Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 - 25 rétt kvenna hér áður fyrr, hvaða skoðun hefur hún á kvennabar- áttunni í dag? „Eg get ekki séð að konur eigi að fara undiroka karlmennina þó þeir hafi undirokað þær, þetta var bara siður um allan heim að kvenfólkið var kúgað. Af hverju geta karlar og konur ekki stjórnað öliu í sameiningu?! Þannig ætti það að vera.“ „Mér stendux rétt á sama hvað þú klæmist44 Dísa hefur greinilega sterka rétt- lætiskennd og ég spyr hvort hún sé pólitísk: „Nei, ég hef nú Iítið skipt mér af pólitíkinni, en þegar minnst er á hana þá dettur mér oft í hug setning sem höfð var eftir einhverjum karlinum þegar hann heyrði fyrst talað um póli- tík: „Einstaklega væri gaman að fá hvelp undan þeirri tík.“ En Dísa þekkti vel alvöru kvenréttindakonu sem barðist fyrir bættum kjörum verka- kvenna snemma á öldinni: Jó- hönnu Egilsdóttur Alþýðuflokks- konu sem kölluð var Stjórn- mála-Jóhanna. Hún var föður- systir Egils eiginmanns Dísu og er amma og nafna þeirrar Jóhönnu sem nú situr á þingi og tekur laxveiðikarlana í gegn. A dög- um Stjórn- mála-Jóhönnu var launamis- rétti kynjanna hróplegt og róðurinn þungur hjá þeim konum sem stóðu í baráttunni. Dísa talar um þessa konu með mikilli virðingu og bendir mér á mynd upp á vegg hjá sér: „Þú getur skoðað hana þarna blessaða. Ég vil meina að við höfum ekki átt nokkurn stjórn- málamann á borð við hana. Það þýðir náttúrulega ekkert fyrir skapleysingja að fara út í þetta en það verður að kunna að stjórna skapi sínu. Þessir karlar sem hún þurfti að eiga við í samningaviðræðum gátu verið erfiðir en hún sat sem fastast á fundunum þó þeir væru ófor- skammaðir og hún skellti þessu einhveiju sinni framan í einn þeirra: „Mér stendur rétt á sama hvað þú klæmist, það fer með þér en ekki mér.“ En ég gat óskaplega vorkennt henni þegar Alþýðuflokkurinn var að klofna. Þá átti hún virkilega bágt, því þeir toguðu hana á milli sín eins og hrátt skinn. Héðinn vildi fá hana með sér í Alþýðubandalag- ið en hinir \ildu halda henni eftir í Alþýðuflokknum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun hjá henni en hún fylgdi að lokum Alþýðuflokknum." Óttaleg flónska Dísa er sjálf kvenskörungur þó hún sé lítið fyrir að gera mikið úr sínum hlut, þær voru t.d ekki margar konurnar á landinu sem sinntu starfi ferjumannsins, en það gerði Dísa um áratugaskeið ásamt Agli manni sínum. Krókur stendur nánast á bökkum Tungufljóts og þar var bestur ferjustaður yfir fljótið. Þar var lögboðin skylduferja í notkun fram undir miðja þessa öld. Það þurfti að ferja menn, skepnur, mjólk og ýmsan varning yfir fljótið: „Nú, einhver varð að gera þetta, þegar enginn var heima sem gat róið nema ég. Egill var ekki alltaf heimavið. Ég gat nú ekki róið í fyrsta skiptið sem ég fór, það veit Guð, en þetta lærð- ist, og maður varð að gjöra svo vel og standa sig. Þetta var fjandans mikil vinna sem þurfti að sinna hvernig sem stóð á. Einu sinni réri ég 18 sinnum yfir ána á einum degi og var þó kasólétt! Svo þurfti líka oft að vaða og draga bátinn yfir sand- eyrarnar." En á veturna gat fljót- ið verið varasamt: „Þetta var engu líkt með þetta fljót, það lagði aldrei fyrr en það var búið að belgjast upp á bakka, og svo þegar dró úr frosti, þá hljóp vatnið undan ísnum og þá var allt á lofti og það gat dottið niður fyrirvara- laust. Hann Guðjón heitinn í Fellskoti hann átti nú lífíð í mörgum því hann fylgdist með fljótinu eins og hann lifandi gat og kom í veg fyrir að menn væru að göslast út á það. Þetta var oft óttaleg flónska. Það er ótrúlegt að fólk skyldi ekki stundum drepa sig.