Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 16
32 - LAU GARDAGU R 30. MAÍ 1998 O^ur LÍFIÐ t LANDINU LJÚS- BROT Björn Gíslason myndar Splundra HnefíH-bræður íslenskum hjónaböndum? Þorskkvóti hef- ur nú verið auk- inn og útgerðar- menn og sjó- menn sjá fram á betri tíð með blóm í haga eða öllu heldur þorsk í þara. En það eru fleiri stéttir sem sjá fram á upp- gripatíð og feikna yfirvinnu. Þar á ég við vandamálaútgerðar- menn af ýmsu tagi, sálfræðinga, félagsfræðinga, fjölskylduráð- gjafa, presta og aðra slfka sál- gæslumenn og uppálappendur hjónabanda. Astæðan er einföld, sem sé sú, að senn fer í hönd í sjónvarpinu heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu. Og þá fer, eins og alltaf, að hrikta veru- lega í víða feysknum stofnum hjónabanda vítt og breitt um landið og er um leið samfélags- legt vandamál því hjónabandið er, eins og Sjálfstæðisflokurinn hefur margítrekað í stefnuskrám sínum, hornsteinn þjóðfélagsins. Boltadrama Framundan er samfélagsleg krísa sem hefst inni á heimilun- um en getur síðan breiðst út í samfélagið með ógnarhraða, flestum til eymdar og ama nema vandamálaútgerðarmönnunum sem nugga nú saman höndum með peningaglampa í augum. Þeir sem ekkert vita um eðli fót- boltadellu, trúa auðvitað tæp- lega slíku svartagallsrausi og heimsendaspádómum. En svona verður þetta nú samt. Það er auðvelt að sjá fyrir sér harmrænt ljölskyldudrama í ís- lenskum eldhúskrókum næstu vikurnar, drama sem ekkert gef- ur eftir þunglyndislegustu pæl- ingum Ingmars Bergman eða fá- ránlegustu atburðarás í amerísk- um sápuóperum. Imyndum okkur íslensk meðalhjón þar sem konan er venjuleg manneskja en kallinn með fótboltadellu. Við getum kallað þau einhverjum frumleg- um nöfnun, ja, t.d. Siggu ogjóa. Sigga og Jói sitja í miðri sparktíð sjónvarpsins í eldhúskróknum á sunnudagsmorgni og slafra í sig hafragraut og maula afganginn af poppkorni gærkvöldsins. Tánögl Hrónaldós Sigga geispar prýðilega pent og segir: „Dóróthea hringdi í mig og sagði að Friðgný frænka þín væri búin að fá vinnu hjá ferða- skrifstofu austur eða vestur á Djúpavogi og treysti sér nú loks- ins til að skilja við helvítis rudd- ann hann Engilbert." Jói andvarpar dapur í bragði og svarar: „Það er Ijótt útlitið með Hrónaldó. Ég sá það á Sky í nótt að það er óvíst að hann spili með Brössunum í dag. Það tók sig upp inngróin tánögl hjá honum og þó hann sé í meðferð hjá Doktor Wulffischeimer, heimsfrægum þýskun tánagla- sérfræðingi, þá er ekki víst að hann verði til í slaginn. Mér líst bara ekkert á þetta, enda er Hrómaríó dottinn í það og hver á þá að skora, ha?“ Sigga hristi hausinn önug á svip og sagði: „Magnveig frænka er búin að segja upp á sjúkra- húsinu ásamt 14 öðrum sjúkra- liðum, enda eru þetta engin laun sem þær hafa. Alveg er ég viss um að Sighvatur hefði borg- að þeim meira en Ingibjörg. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Jói Iagði enn meiri kollhúfur en áður og mælti að bragði: „Mér líst ekki á þetta hjá Eng- lendingum. Hnefill bræður, þeir Garðar og Filipus, ja, við strák- arnir höfum verið að skemmta okkur við að snara þessum nöfn- um á íslensku, þetta eru Gary og Phil Neville, já, sem sagt þeir eru að hóta einhverju verkfalli nema þeir fái sama kaup og Sjerer og Bekkham. Ég meina græðgin í þessum gaurum, það er ekki eins og þeir séu einu sinni myndarlegir og ekki eru þeir að riðlast á kryddpíum. Þeir eiga ekkert meira skilið." Skilnaöux að sjónvarpi og sæng Sigga var orðin verulega brúna- þung og grumpin og hvæsti: „Það eru fleiri að slasa sig en þessar boltabullur þínar. Gugga slöngvivaður skar sig illilega í puttann í rækjunni í vikunni og það hljóp illt í þetta og hún verður hugsanlega frá vinnu í 2 mánuði.“ Jói lak þunglyndislega niður í sætið og hafragrautstaumur rann slyttingslega niður hökuna: „Já, það er allt á sömu bókina lært. Frakkinn Síð-dani þjáist af þrálátu nefrennsli samfara eyrnabólgum og verður örugg- lega ekki til stórræðanna fyrr en í undanúrslitum.11 „Eg er alvarlega farin að íhuga skilnað!" Hrópaði Sigga og barði í borðið. Jói hristi hausinn og svaraði: „Já, það er útilokað að skilja af hveiju Itölum datt í hug að skilja Zóla eftir heima. Maður skilur bara ekki svona.“ „Eg er skilin við þig,“ æpti Sigga og hljóp grátandi út þar sem sálfræðingar og fjölskyldu- ráðgjafar tóku fagnandi á móti henni og krítarkortinu. Jói rölti dapur í bragði inn í stofu og kveikti á sjónvarpinu. JÓHANNESAR SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.