Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1998, Blaðsíða 8
 T 24-LAUGARDAGUR 3 0. MAÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Nú þegarnærdreguraldarlokum erekki úrvegi að taka tali konu sem uppi hefurverið nánast alla þessa öld og lifað tímana tvenna. Við sótt- umÞórdísiívarsdótturheim á hjörtum vordegi þarsem hún býraðKróki íBiskupstungum ásamtfóstursyni sínum ogfjölskyldu hans. Dísa er þakklát fyrir alla þá velvild sem hún hefur búið við á efri árum og segir það mikla gæfu að fá að sjá ævistarf- inu haldið áfram og taka þátt í því. Það skipti miklu máli að gamalt fólk fái að vera heima hjá sér sem lengst í því um- hverfi sem það þekki og hún gerir sér Ijóst að íþeim efnum nýtur hún forréttinda: „Það fer ekki eins vel um allt gamla fólkið í dag og það fer um mig.“ Dísa, eins og hún er oftast kölluð, á aðeins þrjú ár í að verða 100 ára og hún er sannarlega ekkert blávatn og hefur ákveðn- ar skoðanir á hlutunum. Hún er kristaltær í kollinum og hefur glymrandi skopskyn og þó stundum hvíni svolítið í henni þá eru léttleik- inn og hlýjan í fyrirrúmi. Hún er ófeimin við að blóta máli sínu til áherslu, kastar fram vísubrotum annað slagið og henni er tamt að grípa til máltækja. Einnig hermir hún skemmtilega eftir fólki og hefur tilsvör samferðar- manna orðrétt eftir þó sögð hafi verið fyrir einhverjum áratugum. Nú hefur fólk allt til alls Dfsa varð 97 ára 20. maí síðast- Iiðinn og er elst sveitunga sinna, en hún er ekki fædd og uppalin í Tungunum, heldur sleit hún barnsskónum í Norðurkoti í Grímsnesi. - En hvernig kom til að hún fluttist um tvítugt í Biskups- tungurnar? „Eg fór í kaupavinnu, er ekki líka önnur hver kona í Biskups- tungum þannig til komin? Þær voru býsna margar hér í sveit og komu víða að - Ég held það hafi verið hann Halldór á Kirkjubóli sem sagði að Tungnamenn hefðu farið djöfulli illa með þá í sinni sveit, því þeir hefðu náð fimm fallegustu stúlkunum frá þeim en þeir hefðu ekki fengið nema eitt þarfanaut í staðinn!" Og Dísa fann sér eiginmann í Tungunum, Egil Egilsson frá Galtalæk og fór að búa með honum að Króki um 1923. Þeg- ar karl og kona drógu sig saman í þá daga var drifkrafturinn oft sá að vera ekki undir einhvern settur. Konur sóttust eftir bú- manni og karlar sóttust eftir duglegri húsmóður. Allir vildu losna úr vinnumennsku: „Fólkið sóttist eftir því þó því Iiði oft mildu ver þegar það var komið út í búskaparbasl og hafði ekki neitt til neins. En það er eitt sem ég er oft að ergja mig yfir núna, það er kannski ekki rétt að vera að ergja sig yfir því en ég geri það samt. Nú hefur fólk allt til alls, hjálpargögn til allra hluta og svo mikla vellíðan að það er varla orðið hægt að breyta til um hátíðar. En þó er fólkið óánægðara. Það er ansi mikið um þessa óánægju og það finnst mér leiðinlegt. Af hverju getur fólkið ekki verið ánægt þegar það hefur orðið allt tii alls, ha!? Það er sennilega nokk- uð til í því að þess betra sem það hefur það, þess heimtu- frekara verður það. Það eru allir yfirmettaðiraf öllu-.