“ Dísa kann yfirleitt vel að meta framfarir og segir fólk á sínum aldri hafa lifað óskaplega miklar breytingar. Flest finnst henni hafa verið til hins betra en ekki alveg allt. Uppeldismátinn á börnunum í dag þykir henni helst vera miður í sveit, ætla að stjórna landbún- aðinum. Þeir vita bara ekkert hvað þeir eru að gera, þeir þekkja ekkert eðli skepnunnar.“ Mesta gæfan á langri ævi Dísa er heit í skoðunum og sprettur nú fyrin'aralaust upp úr stólnum (þó hún hafi fullyrt við okkur að hún væri nánast komin með staurfætur á báðum!) og fer að finna til kökur og kaffi handa okkur. Kettirnir Dísus og Brand- ur fara á stjá um leið og Dísa fer að vasast í búrinu. Þeir eru stríðaldir með glampandi feld og auðséð á öllu fasi þeirra að ekki hafa þeir orðið fyrir mikilli mannvonsku um dagana. En ekki vill Dísa kannst við að hún eigi þessa fallegu ketti: „Nei ég á ekki þessa ketti en þeir telja sig hér í fæði og hús- næði. En þeir eru dálítið dýrir í fæði, þeir gefa ekkert eftir. Um daginn átti ég ekki nokkurn skapaðan hlut til að gefa þeim og ég er í vafa hvorum leið ver, mér eða köttunum.“ Við setjumst að hlöðnu borði og þegar ég spyr Dísu hverja hún telji sína mestu gæfu á svo langri ævi, þarf hún ekki að hugsa sig um heldur svarar að bragði: „Að taka hann Heimi frænda hans Egils að mér þegar hann var á öðru ári. Mér fannst ég varla geta það á sínum tíma, ég var orðin nokkuð fullorðin og hafði verið heilsulaus. Hann átti nú bara að vera hér í sjö vik- ur, en hann er hér enn og býr héma ásamt fjölskyldu sinni. Það er gott að hafa þau héma hjá sér.“ íslendingax aldrei hlýtt neinu Og auðvitað var dansað á böll- um þá eins og nú og fólldð fór ríðandi á gæðingum sínum á slíkar samkomur. Dísa var mikið fyrir hross og átti ágætis hesta. Hryssan Perla var ein af þeim bestu, en þegar rætt er um hesta berst talið óhjákvæmilega að hrossasóttinni sem ekki hefur farið fram hjá neinum: „Mér finnst þetta nú óttalega skrýtið, það er hver vitleysan upp af annarri. Þeim datt nú í hug að þeir gætu stöðvað þetta við árnar, en það er bara kjána- skapur. Að þeir skuli ekki sjá að þetta eru fuglarnir sem eru í moðinu sem bera það á milli. Mér finnst að það hafi verið óttalega asnalegt blaður um þetta. Hvurnig sem það hefur annars borist hingað til lands- ins. Það var nú búið að vara fólk við að vera að flytja notuð reið- stígvél og reiðtygi á milli landa, en það hefur aldrei verið hægt að Iáta Islendinga hlýða neinu, þeir hafa aldrei gert það!“ - En hvernig skyldi næstum tí- ræðri manneskju sem lifað hef- ur svo margan og misjafnan tíma sem raun ber vitni, Iítast á framtíðina? „Framtíðin er góð, ef fólk not- ar hana á réttan hátt. Mér sýnist það. En framfarirnar í búskapn- um eru ekki allar heilagar og mér líst ekkert á þessa einrækt- un eða hugmyndir um að flytja inn norskar kýr. Já, það er ekki öll vitleysan eins, hún er með mörgu móti. En það er nú ekki á góðu von þegar menn sem aldrei hafa komið í sveit hvað þá unnið Nokkrar sðgur í lokin Dísa er þakklát fyrir alla þá vel- vild sem hún hefur búið við á efri árum og segir það mikla gæfu að fá að sjá ævistarfínu haldið áfram og taka þátt í því. Það sldpti miklu máli að gamalt fólk fái að vera heima hjá sér sem lengst í því umhverfí sem það þekki og hún gerir sér ljóst að í þeim eíh- um nýtur hún forréttinda: „Það fer ekki eins vel um allt gamla fólkið í dag og það fer um mig.