Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 18
nnnnn 34- LAUGARDAGUH 30. MAÍ 199 8 33. maí 1998 Til hamingju ! Eftirtaldir lesendur voru dregnir úr pottinum og hljóta verðlaun í fjölmiðlaleik Dags. Vinningshaíar fá sent gjafabréf fyrir 1$. júní. Birgir Hlíðar Guðmundsson, Eskihlíð IO, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Guðrún Þorhjarnardóttir, Garðhúsum 8, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Margrét Inga Bjarnadóttir, Bæjartúni 19, Kópavogi 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Unnur Björnsdóttir, Grænahjalla 29, Kópavogi 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Edith Randy, Grasarima 14, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Rúna Gunnarsdóttir, Fiskakvisl 26, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Þuríður Kristinsdóttir, Móaflöt 41, Garðabæ 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Steinunn Gísladóttir, Gullsmára 7, Kópavogi 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Guðrún Bjarnadóttir, Baldursgötu 31, Reykjavik 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Katrín Hjálmarsdóttir, Grettisgötu 55~c> Reykjavik 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Fylgstu vel með og vertu með daglega í skemmti- legasta fjölmiðlaleik allra tima! Undur oq stórmer FYRSTUH MEÐ FRÉTTIRNAR 9*i*i/iéttUuja/i ocf, Itunðin Trésmlðjon filfo ehf. • óseyri lo • 603 fikureyri Sími 461 2977 • fox 461 2978 • forsími 85 30908 POPPLÍFIÐ t LANDINU Engum blöðum er um að fletta, að rætur ís- lenskrar rokk- og poppmenningar Iiggja meira og minna á einum stað, í Keflavík. Astæðurnar fyrir því eru flestum kunnar. Fyrst og fremst vegna þess að í túnfæti bæjarins var sett niður amerísk herstöð sem flutti með sér margt sem ekki var annars staðar til að dreifa í landinu. Nú er komin út vegleg tvöföld geislaplata þar sem áhrif herstöðvarinnar endurspeglast í tugum tónlistarmanna sem spruttu upp í Keflavík í kjöl- far hennar. Bítlabærinn Keflavík nefnist hún og geymir alls um 40 lög. Er það rokkgarpurinn Rúnar Júlíusson sem stendur að útgáfunni. Á henni er að finna margan gullmolann, þar með talin tvö lög með Hljómum sem ekki hafa komið út áður. Eru þetta lög Iíklega tekin upp í Út- varpinu fyrir 35 árum eftir þá Gunnar Þórðar og fyrsta söngvarann, Karl Hermannsson. Fleygðu ekki neinu í flýti frá þér og Húmið er hljótt nefnast þessi tvö lög, sem ekki var vitað annað en að væru týnd og tröllum gefin en komu svo í leitirnar eftir m.a. ábendingu frá göml- um útvarpshlustanda sem tekið hafði þau upp úr útvarpinu. Á plötunni eru einnig mörg önnur merk lög sem ekki hafa komið fyrr út á geislaformi, t.d. hið skemmtilega lag Jóhanns Bítlabærinn KeflaWk. Nafniö seqir eiginiega allt sem segja þarf. Helga um Litlu músina. Annars er þarna að finna flesta af helstu poppurum Bítlatímans frá Keflavík. Það er Geimsteinn sem gefur út og kemur platan til í tengslum við Poppminjasafnið í Keflavík. Djassdans mc& mciru Silverpfeil. Full af fjöri. Dúettinn Dandruff deluxe vakti töluverða athygli árið 1996 með fyrstu plötunni sinni, The ingenious. Á annarri plöt- unni, Silverpfeil eru þeir Howard og Carl sem mynda dúettinn áfram að feta svipaðar slóðir í tónlistarsköpun sinni, með einhvers konar blöndu af fönki og klisjurokki áttunda ára- tugarins í bland við nútíma- danstakta af ýmsu tagi og djass með meiru. Hljómurinn er nokkuð sérstakur og mætti halda á stundum að platan væri frá áðurnefndum áttunda ára- tug, en fágun nútímans á köfl- um að minnsta kosti gerir það hins vegar að verkum að ekki verður misskilið hvaða tíma gripurinn í raun tilheyrir. Þetta er ansi hreint frískur gripur og hressir vel upp á annars mjög svo fjölbreytta flóruna sem nú- tímadanstónlistin óneitanlega er. Grfpandi laglínur er víða að finna hér þannig að ekki er um neitt „teknó“ eða „sýru“ dæmi að ræða hér svo það sé nú alveg á hreinu fyrir þá sem vilja setja allt sem kallast danstónlist und- ir sama hatt. INNRETTINGAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR - BAÐINNRÉTTINGAR - TATASKÁPAR SÝNINGARSALUR ER OPINN FRÁ KL. 9-18 MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA DALSBRAUT 1 - AKUREYRI SÍMI 461 1188-FAX 4611189 PARKET í MIKLU ÚRVALI Búi5 spil Eftir nokkuð farsælan feril, þar sem þó gekk á ýmsu, hefur fönkrokksveitin góða frá San Francisco, Faith no more, lagt upp laupana. Það hefur reyndar legið í Ioftinu í um tvö ár að ekki væri allt með felldu en það var ekki fyrr en fyrir skömmu að stutt tilkynning barst þess efnis að samstarf Mike Pattons söngvara og félaga væri endanlega búið spil. Ferill- inn spannaði um einn og hálf- ann áratug og gat af sér fínar plötur á borð við Louder than love. Það var reyndar haldið fyrr í vor að sveitin ætlaði að rétta úr kútnum, hafði m.a. samþykkt að fara í tónleikaferð með Aero- smith um Evrópu, en af því verður ekki. AHir meðlim- irnir eru líka komnir á kaf í eigin verk- efni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.