----------1 Sjónvarp nær einskis viröi Og víst er að Dísa þekkir vel af eigin raun lífsskilyrði sem eru óravegu frá þeim sem við teljum sjálfgefin í dag. I hennar æsku voru torfbæir með moldargólfi þar sem ekkert var rafmagnið og engu rennandi vatni fyrir að fara. Harðindaárið 1918 er sagnfræði í bókum fyrir okkur sem stöndum í blóma lífsins í dag en er bráðlifandi raunveru- leiki í minningasafni hennar. Þá reið frostaveturinn mildi yfir landið, Spænska veikin lagði fjölda manna að velli og Katla gaus. Sá dagur er Dísu í fersku minni: „Já, það er nú líkast til! Þá var ég 17 ára stúlka út í Norðurkoti og var að rista kalda ristla allan daginn sem Kötiugosið byrjaði. Bölvað gösl var þetta nú þegar bændurnir voru að koma með þetta slátur að sunnan. Að þetta skyldi nú geta orðið að mat! Það væri ekki étið núna, ég segi það bara.“ En það var fleira en Iífsbarátt- an sem var með öðrum hætti en við þekkjum í dag, frístundun- um var einnig öðruvísi varið í þá daga og valmöguleikar nútímans fá ekki háa einkunn í saman- burðinum hjá Dísu: „Þá voru alltaf kvöldvökur og vakað lengi á kvöldin, það var alltaf verið að lesa eitthvað þar sem ég ólst upp. En nú er allt of lítið lesið. Það er verið að horfa á sjónvarp sem oftast nær er einskis virði. Það er alveg dæmalaust hvað manni er boðið upp á í sjónvarpi. Eða bækurnar sem eru gefnar út, ég er alveg furðu Iostin, og svo er verið að hæla þessu á hvert reipi!“ Linkuidm of mikil gagnvart bömum Dísa kann yfirleitt vel að meta framfarir og segir fólk á sínum aldri hafa lifað óskaplega miklar breytingar. Flest finnst henni hafa verið til hins betra en ekki alveg allt. Uppeldismátinn á börnunum í dag þykir henni helst vera miður: „Auðvitað mátti gjarnan breyt- ast þessi harka sem börnum var sýnd hér áður, en svo finnst mér Iinkindin aftur á móti vera orðin of mikil. Það eru ósköp að vita þegar eitt lítið barn stjórnar heilu heimili. Það er alveg hræðilegt. En meðalhófið víst ég veit - vandratað er á. Mér finnst nú að það megi margt á milli vera, þetta var ógurlegur lamst- ur á krökkum, kjaftshögg og bar- smíðar og svo létu þau þetta bara ganga til þeirra sem voru minnimáttar. Bæði til dýra, gam- almenna og minni barna. Mér finnst unglingar miklu betur innrættir núna heldur en þeir voru þegar ég var að alast upp, og það gerir bara hvurnig þau voru alin upp.“ A uppvakstarárum Dísu voru börn látin vinna um leið og þau stóðu í lappirnar og hún fór ekki varhluta af því og er svo sem ekkert að vorkenna sér það, svona var þetta bara. ELún var til dæmis Iátin gæta kvíánna alein þegar hún var barnung: „Já, já, ég sat ein yfir og smal- aði og stóð ekki upp á milli þúfnanna, ég var svo voðalega Iítil, ætli ég hafi verið nema 9 ára. Og þetta Iíka flæmi sem ég átti að smala! Og svo var skó- hálkan, maður var alltaf á hausnum. En það er svoiítið skrýtið að fólkið endist alveg eins sem þrælaði svona sem krakkar, eins og það sem ekkert gerir.“ Konur eiga eltki að undiroka karlmenn En það voru ekki bara börn sem þurftu að vinna myrkranna á milli, konur bjuggu einnig oft við bágbornar aðstæður: „Sumar konur voru bara eins og hverjar aðrar vikastelpur á sínu eigin heimili. Svo voru stúlkur stundum sendar í vinnu- mennsku þar sem aðstæður voru slæmar og þær voru ekkert spurðar að því hvort þær vildu fara, þær bara áttu að fara. Það var sem ég skyldi ekkert í þegar feður voru að lána dætur sína í vist þangað sem enginn vildi fara og hirtu svo kannski auk þess kaupið þeirra!“ - En talandi um fótumtroðinn skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.