“ Þegar við förum að jæja okkur og tygja til heimferðar þá spyr Dísa hvort við séum með kýr, því ekki sé gott að hallmjalta. En fyrst engar voru kýrnar sem biðu heima þá fannst henni okkur ekkert liggja á! Og svo bætir hún á okkur nokkrum sög- um af mönnum og málefnum því hún er óþrjótandi sagna- brunnur: Við fáum að heyra af karli sem var svo vondur með víni að það var eins og fjandinn sjálfur spilaði í honum. Af stálminnugum mönnum sem hægt var að fletta upp í eins og alfræðiorðabók. Af þeim sem vissu ekkert ljótara en hrein börn og horaða hunda. Af Soffíu og Kiðjabergsskyrinu. Af kolvit- Iausum náungum með augu sem loguðu eins og í óðum hrafni. Og af svo kjaftforum körlum og kerlingum að tæplega er hægt að hafa eftir á opinber- um vettvangi! Að lokum þakkar Dísa okkur innilega fyrir komuna og biður Guð að vera með okkur. Við þökkum sömuleiðis fyrir mót- tökurnar og göngum út í vorið með óm af löngu liðnum tíma í farteskinu. Aukavinna - Góð laun Okkur vantar STRAX fólk tii sölustarfa/heimakynn- inga á flestum þéttbýlisstöðum landsins. Um er að ræða toppvöru í leðri, ilmvötnum og snyrtivörum eins og er, en alltaf bætist við. Mjög góð sölulaun og ekkert startgjald. Aðeins röggsamir, ákveðnir og duglegir einstaklingar koma til greina. Hentar vel sem kvöld- og helgarvinna. Upplýsingar gefur María í síma 464 2353 frá kl. 8-12 og 13-17 og í síma 464 1043 eftir kl. 19. Smartkaup, innflutnings- og póstverslun, Húsavík. Hrafnagilsskóli auglýsir eftir kennurum Okkur vantar einkum kennara til að kenna raungreinar, stærðfræði, smíðar, heimilisfræði og almenna kennslu byrjenda eða á miðstigi. Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit 12 km sunnan Akureyrar (10 mín. akstur). Nemendur eru 170 í 1.-10. bekk, að meðaltali 17 nem- endur í bekk. í skólanum starfa metnaðarfullir kennarar sem stöðugt leita leiða til að bæta skólastarfið. Við skólann er gott íþróttahús og sundlaug. Leikskóli er í næsta nágrenni. í sveitinni er öflugt félagslíf, svo sem leikfélag, kórar, karlaklúbbar, kvenfélög og ungmennafélag, þar sem nýjum félögum er vel tekið. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 463 1137 og 463 1127. Menntamálaráðuneytið Innritun nemenda í fram haldsskóla í Reykjavík Innritun fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 2. og 3. júní frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Menntaskólanum við Hamrahlíð inn- ritunardagana. Menntamálaráðuneytið, 28. maí 1998. Matreiðslumaður / matráður óskast í leikskólann Arnarberg / Hraunkot frá 1. ágúst nk. Upplýsingar um starfið veitir Oddfríður Jónsdóttir leikskólastjóri í s. 555 3493. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í s. 555 2340. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Hafnarfirði. Varnarliðið Hjúkrunarfræðingur Varnarliðið óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa við heilsuverndardeild sjúkrahússins á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið - Annast heilsuvernd starfsmanna Varnarliðsins. - Aðstoðar við læknisskoðanir íslensks og bandarísks starfsfólks Varnarliðsins. - Veitir þjálfun og fræðslu. Hæfniskröfur - Reynsla og/eða menntun á sviði vinnuverndar æskileg. - Mjög góð enskukunnátta. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrif- stofu, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. Umsóknarfrest- ur er til 13. júní. Sími 421 1973. Símbréf 421 5711. Á sama stað liggur frammi starfslýsing fyrir starfið sem nauðsynlegt er að umsækjendur kynni sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.