kynlíf fyrir Dag. Mjólk eða imdanreima? Ef maður drekkur eitt mjólkurglas á dag og skiptir yfir í undanrennu úr venjulegri mjólk, þýðir það að maður innbyrðir um 3 kg minna af fitu árlega. Það munar um minna og fyrir þá sem vilja gæta að línun- um, er þetta alveg upplögð leið. Meira kynlíf Getur vítamín og matarræði haft áhrif á kynorku okkar? Það vill Dr. Bernard Jen- sen meina, en hann hefur gefið út bók um þetta efni. I henni telur hann upp ýmis vítamín og mat og segir frá verkunum þeir- ra á kynlífið. B1 er til dæmis nauðsynlegt við meltingu eggjahvítuefna, kolvetna og fitu og getur skortur á því orsakað það að kynorka minnkar verulega. B3, Niacin hjálpar til við blóðrennsli með þvf að stuðla að útvfkkun æða. B6 er orsakavaldur í að framleiða epinephrine, sagt hafa áhrif á möguleika til fullnæging- ar. Margt fleira er talið til sögunnar, bæði vítamín og matur, en þeir sem vilja fræðast meira geta leitað á slóðina: http:- //www.mothernature.com/Family/Magic/- xvita.htm Tyggjó og eymabólga I stað þess að segja krökkum að henda nú þessu jórturgúmmíi sem þeir sífellt þurfa að japla á, ættu foreldrar að hvetja þau til að tyggja sem mest. I Finnlandi hafa vís- indamenn fundið það út að tyggi börn gúmmí sem sætt er með Xylitol, getur það minnkað sýkingar í eyrum, þ.e. eyrna- bólgu. Leikskólabörn í Finnlandi sem tuggðu slíkt tyggjó fimm sinnum á dag í tvo mán- uði samfleytt, höfðu um 50% færri sýking- ar í eyrum en samanburðarhópur, sem notaði tyggjó er sætt var með sykri. Xylitol virðist koma í veg fyrir að baktería sú er veldur oftast eymarbólgu, fjölgi sér og með því er komið í veg fyrir að hún festist við frumur aftarlega í munnholi, en þaðan á hún auðveldan aðgang að eyrnagöngum. Megrandi andardráttur Ein leiðin til að melta mat vel, er að anda rétt. Andi maður rétt, eykst virkni fruma til að taka upp næringarefni og skila frá sér úrgangsefnum til muna. Með því verður líkaminn allur virkari og léttist jafnvel, segja vísindamenn í bandaríkjunum. • Andaðu í magann, ekki bringuna. • Andaðu vel frá þér til að losna við sem mest af úrgangsefnum. • Auktu rúmmál lungnanna með því að anda öðru hvoru mjög djúpt að þér og haltu inni í þér andanum smástund. • Teldu upp að fjórum á meðan þú andar að þér, haltu andanum á meðan þú tel- ur upp að Ijórum og andaðu frá þér á meðan þú telur upp að ijórum. Þetta telja þjálfarar sem kenna rétta öndun góða leið. Tóbak og kynllf KYIMLIF Halldóra Bjarnadóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.