Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR 30. MAÍ 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Safnasafnið varopnað í nýjum húsakynnum ígamlaÞinghúsinu á Svalbarðsströnd á dögunum. Þar um sal verður skipt reglulega um sýningar í sumar og um hvítasunnuhelgina verður þar opnuð sýning á skúlptúrum eftir Dalamanninn Helga Þorgils Friðjónsson og fleiri munu síðan verða sporgöngu- menn hans þarna. fær alþýðulist afýmsum toga veg- legan sess í safni sem öðlaststerka ímynd úti í dreifbýlinu. Á dögunum var opnað alþýðulistasafn í gamla Þinghúsinu á Svalbarðaströnd, Safnasafnið, hið eina sinnar tegundar á Islandi. Þar er að finna margvísleg verk og sérsöfn alþýðulistamanna. Það eru Níels Hafstein myndhöggvari og kona hans, Magnhildur Sig- urðardóttir, hjúkr- unarfræðingur, sem standa að þessu safni, en þau hafa um Iangt skeið lagt áherslu á söfnun alþýðu- listar og voru með fjölmörg verk til sýnis á heimili sínu við Freyju- götu í Reykjavík, sem var áður en þau fluttu norður. Alþýðulist er stór þáttur „Við vorum búin að Ieita lengi að hentugra hús- næði; fyrst á Hvammstanga en síðan í Reykjavík en á hvorugum staðnum gekk þetta upp. En þegar við sáum svo Þinghúsið á Svalbarðsströnd auglýst til sölu vissum við strax að þetta væri staðurinn og slóg- um til,“ segir Ní- els Hafstein. Hann átti frum- kvæði að stofnun Nýlistasafnsins í Reykjavík og starfrækti það um tólf ára skeið, og hefur á listferli sínum tekið þátt í Ijölmörgum sýn- ingum, síðast í Listasafni Islands í byrjun þessa árs. Níels segir að alþýðulist sé stór þáttur í listalífi þjóðarinnar. Stundum áberandi en oftar falin und- ir yfirborði stundarfrægðar en brjótist alltaf í gegn að lokum. Víða séu í heimaranni listamenn sem hafi sitthvað fram að færa sem veiti skoðendum gleði. Hinsvegar séu fáir sem tekið hafi alþýðulist- ina uppá arma sína, en þó megi nefna Björn Th. Björnsson, Aðalstein Ingólfsson, Hafnarborg og Nýlistasfnið. „Alþýðulistamenn byrja oft seint á ævinni að fást við listsköpun, en þá hefur þráin til þess að búa til og skapa blundað lengi með þeim,“ segir Níels. Sitthvaö forvitnilegt Sitthvað forvitnilegt má sjá í Safnasafninu. Á hlað- inu fyrir utan húsið eru fjórar steinsteyptar styttur eftir alþýðulistamanninn Ragnar Bjarnason frá Ondverðanesi í Grímsnesi, en þær eru £ eigu Listasafns Árnesinga á Selfossi og eru lánaðar Safnasafninu til lengri tíma. I anddyri hússins eru málverk eftir Eggert Magnússon í Reykjavík og Stefán frá Möðrudal. - Þá er á jarðhæð hússins sýning á þjóðbúningadúkkum og sömuleiðis verk eftir Gunnar heitinn Kárason á Sólheimum í Grímsnesi, sem alla ævi fékkst við Iistsköpun af ýmsu tagi. I suðursal er sýning á hlutum og minningum tengdum baráttudegi verkalýðsins 1. maí. I þess- / safninu má meðal annars fínna mikið safn þjóðbúninga- dúkka víða að úr heiminum. Skírskotun í villt hugarflug í aðalsal safnsins á annarri hæð eru fjölmörg for- vitnileg verk framandlegra Iistamanna, sem koma víða að og eru ekki alla jafna tíundaðir í lista- og menningarumQöllun samfélagsins. Má í