Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 - 35 LÍFIÐ í LANDINU Fréttarítarinn. Ingimar Ingimarsson er meðal kraftmestu fréttaritara Útvarps og hefur getið sér gott orð sem slíkur. En hvað- an úr heiminum segir hann okkur fréttir og í hvaða þorpi á landsbyggðinni ólst Ingimar upp á unglingsárum sínum? Frá Siglufirði. Hvaða stjórnarmálaflokkar hafa náð saman um myndum meirihluta i bæjarstjórn á Siglufirði og hvað heitir sá vel- þekkti alþýðuflokksmaður og forseti bæjar- stjórnar sem skipaði fjórða sætið á Siglu- fjarðarlistanum - lista félagshyggjufólks - en náði ekki kjöri? Stjórnarformaðurinn. Bóndi og stjórnar- formaður. Hver er sá maður sem hér sést á mynd og formennsku í hverjum af tveimur afstærstu fyrirtækjum landsins gegnir hann? Siguríiðið. Sjálfstæðismenn á Akureyri unnu góðan kosningasigur í kosningunum um síð- ustu helgi og eiga nú fimm fulltrúa afellefu í bæjarstjórn. Hvaða fólk úr sigurliðinu sést hér á mynd, frá vinstri talið, og hvaða störfum gegnirþað í Akureyrarbæ? Bæjarfulltrúinn. Þessi ungi herramaður, Ólafur Grétar Rúnarsson, var um síðustu helgi kjörinn bæjarfulltrúi í einu stærsta bæjarfélagi landsins, en hann er aðeins nítján ára að aldri. Hvaða bæjarfélag er hér spurt um - og fyrir hvaða stjórnmálasamtök komst Ólafur Grétar í bæjarstjórn? 1. Turn fangelsisins á Litla- Hrauni er blár að Iit. Hvaða sögulegu skírskotun hafði að mála turn þennan bláan? 2. Hvað heitir fjallið milda sem gnæfir yfir Seyðis- fjarðarkaupstað að norðan? 3. Það ágæta blað, Vikan, er nú komið fram á sjónar- sviðið aftur eftir að hafa verið í dásvefni um nokkur misseri. Hvað heitir sú ágæta útvarpskona sem hefur verið ráðin ritstjóri þess? 4. „Heyrðu snöggvast, Snati minn, / snjalli vinur kæri, / heldurðu ekki hringinn þinn / ég hermannlega bæri?“ Hver orti svo? 5.1 hvaða byggðarlagi á landinu hefur lengi verið starfrækt útgerðarfyrirtæki - sem reyndar starfaði á fleiri sviðum áður - und- ir nafni Sigurðar Agústssonar og í hvaða kauptúni var Iengi starfandi verslun nafna hans Pálmasonar, sem keppti við kaupfé- lagið þar á staðnum? ó.Hvar að landi kemur Breiðafjarðarfeijan Baldur eftir siglingu yfir þveran Breiða- fjörð frá Stykkishólmi? 7. Hvar á landinu er Smiðjulaut og af hverju dregur hún nafn sitt? 8. Hvaða kappar voru það sem fyrstir gengu á Snæfellsjökul og hvaða ár var það. 9. Hve lengi var Alþingi háð á ÞingvöIIum? 10. Hver var forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga á 7. og 8. áratugnum og hvaðan af Iandinu var sá maður ættaður? LAND OG ÞJÓD Sigurðun Bogi Sævarsson skrifar Svör: •Buntddn pe jn§ui[æpjÁj/y[ js uias ‘uossjeuig puajjg um jjnds ja jaj-j '01 ■>IjAEÓ[Áay i SP8I y/I QIPFH 8° £p8[ SuitjjejeSpej uias jstajjnpua ue -gJS -je j8e[ ec[ ua ‘86Z.I lú uibjj jb<[ geij 8° q£6 pnujojs jba uin[[OA8uic[ e iSuicjjyg 'LSZI JBa 9B<Í [mjofspajæus e n8uo3 jijsjáj mas uossjey lujefg 8o uossjbjq JJa88g Jiocj njOA pecj-g •epejjujef 8o bijbi[ ‘jngojjs íuis uai.pjjao Jiacj npuÁjq jecj ua - mnSnjeje mnSjom jijAj ipiai[SL[[0[j jijÁ pjaSeSaA pe jba piuun jeSacj euuemnuuiAeSaA jnqsnfpims jba uessacj jne[ [ •ijepejaAjq piA uejo jSuej pp|a ‘ipiaqsíjjajq e ja jnejnfpimg-^ •puojjsepjeg e jjsejsueQg y-9 eSuejsmmeAj-j e jba uos -eui[eg jepjn8;s unjsj3y\ 80 im[pqsppjÁJS 1 ja ■ji[a uossjsnSy jnpjnSig pnjæjjijáj • £ ■ijoqepua -jepi[[j bjj p[e>|S uossSugjg uuiajsjocj > •jijjppjeujy jnpjjSig •£ '•KyiPÍaT •mnuis mmjpq 1 jujasiqjÁ pe ujnje[g jjaS sjeuue [epam uossujofg -qp ujofg 80 ssauxeg Jpp[[e[q Jiacj ejejq 'P[[9J ejp[aq jnpejsjejBAp uuinq jba jbc} 80 ujpqeuuem -dney j euuem juuij isjaSuej jeA ujnje[g • j •jecj sjjjpj sSun poqmejj - uuejsijpgsiQ juáj 8joqjy 1 ujofjsjefæq 1 uuijpfq jba jujojq jtijtqQ * •sSbq jnpemepiqq mnjj.