Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGUR 30.MAÍ 1998 Ðagur MATARLÍFIÐ í LANDINU Það ereitthvað sumar- legt við chillí. Þessi skærlitu aldin sem margirhræðast því þau hafa það orð á sér að vera svo sterk. En hvemig væri aðprófa þau í matargerðina? Þessa helgina ráðlegg- urMatargatið upp- skriftir bragðbættar með chillí. íslendingar þekkja chilepipar- aldin sem chillí. Þetta bragð- mikla aldin sem upprunnið er frá mið- og suður Ameríku var flutt til Evrópu, Afríku, Mið- Austurlanda, Indlands og Suð- austur Asíu sem nauðsynlegt krydd til matargerðar. Chillí hefur verið notað í mat í 7 þús- und ár. Evrópubúar uppgötv- uðu það og fluttu til Evrópu efdr landafundi Kristófers Kól- umbusar 1492 en frá Evrópu breiddist notkun þess til ann- arra heimsálfa. Chillí er ekki bara chillí því í raun eru til hundruð afbrigða af þessum sterku aldinum. AI- gengust eru þau sem kallast „Anaheim“, þessi grænu og rauðu, aflöngu og mjóu, sem fást í flestum matvörubúðum og nota má fersk í svo að segja alla matargerð (græn eru óþroskuð en rauðu þroskuð). Bragðið af þeim er milt og frek- ar sætt í samanburði við það chillí sem kennt er við Asíu en það getur verið ákaflega sterkt. Olík aflrrigði af chillí tengj- ast ólíkri matargerð og ólíkum landsvæðum. Fersk aldinin eru mikið notuð til að bragðbæta en þurrkuð aldinin, þá í duft- formi, geta reynst þægilegri og fljótlegri. Það jafnast þó ekkert á við bragðið af fersku aldininu. Efnið sem sér til þess að chillíið sé sterkt heitir capsa- icin. Sterkjan er mest í fræjun- um og þau skal fjarlægja áður an aldinið er notað. Sé notað þurrkað chillí þarf að mýkja það upp við vatnsgufu í 20 mínútur og fjarlægja fræin áður en það er tilbúið til notkunar. Capsaicin er ekki vatnsleys- anlegt efni. Það þýðir að sé chillíið of sterkt, maturinn of sterkur, þá þýðir ekki að drekka vatn, bjór eða vín til að slökkva eldinn í munninum. Mjólk og jógúrt er það eina sem virkar. Hvítlaukskjúklingur. Chillísúpa 2 rauðar paprikur 1 rautt chillí 1 msk. sólblómaolía 1 saxaður skallotlaukur 500 niðursoðnir, heilir tómatar 600 ml góður og ferskur grænmetiskraftur salt og svartur pipar Paprikurnar og chillíið er hreinsað vel, skorið til helminga og grillað undir vel heitu grilli þar til hýðið dökknar. Vafið í plastfilmu og látið mýkjast í 5 mín., hýðið tekið af. Olían er hituð á pönnu og Iaukurinn mýktur, tómatarnir settir saman við, þá paprikurnar og chillíið. Látið sjóða við vægan hita í 5 mín., þá fer krafturinn út í súp- una og allt saman soðið í 20 mín. Að því loknu er súpan sett í matvinnsluvél og hún hrærð þar til hráefnið hefur maukast vel. Hún er hituð aftur og borin fram með paprikustrimlum og sýrðum rjóma. Chillíídýfa Þessi ídýfa er mjög góð með grilluðu grænmeti 1 rautt chillíaldin 2 marin hvítlauksrif 2 eggjarauður 3 msk. brauðmylsna 4 msk. hvítvínsedik 300 ml ólífuolía 1 msk. sjóðandi vatn örlítið salt Chillíð er hreinsað og grillað undir heitu grilli þar til hýðið dökknar. Þá er það marið vel. Hvítlaukur, eggjarauður, brauð- mylsna, chillí, salt og edik er sett í matvinnsluvél og hrært vel saman. Þá er olíunni blandað saman við og áfram hrært vel. Ef ídýfan verður of þykk er hægt Chillísalat 6 rauðar paprikur 2 rauð chillíaldin 125 g fetaostur 2 marin hvítlauksrif 250 ml ólífuolía salt Paprika og chillí er hreinsað, skorið í minni bita og grillað í heitu grilli þar til hýðið dökknar. Paprikan er sett í skál, fetaostur yfir, þá hvítlaukur, chillí og ólífuolía. Ofan á þetta fer annað eins Iag. Gott að Iáta salatið standa aðeins áður en það er borið fram. að þynna hana með sjóðandi vatni. Hvítlaukskjúkling- ur með engifer 2 kg kjúklingur 2 marin hvítlauksrif 2 saxaðir rauðlaukar 1 marið hvítlauksrif 1 tsk. vel marin sinnepsfræ 1 lárviðarlauf 1 tsk. chillípipar 1 msk. edik 2,5 sm af mörðu, fersku engiferi 2 tsk. chillíolía, eða olía með mörðu chillíi kjúldingakraftur Kjúklingurinn er hreinsaður vel og hvítlauk og chillí komið fyrir með reglulegum hætti í Iitlum raufum sem skornar eru í hann. Þá er hann smurður með olíu og eldaður í ofni á 200°C hita í u.þ.b. VÁ klst. Sósa: 2 msk. ólífuolía Chillíhollur 625 g sætar kartöflur 375 g kúrbítur 200 g gulrætur 1 grænt chillí 1 vorlaukur 2 msk. hrein jógúrt salt og svartur pipar olía til steikingar Kartöflurnar eru soðnar og maukaðar. Kúrbíturinn afhýddur og skorinn smátt, saltaður og geymdur í 30 mín., þá þurrkað- ur örlítið. Gulræturnar eru saxaðar, chillíið saxað mjög smátt og einnig vorlaukurinn. Að þessu loknu er öllu skellt saman ásamt jógúrt, salti og pip- ar. Blandað vel saman og búnar til þunnar bollur. Þær steiktar í 4 mín. á hvorri hlið. Sósa: 4 tómatar 1 -2 rauð chillíaldin 2 msk. söxuð, fersk minta 1 msk. edik örlítið salt Chillí-súpa. 250 g heilir, niðursoðnir tómatar 250 g rifsber salt Olían er hituð á pönnu og lauk- urinn mýktur. Hvítlaukur, sinn- epsfræ, ehillípipar, lárviðarlauf, salt og edik sett á pönnuna og öllu blandað vel saman. Látið malla þar til blandan mýkist vel upp. Þá er tómötum bætt út í ásamt rifsberjum. Látið malla í 1 klst. Að því loknu er sósan sett í matvinnsluvél og maukuð vel. Borin fram með kjúklingnum ásamt couscous eða hrísgijón- um. Hráefnið er saxað smátt og því blandað vel saman. Chillí-bollur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.