Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 ro^tr LÍFIÐ t LANDINU Er hægt að kaupa ímynd? Er hægt að kaupa ímynd fyrir kosningar? Ingibjörg Sólrún vann borg- ina en ekki auglýs- ingastof- an. Ekki réttað tala um að sjálfstæðis- menn hafi beitt ófræg- ingarherferð. Auglýsingar og ímynd R-Iista og D-lista í Reykjavík hafa orðið landsmönnum að umhugsunar- efni að undanförnu. Sjálfstæðis- menn halda því margir fram, þ. á m. Arni Sigfússon og Davíð Oddsson, að sigur R-listans hafi verið sigur auglýsingastofu þeirra. Aðeins hafði verið keyrt á einni konu, Ingibjörgu Sólrúnu, og málefnafátæktin hafi með því verið falin. Einnig hafa menn rætt um auglýsingar gegn Hrannari B. Arnarsyni og mis- heppnaðar málfarsauglýsingar D-Iista. Dagur tók tvo ímyndar- sérfræðinga tali og spurði vitt og breitt um þeirra skoðun á aug- lýsingaherferðum stjórnmálaafl- anna tveggja. I ljós kom að þeir telja R-Iistamenn hafa staðið sig betur en máttur auglýsinganna er ofmetinn. Atli Rúnar Halldórsson hjá Athygli: - Vann auglýs- ingastofa R-lista sigurinn sjólf en ekki aflið sem slíkt? „Nei því fer fjarri. Olafur Ragnar Gríms- son hefði orðið forseti og Ingibjörg Sólrún borg- arstjóri þótt engri einustu krónu hefði verið eytt í auglýsingar. Þau þurftu engar auglýsinga- stofur til að komast þangað sem þau eru. Eg tók eftir því varð- andi D-listann, sem virtist aug- lýsa miklu meira en R-listinn, að fyrrihluti auglýsingabaráttunnar virtist meira og minna mis- heppnaður og út í bláinn. Ymsar auglýsingar kölluðu á allt öðru- vísi umræðu en ætlunin var og má þar nefna samlíkingu Geld- inganess við Kólaskaga og mál- villuumræðu í auglýsingu Júlíus- ar Vífils. Hins vegar fannst mér útvarpsauglýsingarnar í síðari hluta baráttunnar miklu betri. Það var beitt hjá þeim að snúa út úr slagorði Reykjavíkulistans, „Til hamingju“.“ - Fannst þér breiddin í auglýs- ingaherferð R-listans oflítil? „Nei. Það er fullkomlega eðli- legt ,að keyra langmest á Ingi- björgu Sólrúnu. Sérstaklega í þeim erfiðleikum sem listinn lenti í vegna Hrannarsmálsins. Allir vita að Ingibjörg Sólrún er með miklu meira fylgi en R-list- inn sjálfur og því er fullkomlega lógískt að nota hana sem mest.“ Enginn leðjuslagur - Ertu sammála því að blað hafi verið brotið í kosningabaráttunni nú hvað varðar persónuleg mál frambjóðenda. Sérstaklega hvað varðar Hrannar? „Nei, alls ekki. Eg er alveg ósammála stóryrðum eins og „leðjuslag" og „ófrægingarher- ferð“ í tengslum við þá umræðu. Auðvitað er ekki allt mjög smekklegt í orrahríðinni en mál- ið sjálft var nokkuð alvarlegt og ef talað er um ófrægingarher- ferð og persónuníð þá mætti frekar nefna það sem gerðist á Akureyri með Samheija og bæj- arstjórann. Eins gætum við nefnt sveitarfélag úti á landi þar sem frambjóðandi var sagður illa haldinn af alkóhólisma. En ekki í Reykjavík.11 Skil ekki þátt Guðrúiiar F. - Hvað með þátt Guðrúnar Pét- ursdóttur í a ug lýsi nga herfe rð Sjálfstæðisflokks. Nú var engin leið fyrir hana að ná kosningu þar sem hún var i 9. sætinu. Var rétt taktík að keyra svona mikið á henni? „Þáttur hennar í þessari kosn- ingabaráttu var mér mikil ráð- gáta alveg frá upphafi til enda. Mér finnst óskiljanlegt hve mik- ið var keyrt á henni. Hvort sem um ræðir auglýsingar eða bara yfirleitt. Hún var notuð langt umfram efni. Þetta er t.d. mjög skrýtið þegar maður hugsar til Ingu Jónu sem var framarlega á listanum og hafði barist um for- ystusæti þessa lista. Eg skildi þetta ekki þá og skil ekki enn.“ FéUu á prófinu - Unnu þeir sem sáu um auglýs- inga- og ímyndarhlið aflanna tveggja í Re)’kjavík fyrir kaupinu st'nu? „Ef maður talar um Sjálfstæð- isflokkinn get ég ekki séð að þar hafi menn unnið fyrir kaupinu sínu. Það er miklu erfiðara að meta hlið mála hjá Reykjavíkur- Iistanum vegna þess sem ég sagði í upphafi. Ingibjörg Sólrún þarf enga ímyndahönnuði, hún er það sterk á svellinu. Sjálf- stæðisflokkurinn þurfti hins veg- ar á ímyndarsköpun að halda. Þeir lentu í vandræðum með það og þá vantaði jafnsterkan foringja og Ingibjörgu.