íj 80 jnpimsuuej ja Jtjjppsjeuunj) Sjoqji^ 8° ‘y§g piA jnSuipæjjjeunjsjnfq ja ‘sui -sqqog injj[[njjefæqejeA ijsj.áj ‘jijjopeqy ejp<j ‘ejuuauqy-BAofg Jnpemspoqmn ja ‘uossupf g uuijbjocJ ‘npojsjoj ijÁajngy e tuunjojsjijqseSuisÁjddn nuæjjo[sj jijisa mas ‘Jijjppsj[pj[[ jnpja8[e,\ ‘pqej ijjsuia bjj ‘ja jsas jaq mas qjpj ejiajjnSis peq * ■jeunfqjiAspue-] 80 yg>[ jnpemjojjeujpfjs ja uueq ua ‘jiaASjepjefjefÁg 1 mnppjss[n -8uq e tpupq uossjia8jn8i§ Jtag sauueq -of ia puÁm e jsas Jaq mas jnpem e§ * •suejsqjepjetjn[8i§ ijæs epjpfj ipedpjs uueq ua ‘ujpfjsjefæq jn jn [[aj mas ja[[P[\[ g uefjsijyj ijejq -[epa ijjpjacjspuej es jba pecj ua ‘ipjijtqSiq e mnpuÁmejnjqjiam mn uemes ejeq peu mas ‘jnjpjogsipæjsjjefs 80 -jeuqos -mejg ‘jiujejpjogjeujpfjsspjij nja peq * •isaueSueg e uueq jeupfcj nu ua sjsajcljeiDjos tjjæqma piaqs mn jecj ipuSaS uossjem;8u[ jem -i8uj sueq Jigej ua ‘jepjÁ[\[ 1 qiy\ Jn jem -iSuj ja jnjjefs 'oje[\[ ejemjeujeA 80 sui -sjjejsmesndojAg iSubajjoa je mnquia mn -uuomspuej jiSas 80 [assnjg j suisdjeAjn -sppy uejuejjajj ja uossjemiSuj jemi8u[ * Fluguveiðar að sumri (69) Byrjunin „Byijunin". Þetta orð hefur alveg sérstak- an tón og blæ yfir sér f hugum veiði- manna. Þegar „áin opnar“ eins og sagt er málfræðilega vitlausri íslensku. En „byrjunin" hefur hlýlegan tón í huga manns, ypsilonið í orðinu verður lengra og dýpra en venjulega, og þegar það er sagt með þessum tóni, eða hugsað, þá líður fyrir hugskotssjónir eitthvert saman- safn minninga og blandast eftirvæntingu sem hlaðist hefur upp í allan vetur og er alveg að ná hámarki. Byrjunin. Hvílík rómantík. Frægustu stórveiðiárnar „opna“ með einvalaliði fyrirmenna í veiðiskap og öðru fólki í efstu lögum samfélagsstigans. I Laxá í Aðaldal má reikna með Halldóri Blöndal sem sjálfur hefur viðurkennt að sér þyki mikill heiður af því að vera boðið, og hafi ekkert við það að athuga að fjölmiðlamenn taki af honum myndir. Jafnvel þótt í góðlátlegu grfni sé talað um að hann fari bara í „hálfvitaholuna". Norðurá „opnar“ undir suðandi sjón- varpsvélum, gott ef útvarpsmenn eru ekki í beinu sambandi við morgunþættina og blöðin birta myndir af stjórn Stangveiði- félagsins að störfum. Nokkur fyrirmenn- anna voru að snuðra við ána um daginn, samkvæmt blaðafregn, og lýstu yfir að laxinn væri kominn. Höfðu ekki séð neinn fisk, að vísu. En „fundið lyktina". Það er þetta sem ég á við þegar ég segi að „byrjunin' sé full af rómantfk. Best, en ekki best Vorveiðin er best, en ekki best. Þegar bíllinn rennur niður brekk- una af Mývatnsheiðinni er einstök tilfinning að sjá ána birtast og til- hlökkun: er mikið í henni, hvernig er vatnið? Og þó oftast sé hún kuldaleg um mánaðamótin maí/júní skal maður alltaf vonast eftir því að sjá skvettu eða sporðaköst. Þetta andartak er „byrjunin" hjá okkur félögunum. Komnir að urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit. Yfirleitt er sveitin nýkomin undan vetri, grös gul og golan svöl, en alltaf skal mað- ur vona að vor liggi í lofti, jafnvel að ekki verði kalt. Við ítarlega umhugsun man ég ekki ekki eftir góðu veðri í byrjuninni. Við höfum veitt á sköflum. I hundslappa- drífu. Og þó, jú, víst hefur komið fyrir að hlý gola kyssti kinn og ég man hvað ég varð montinn þegar ég var skráður með fyrsta fiskinn í veiðibókina, þurrflugufisk í glaða sólskini að morgni. Vorveiðin er best vegna þess að eftirvæntingin og til- hlökkunin er svo mögnuð, en sem veiði getur hún brugðið til beggja vona. MiMöthuli Það er eiginlega sama hvort maður er í laxi eða urriða að vori: árnar eru dekkri