Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGVR 30.MAÍ 1998 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Páll Þórjónsson, aðaleigandi og hótel- stjórí Hótels Húsavíkur, erstærsti hótelstjórí íEvrópu, a.m.k.þartil annað sannast. Hann hefur látið til sín taka á ýmsum sviðumferðamála, var upphafsmaður hvalaskoðunar á Húsa- vík oggjaman nefndurHvala-Páll eða Húsavíkur-Páll. Og hann hefurákveðn- arskoðanirá þjóðmálum eins ogfram kemurhérá eftir. En hvaða gaspur er þetta með stærsta hótelstjóra í Evr- ópu, sem m.a. var tekið upp í kosningabæklingi D-list- ans fyrir skömmu, sem dæmi um að flest væri stærst og mest á Elúsavík? Og hvað er maðurinn stór? „Ég er reyndar 1,95. Ég hef komið mér upp ýmsum frösum og „fyrirsagnavænum" athugasemdum sem ég nota mikið í samskiptum við erlenda fréttamenn í auglýsingaskyni, bendi t.d. á Dettifoss sem kraft- mesta foss í Evrópu, Vatnajökul sem stærsta jökulinn og svo að við séum án nokkurs vafa með stærsta hót- elstjóra í Evrópu. Og þetta hefur komið fram í ijöl- mörgum erlendum fjölmiðlum. Þetta er reyndar, hvað mig varðar, ekki byggt á neinum vísindalegum útreikn- ingum, en ég nota þá andstyggilegu aðferð að telja þetta satt þar til aðrir afsanna það. „Let the bastards deny it,“ eins og Nixon sagði. Ég nota reyndar orðið „biggest" á ensku, en ekki „tallest", þannig að ég get ver- ið stór í víðtækari skilningi en bara hvað hæð varðar." Húsavíkur-Páll er sennilega fyrsta „persónan" á Húsa- vík sem kennd er við bæinn sinn, síðan draugurinn „Húsavíkur-Lalli“ var og hét. Og er náttúrlega mikill heiður fyrir bæinn eða Pál nema hvorttveggja sé. Hvað vill hann segja um þetta? „Auðvitað er þetta heiður, en kannski dálítið tvíbent líka þar sem ég feta þarna í fótspor draugs. En kannski eru þarna einhver tengsl á milli, því ég get fúslega viður- kennt það að Húsvíkingar hafa stundum séð mig ganga ljósum logum um bæinn, þegar mikið stendur til hjá mér, enda get ég verið mjög trylltur í mínum hugmynd- Hvala-Páll Nafnbótina Hvala-Páll ber hann með sóma, enda upp- hafsmaður hvalaskoðunarævintýrisins í bænum. 1992 þurfti Páll að setja saman ferð um Þingeyjarsýslu fyrir erlenda ferðaskrifstofu og eitt af því sem hann setti á prógrammið var möguleiki á að sjá hval á Skjálfanda. „Ég vissi reyndar lítið um þá möguleika, þetta var svona sett inn til uppfyllingar. Við fórum svo á litlum plastbáti út á Skjálfanda í skítaveðri og ég var ekki bjartsýnn. Enda hafði ég t.d. aldrei farið sjálfur út á flóann og aldrei séð hval nema í sjónvarpinu. En sem betur fór sáum við svo glás af hvölum.“ Og framhaldið er flestum kunnugt. Páll gerði tilraun haustið 1994 með Arnari Sigurðssyni sem hóf hvala- skoðun héðan, síðan kom til Norðursigling með sína glæsilegu uppgerðu gömlu báta. Nú eru 5 hvalaskoðun- arbátar á Húsavík, Hvalasafn tekur til starfa í sumar, veitingahús er risið við höfnina sem tengist hvalaskoðun og strandmenningu, þúsundir ferðamanna koma hingað gagngert í hvalaskoðun. Og hvergi í veröldinni eru meiri líkur á að sjá hval en á Skjálfanda. Húsavík er orðinn stærsti hvalaskoðunarstaður í Evrópu. Og þáttur Páls er stór í þessu dæmi, því hann hefur unnið gríðarlegt kynn- ingarstarf erlendis í þessum málum. Þjóðarstolt er lélegur bisness En hvað um hugmyndir um hvalveiðar og áhrif þeirra? „Ég er eiginlega búinn að draga mig út úr þessum deil- um, enda er umræðan um hvalveiðar liðin undir lok hjá öllu Hti bornu fólki. Hvalveiðar snúast um þjóðarstolt, að láta ekki erlend umhverfisverndarsamtök beygja okk- ur. Ef þau hefðu látið okkur f friði, þá hefðum við fyrir löngu afskrifað hvalveiðar af skynsemisástæðum. Þjóðarstolt er lélegur bisness og hefur aldrei leitt til annars en útgjalda og missi mannslífa. Ef við viljum fara í hvalastríð við heiminn, þá er það stríð fyrirfram tap- að, á sama hátt og land- helgisstríðin voru fyrir- fram unnin á