“ - Skipta auglýsingar yfir höfuð miklu máli þegar þessi mál eru annars vegar? „Það er oft þannig að þegar andstæðingurinn fer að auglýsa finnst mótframbjóðendum eins og það sé skylda að svara því á einhvern hátt. Það á sér stað eins konar múgsefjun, en nei. Þegar upp er staðið veit ég ekki mörg dæmi þess að auglýsingar hafi skipt miklu máli í þessu samhengi. Ilallur HaUsson hjá Mönniun og málefnum: - Vann auglýs- ingastofa sigur R- listans? „Nei, ég myndi ekki taka svo til orða. Þetta er persónulegur sigur Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, sem sýndi þarna mikinn styrk sem stjórnmálamaður. Hún dró vagninn og gerði það nánast ein og óstudd.“ - Hve mikil áhrif hafa auglýs- ingar á afstöðu kjósenda? „Minni en margur heldur." - Eru islenskir kjósendur meðvit- aðri en t.d. í Bandaríkjunum. Grípa þeir síður slagorð á lofti en kjósa eftir eigin sannfæringu? „Nei, það held ég ekki. Mönn- um hættir bara almennt til að oftúlka mátt auglýsinga í þessu tilliti.“ - Ef þú lítur yfir sviðið. Hvað finnst þér um það áróðurs- og ímyndarstrið sem R-listi og D- listi háðu í baráttunni um borg- ina? „Mér fannst auglýsinga- mennska R-Iistans markvissari og betri.“ Geldinganessauglýsmgin fór yfir strikið - Á hverju klikkuðu sjálfstæðis- menn? „Ég vil ekki segja að þeir hafi beinlínis klikkað en þeir stóðu t.d. vitlaust að málum í auglýs- ingunni um Geldinganesið. Þótt ég sé í sjálfu sér sammála mál- flutningi þeirra tel ég að svona eigi ekki að auglýsa." - Að þeir hafi farið yfir strikið i Kólaskagasamlikingunni? „Já, ég tel að það hafi ekki ver- ið rétt að gera það. Hins vegar verður að athuga að sjálfstæðis- menn áttu erfitt með að koma sínum málefnum á framfæri í skugga Ingibjargar Sólrúnar." Hrannar skaðaði sjálfan sig og aðra Hluti kosningabaráttunnar beindist einkum gegn Hrannari B. Arnarsyni. Eru nýir tímar framundan hvað varðar persónu- leg mál einstaklinga? „Ég er ekki sammála þvi að stór hluti kosningabaráttunnar hafi farið í vafasama fortíð Hrannars í fjármálum. Menn voru að benda á staðreyndir. Við þurfum ekki að líta á annað en útstrikanir til að sjá að dóm- greindarbrestur réði þvi að Hrannar fór fram. Hann átti ekki að gera það vegna þess að hann skaðaði sjálfan sig, fjöl- skyldu sina, félaga í R-lista og póltíkina í heild í Reykja\ik.“ - Þér finnst þá ekki sem barátt- an hafi lyktað af hörkunnni vest- an hafs? „Nei, það finnst mér ekki. Staðreyndir geta aldrei verið rógur. Frambjóðandi á ekki að fara fram undir þessum kring- umstæðum. Það gera menn ekki á meðan þeir eiga í vanskilum við skattayfirvöld eða sæta rann- sókn og geta átt yfir höfði sér ákæru. Umtu ekki viiinuna sína - Hefði breytt auglýsingataktík getað fært sjálfstæðismönnum borgina á ný? „Nei. D-Iistinn tapaði einkum á tvennu. I fyrsta lagi vegna þess hve Ingibjörg Sólrún er sterkur leiðtogi. I öðru lagi vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki að vinna vinnuna sína sl. 4 ár.“ Kostnaður ekki gefiiui upp Tómas Þór Tómasson, rekstr- arstjóri R-Iistans, segist ekki geta gefið upplýsingar um heildarkostnað Reykjavíkurlist- ans. Hann liggi ekki fyrir enn- þá og auk þess segist Tómas ekki hafa fengið heimild til að gefa upp heildarkostnað. Hjá Sjálfstæðisflokki fengust ekki heldur upplýsingar um auglýsingakostnað en heimildir Dags segja að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi að líkindum eytt um 60 milljónum króna í auglýs- ingar en R-listinn 30-40 millj- ónum. Varast ber þó að taka þessar tölur sem staðreynd. Fljótt að fara Það tekur ekki langan tíma að eyða tugum milljóna í auglýs- ingar af þessu tagi. Þannig kostar sekúndan hjá Sjónvarp- inu kl. 20.30 2.577 kr. með vaski. Stjórnmálaflokkar fá 20% afslátt þannig að flokkur- inn borgar 2.062 kr. á sekúndu sem þýðir 123.720 á mínútu. Og þá er kostnaðurinn við gerð auglýsingarinnar að sjálfsögðu ótalinn. Auglýsingar í dagblöð- um og öðrum miðlum kosta einnig sitt. Heilsíða í Moggan- um kostar á þriðja hundrað þúsund en afsláttur er tölu- verður. Þannig fá auglýsinga- stofur um 30% afslátt. Ofmat Niðurstaðan er hins vegar sú að þessum peningum, ef við gefum okkur að 100 milljónir króna hafi samanlagt farið í baráttuna, sé ekki vel varið. Áhrifamaður sem þekkir vel til í þessum geira segir að fyTÍr 15 milljónir á hvort afl, væri hægt að reka mjög skipulagða og markvissa baráttu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.