þessum hópi nefna Guðrúnu Níelssen í Kópavogi og Hjört Guðmundsson í Reykjavík. Vekur athygli úr hverju verk þeirra eru unnin, til dæmis tré, steinum, rót- arhnyðjum, beini, hvaltönn, gleri, kuðungum, kýr- honum, málmi og plasti. Þá sýnir Níels Hafstein í safni sínu ýmis verk- færi, efni og smáhluti sem tengjast hannyrðum og þá er í Safna- safninu einnig bóka- safn með sitthvað um listir og menningu. I hornstofu er að finna nokkra tugi mynda eftir Ingvar Ellert Óskarsson, sem ungur missti heils- una og dvaldi eftir það á sjúkrahúsum. „Ingvar fékkst við myndsköpun hvern dag sem gafst frá erfiðum sjúk- dómi. Ilann var um margt afar sérstak- ur maður, broshýr og allra hugljúfi, Myndirnar lýsa sálará- standi hans, þær eru stundum þéttsetnar verum sem vefjast hver um aðra einsog þær séu að leita huggunar og athvarfs. I annan stað eru þær dramatískar með beina skfrskotun í villt hugarflug. Hann tengir sig við fjarlæga stjörnu og geimskipið á þessari mynd er farkostur hans í heimsókn til jarðar, hlaðinn vistum og búnaði,“ segir Níels. Innan um kýrnar „Það skapar Safnasafninu miklu sterkari ímynd að vera staðsett utan við þéttbýli, en þó í alfaraleið. Viðtökur hafa verið ákaflega góðar - þær blása okkur kapp í kinn og vekja vonir um að starfsemin muni blómgast hér í sveitinni, innan um kýrnar," segir Níels. -sbs. „Alþýðulistamenn byrja oft seint á ævinni að fást við listsköpun, en þá hefur þráin til þess að búa til og skapa blundað lengi með þeim,“ segir Níels Hafstein. myndir: bös. Gamla þinghúsið á Svalbarðsströnd hefur nú fengið nýtt hlutverk, sem safn alþýðulistar. Níels Hafstein segir að safnið fái sterkari ímynd í dreifbýli en borg og sé það vel. Velkomin í Villta vestrið AUKASÝNINGAR - athyglisverðasta áhuga- mannasýningin '98 valin í Þjáðleikhúsið. Nýtt ísl. leikrit eftir Ingihjörgu Hjartardáttur. Leikstjári Helga E. Jánsdáttir. TónL stj. Ingálfur Jáhannsson 20. sýning Miðvikudaginn 3. júni kl. 20:30 Allra allra síðasta sýning Miðapantanir í síma 463 1195 irá kl. 17.00. - 19.00. VISA - EURO Gisting og matur fyrir hópa að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. HLAÐAN er opin eftir sýningar upplýsingar í síma 463 1380 freyvangs- leikhúsið Leikfélag Akureyrar „Saltið er gott, cn ef saltið tnissir sclt• una. með hvcrju vitjið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður, og hald- ið frið yðar á rnillL “ 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. í Bústaðakirkju í Reykjavík Lcikstjóm: lYausti Ólafsson. Sýningar 31. maíkl. 20.00 l.júníkl. 20.00 'Vartánleikar fídldíúókáráiiM uerðafeMudagintv 5. júni kl. 20.30 í Samkanmíui&ituL. 'Kórinn syngur lág úr &angleilyum, ápereUum ag áperum. Stjámandí: ‘f\car %aam '(Atidivleikari: 'Kjcftard S inim ‘Miðaimð 'íQr. 1.000 landsbanki íslands veitir handhöfum gull-debetkorta 25% afslíítt. Miðasalan er opin þriöjud.-finimtud. kl. 13-17, föstud.-sunnud. lram að sýningu. Sítnsvari allan sólarhringinn. Sími 462 1400 —nin—ýápi.......... er styrktaraðili Leikfélags Akurcyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.