sínum tíma. Vegna þess að þá vorum við í strfði við heiminn í nafni umhverfisverndar og umhverfisverndin hef- ur alltaf vinninginn og mun hafa í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessvegna er málstaður hvalveiði- sinna fyrirfram tapaður. Við erum fámenn þjóð í litlu landi og við erum vel kynnt erlendis. Utlendingar líta okkur ofboðslega já- kvæðum augum, en það er auðvelt að spilla því áliti. Allt sem við gerum sem skaðar okkar umhverfisvænu ímynd virkar sem ónotaleg þversögn í augum umheimsins, rétt eins og menn væru að horfa á litla sæta Mikka mús í hlutverki Ijöldamorðingja. Sessiix á brautarteiniun Það eru ákveðin aldahvörf á Islandi, gamalt kerfi er að hrynja og nýtt að taka við. Ungt fólk er að koma heim frá námi og starfí og það Iítur ekki á Island sem sérstakt fyr- irbæri heldur sem hluta af heild sem er heimurinn allur. Við erum að horfa upp á kynslóðaskipti og kerfísbreyt- ingu. Spilling og sértækar sukkaðgerðir eru að víkja fyrir faglegum sjónarmiðum á öllum sviðum. Auðvitað verðum við að virða eldri kynslóðinni það til vorkunnar að hún bjó við furðulegt kerfí. Það þurfti tengsl til að fá bankalán, tengsl til að fá púströr undir bílinn og tengsl til að fá gjald- eyri ef menn voru svo heppnir að sleppa til út- landa. Menn þurftu að vera á kafi í klíkuskap frá því þeir vöknuðu á morgnana þar til þeir fóru að sofa á kvöldin ef þeir ætluðu að ná ár- angri á einhverjum sviðum. Auðvitað er það sársaukafullt þegar þess- um tveimur kerfum lýstur saman, gamla klíkukerfinu og því nýja sem byggir á fag- legum sjónarmiðum eingöngu. Og sumir átta sig ekki á þessum árekstri. Þing- mennirnir okkar eru t.d. óafvitandi að af- tengja sjálfa sig smátt og smátt. Ráða- menn á Islandi hafa lengi setið á pullu- sessum á lestarteinunum og lest þróun- arinnar hefur ekld hreyfst úr stað nema þeim sjálfum hafí dottið í hug að rísa á fætur og þoka sér áfram. Jón Baldvin afrekaði það að plata Islendinga inn í Evrópusambandið. Við viðurkennum að vísu ekki að vera þar inni, en erum búin að skrifa upp á 80% af reglu- gerðafarganinu. Og þar er lykilinn að fínna, því samkvæmt Evrópulögunum er bannað að sitja á lestarteinunum. Og nú eru gömlu ráðamennirnir að taka púðana sína og rölta af teinunum með hundshaus. Og lestin er orðin full af fólki með ferskar hugmyndir sem kyndir og kyndir og lestin er komin á bullandi skrið. Og meðfram lestarteinunum situr fólk sem hefur misst af lestinni af því að það hafði ekki vit á því að stökkva um borð. Handauppréttmgasamkunda Við erum að horfa upp á Alþingi Islendinga, sem hing- að til hefur litið niður á sveitarstjórnarstigið eins og hverja aðra kúadellu, breytast í hreinræktaða handa- uppréttingasamkundu. 80% af handauppréttingum eru samkvæmt skipunum frá Brussel og embættismenn ráðuneytanna stjórna rest. Það eina sem íslenskir þing- menn geta gert er að leggja fram stöku fyrirspurn eða koma með eina og eina létta þingsályktunartillögu. Þeir ráða sem sé engu sem máli skiptir. Þeir hafa gefist upp á fjármálum og eru að losa sig \áð þau til sveitar- stjórnanna. Sem er hið besta mál. Þingmenn hafa nefni- lega miklu meira vit á pólitík en efnahags- og fjármálum. Sveitarstjórnir eru lítið að pæla í pólitík en standa þess í stað í bullandi framkvæmdum. Tengsl sveitarstjórnanna við fólkið og vilja þess eru svo náin að þær komast ekki upp með að standa í einhverri flokkspólitískri vitleysu eins og Alþingi Islendinga. Ég vil endilega að sveitar- stjómir taki við eins miklu af verkefnum frá ríkinu og mögulegt er. Það er nauðsynlegt til að tryggja fagleg sjónarmið á öllum sviðum atvinnulífsins, nú þegar við erum að kveðja gamla klíkusamfélagið." Sagði Páll Þór Jónsson, stærsti hótelstjóri í E\TÓpu, (þar til annað sannast). ]S Páll Þór Jónsson, einnig nefndur Hvala-Páll eða Húsavíkur-Palli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.