og kaldari en að sumri. I laxinum nota menn stórar túbur og sökkva þeim í skol- að vatn. Sökklínur þarf til að kafa niður til fiskanna sem hafa sig hæga í miklu vatni og köldu. Sama á við urriðann: stór- ar straumflugur þurfa að komast djúpt, og maður þarf að veiða hægt og hafa hug- ann vel vakandi fyrir þvf að breytilegt straumlag og litur geta valdið því að fisk- urinn breytir um legustaði. Laxinn og ur- riðinn færa sig yfir á hægara vatn en þeir eru vanir, því straumþunginn er of mikill þar sem þeir halda oftast til. Þetta þýðir að maður þarf að hafa sér- staka gát meðfram landi. Þegar mikið er í ánum getur fiskurinn fundið hægara vatn við bakka. Og þá veit ég af eigin reynslu að kvíslar utan meginárstraums, sem alla jafna gefa ekki fisk, geta allt í einu orðið gjöfular. I vorveiðinni þarf maður að huga vel að vantinu. Þegar mikið er í kann að mynd- ast hringstreymi hér og þar, og í lygnum Byrjunardagurinn í fyrra. Kampakátir félagar með góðan morgunafla. Betri getur byrjun ekki verið. þar við snúa fiskarnir stundum öfugir við meginstraumi. Laxar og silungar stunda þetta lævísa bragð sem veiðimenn átta sig stundum ekki á. Þá er ég ekki frá því að þegar maður veiðir að vori þurfi flugan að fara hægar yfir. I köldu vatni er fiskurinn ekki jafn fljótur til, því hann hægir á líkamsstarf- seminni. Við vitum að flugan þarf að komast niður til hans, því fiskurinn eltir illa. Og mér hefur reynst vel að láta hana „dingla" lengur yfir veiðistöðum en oft að sumri. Þetta þýðir að maður kastar ekki jafn þvert út og áður, heldur í þrengra homi niður fyrir sig. FLUGUR Straumurinn tekur þá fluguna ekki jafn fljótt á hratt svif og hún nær að hanga lengur yfir líkleg- um stöðum þótt hún spanni ekki jafn vítt svið. Enginn skyldi van- meta kosti þess að draga hægt inn við þessar kringumstæður, löturhægt meðfram bökkum sem eru næstum á kafi. Stefán Jón Hafstein skrifar Stórir fiskar Kosturinn við vorveiðina er líka sá að maður á von á stóru fiskunum. Tveggja ára laxinn gengur fyrr en sá minni. Og stikar oft beint upp á efstu staði. Þá getur hann verið í fínu töku- stuði. Urriðinn stóri er ekki jafn var um sig og þegar búið er að berja á honum vikum saman. Hann lætur sig hafa það að demba sér á flugu sem langt er síðan hann sá. Og litlu fiskarnir hafa sig hæga því vatnið er of mikið fyrir þá, eða þeir einfaldlega ekki orðnir nógu stórir til að hætta sér langt frá skjóli uppeldisstöðv- anna. Það er því til mikils að vinna þótt spáin sé „norðaustan kaldi og tveggja stiga hiti að deginum". Alltaf j afn heppinn Og einhvern veginn virðist mér maður muna eftir öflugri „skotum" í vorveiði en þegar blíðan kemur. Af einhverjum óút- skýrðum ástæðum hrekkur urriðinn í gang þegar minnst varir og sjö átta fiskar í beit hella sér á fluguna á nákvæmlega sama stað og maður barði látlaust í fjóra tíma á undan. Allt getur gerst. Þegar brestur á hunds- lappadrífa og bakkinn á móti manni hverfur í hvíta móðu hefur maður á orði hið fornkveðna: „Alltaf ert þú jafn hepp- inn Kolbeinn." Það var einmitt það sem bóndinn á Hofsstöðum sagði við Kolbein þegar hann stóð í norðanhríð og bjó sig til veiða. Heimamaðurinn vissi nefnilega að fiskurinn á það til að hrökkva í gang í hríðinni. „Alltaf jafn heppinn..." er það sem ég tauta þegar veðrið gerist virkilega mikið verra en það þó var þegar ég var að bölva því sem mest. Annars er maður hættur að bölva veðri. „Byrjunin" er nefnilega alltaf jafn góð, hvernig sem hún er. Og nú, þegar helgarblaðið berst lesend- um á laugardagsmorgni, er ég úti í á. I byrjuninni. Alltaf jafn heppinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.